Leikdagur: Ísland – Nígería

Þvílík byrjun á ferli Íslands sem þátttakandi í lokamóti HM! Enn einu sinni sýna strákarnir okkar seiglu, dugnað, hugrekki og góða fótboltaspilamennsku. Við erum samt rétt að byrja hérna, það eru allavega tveir leikir eftir í þessari keppni.

Við tókum upp podcast til að fara yfir málin og fá góðar ferðaráðleggingar frá vönum mönnum. Hér er hægt að hlusta á það.

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Nígería”

009 – Strákarnir á HM og stelpurnar í efsta sætið

HM er byrjað! Hvílík gleði og þvílík frammistaða hjá liðinu í fyrsta leiknum. Árni og Birkir voru á staðnum og koma með sína upplifun á þessu og góðar ráðleggingar fyrir ferðalanga á leið til Rússlands.

Stelpurnar okkar náðu líka fyrsta sætinu í sínum riðli í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi. Við peppum þann leik því framundan er algjör partýstemning á kvennalandsleik 1. september.

Förum líka yfir hvernig okkur finnst HM hafa byrjað, VAR-pælingar og fleira.

Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman, Ósi Kóngur, Halldór Gameday og Birkir Viking Ólafsson sem fékk að vera fyrsti gesturinn sem mætir í annað skiptið í þáttinn.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Rússneska leigubílaappið sem við ræddum í þættinum heitir Yandex Taxi. Hér er hægt að sækja það fyrir Android síma og hér má ná í það í Apple síma.

 

Hér eru upplýsingar um Tólfupodcastið.

Hérna eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að hlusta.

Leikdagur: Ísland – Slóvenía

Við fengum tvo heimaleiki hjá strákunum í byrjun júní í undirbúningi þeirra fyrir HM í Rússlandi, sem er rétt að hefjast. En nú er komið að stelpunum okkar og það er alvöru leikur framundan. Fyrir þennan leik er Ísland í 2. sæti en á þennan leik inni á Þýskaland, sem er í 1. sætinu eins og er. Sigur í þessum leik kemur Íslandi í efsta sætið og næsti leikur á eftir þessum er einmitt gegn Þýskalandi í september. Það er því mikið undir og mikilvægt að láta sjá sig á vellinum og láta heyra almennilega í sér.

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Slóvenía”

008 – Gameday-stemningin gegn Noregi og Gana plús pepp fyrir kvennalandsliðið

Við tókum upp alls konar innslög í kringum leiki karlalandsliðsins við Noreg og Gana. Stemningin var heilt yfir mjög góð. Svo peppuðum við að sjálfsögðu kvennalandsliðið fyrir mjög mikilvægan leik gegn Slóveníu sem verður spilaður mánudaginn 11. júní 2018.

Umsjón: Árni Súperman, Halldór Gameday og Ósi Kóngur.
Viðmælendur: Alls konar skemmtilegt fólk sem mætti á landsleikina gegn Noreg og Gana.

Við minnum á miðasöluna fyrir leikinn á mánudaginn. Hvetjum ykkur öll til að mæta með kæti og læti og styðja stelpurnar okkar alla leið á HM!

Sömuleiðis viljum við minna á afskaplega gagnlegan og skemmtilegan þátt af podcasti Tólfunnar sem kom út núna síðast, þar sem við ræddum við Víði Reynisson, öryggisfulltrúa KSÍ.

Hér er svo mynd af okkar eigin Benna Bongó með kúrekahattinn sem rætt var um í þættinum. Hvílíkur eðalhattur!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.