Stundin er runnin upp

Já kæru Íslendingar og Tólfur nær og fjær. Stundin er runnin upp! Það er komið að því loksins að leiða hesta okkar saman við hesta Hollendinga og etja kappi í miklum baráttuleik sem skiptir báðar þjóðir gríðarlega miklu máli. Íslendingar vilja vinna og þar með svo gott sem tryggja sig á EM á meðan Hollendingar vilja reyna að halda einhverju lífi í sínum vonum með sigri.
Fyrir um ári síðan átti undirritaður spjall við Styrmir Gíslason fyrrum formann og Guðföður Tólfunnar hvað það yrði magnað að blása í stóra ferð til Amsterdam á leikinn. Okkur fannst það frábært ef 200 Íslendingar myndu mæta! Við enduðum á að hafa svolítið rangt fyrir okkur þar!
Continue reading “Stundin er runnin upp”

HM í Rússlandi 2018

Já nú er sko komið að því sem flest okkar ef ekki öll okkar hafa beðið eftir og það er drátturinn í riðlana fyrir undankeppni heimstaramótsins í knattspyrnu árið 2018 í Rússlandi.

Dregið verður í Sánkti Pétursborg í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins í dag og má með sanni segja að með því hefjist leiðin til Rússlands. Fyrsta skref af mörgum ef svo má segja.

Klukkan 15:00 á íslenskum tíma hefst útsendinga frá drættinum og verður honum meðal annars sjónvarpað á RÚV 2 (hliðarrás Ríkissjónvarpssins). Jérôme Valcke yfirritari FIFA mun annast dráttinn og framkvæmd hans.

Í þetta skiptið verður mótið í Evrópu líkt og áður hefur komið fram sem þýðir að Evrópa fær einu sæti meira á mótinu en árið 2014 þegar mótið fór fram í Brasilíu. Eru það einstaklega góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga sem voru grátlega nærri því, í raun hársbreidd frá því að komast á mótið í Brasilíu.

52 af 53 aðildarþjóðir frá FIFA verða með í undankeppninni og dregnar í riðla í dag. Rússland komast sjálfkrafa á mótið sem gestgjafar og Gíbraltar sem eru að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni núna fyrir evrópumótið í Frakklandi á næsta ári eru ekki viðurkenndir af FIFA. Það er af sem áður var að heimsmeistararnir fari sjálfkrafa í keppni og þurfa því ríkjandi heimsmeistarar Þjóðverja að taka þátt í undankeppninni.

Þjóðirnar 52 verða dregnar í 9 riðla þar sem 7 þeirra innihalda 6 þjóðir og tveir þeirra innihalda 5. Verða riðlarnir leiknir á tímabilinu 4. september 2016 til 10. október árið 2017. Nýjar reglur sökum sjónvarpsréttar (og löng saga að segja fría því) kveða á að þjóðirnar 6, England, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Holland skulu garanterað dregnar í 6 liða riðil. Er það að sjálfsögðu best fyrir Ísland að enda í 6 liða riðli þar sem að liðið mun þá leika fleiri keppnisleiki og færri vináttuleiki en keppnisleikir gefa mun fleiri stig á FIFA listanum og Ísland fá ef svo má segja gefins helling af stigum frá liðinu í sjötta styrkleikaflokk því ætla má að þeir leikir vinnist örugglega. Þjóðirnar 10 í 5 liða riðlunum munu svo skiptas á að leika vináttuleiki við Rússa en UEFA mun sjá um að tilkynna þær dagsetningar.

Sigurvegararnir í riðlunum 9 munu fara sjálfkrafa á mótið en þau 8 lið með besta árangurinn í öðru sæti síns riðils munu leika umspil heima og að heiman um það hvaða þjóð fylgir sigurvegurum riðlanna.

Röðun í styrkleikaflokkana 6 fyrir dráttinn í dag ræðst af stöðu liðana á FIFA listanum eins og hann stendur núna í júlí. Má því segja að drátturinn komi á besta tíma fyrir okkar þjóð þar sem liðið okkar er sem stendur í sæti 23 á lista FIFA eða sextánda sæti yfir Evrópu.

Ísland gerði mjög heiðarlega tilraun til þess að komast á mótið 2014 verandi í töluvert lakari styrkleikaflokki svo núna eru allar forsendur með okkur til þess að gera enn harðari atlögu að sæti á HM 2018.

Áfram Ísland!