007 – Alls konar gagnlegar upplýsingar fyrir HM

Við fengum mjög góðan gest til okkar í þáttinn. Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, bauð okkur upp á Hilton Hótel í spjall. Þar ræddum við um hans störf, ferðagrúppuna fyrir stuðningsfólk landsliðanna, Rússland og margt fleira. Hann svaraði spurningum frá hlustendum og við fórum líka aðeins yfir risapartý Tólfunnar og Tripical í Rússlandi.

Þetta er sérstaklega gagnlegur þáttur fyrir þau ykkar sem ætlið að ferðast til Rússlands en vonandi líka skemmtilegur fyrir þau sem fara ekki þangað.

Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Halldór Gameday, Ósi Kóngur og Víðir Reynisson.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Outro is Kalinka by RmitA.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Hér eru upplýsingar um hvernig þið getið hlustað á þáttinn.

Hérna er Ferðagrúppa stuðningsmanna landsliðanna, sem við ræddum í þættinum.

Hérna er bókunarsíða fyrir Risapartý Tólfunnar og Tipical. Athugið að það verður einnig hægt að kaupa miða á Ölveri á laugardaginn, fyrir leik Íslands og Noregs.

Hér eru upplýsingar um borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins.

Borgarpistill: Volgograd

Við erum búin að fá pistla um HM-hópinn okkar, um þjóðirnar sem eru með okkur í riðli og um Moskvu. Nú er komið að næsta borgarpistli í þessari röð. Styttist líka í heimaleikina okkar í júní, við hvetjum ykkur öll til að skella ykkur á miða á þá leiki. Sérstaklega er leikur kvennalandsliðsins gegn Slóveníu þann 11. júní mikilvægur, efsta sætið í riðlinum í undankeppni HM er í húfi.

En nú er það pistill um Volgograd.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Borgarpistill: Volgograd”

006 – Íslandsmet Tólfunnar, Iniesta, súpufundur, HM-pælingar og spjall við erlendan blaðamann

Tólfan setti Íslandsmet! Við förum yfir það. Við erum annars búnir að vera uppteknir við að kveðja Iniesta, kíkja á súpulausan súpufund, spá fyrir um leikina á HM, spá í hóp Íslands á HM, skrifa upphitunarpistla og fleira.

Við tókum líka smá spjall við erlendan blaðamann, John Leicester frá The Associated Press, um það hvernig er að vera einn af mörgum erlendum blaðamönnum sem koma til Íslands til að fjalla um íslenska fótboltaævintýrið.

Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman, Halldór Gameday, Ósi Kóngur og John Leicester.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Hér eru leiðbeiningar um mismunandi leiðir til að hlusta á podcastið og gerast áskrifandi að því.

Mótherjinn: Króatía

Áfram höldum við með upphitunarpistlana. Halldór Gameday reið á vaðið með pistil um Argentínu og Árni Súperman kom svo sterkur inn með pistil um Nígeríu. Nú er komið að síðasta pistlinum um þjóðirnar sem eru með okkur í riðli, þar eru miklir góðkunningjar okkar á ferð. Næst taka svo við pistlar um keppnisborgirnar sem Ísland spilar í á HM.

Höfundur: Ósi Kóngur

Continue reading “Mótherjinn: Króatía”