Mótherjinn: Nígería

Það er kominn laugardagur og það þýðir að núna eru akkúrat 4 vikur í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Það er þegar kominn upphitunarpistill um Argentínu, sem Ísland mætir í fyrsta leiknum. Í dag eru hins vegar 34 dagar í að Ísland spili leik númer tvö á mótinu. Sá leikur verður gegn Nígeríu og það land er viðfangsefni þessa upphitunarpistils.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Mótherjinn: Nígería”

Mótherjinn: Argentína

Nú er þegar orðið ljóst hvaða leikmenn eru í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar, við fengum að vita það síðasta föstudag. Og í dag er akkúrat mánuður þar til Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM í fótbolta. Gæsahúð!

Til að stytta stundirnar fram að þessum stórviðburði ætlum við í podcastteymi Tólfunnar að skrifa nokkra upphitunarpistla sem munu birtast á nokkurra daga fresti fram að móti. Fyrst koma löndin sem eru með Íslandi í riðli, svo borgirnar þar sem leikir Íslands fara fram og að lokum vellirnir sem Ísland spilar á í mótinu. Vonum að þið hafið gaman af þessu.

Höfundur þessa pistils er Halldór Marteins.

Continue reading “Mótherjinn: Argentína”

Hópurinn sem fer til Rússlands

Nú er búið að gefa út hverjir eru í 23 manna hópi Íslands fyrir HM í Rússlandi í sumar. Þar með færist mótið nær okkur öllum og spennan verður enn meiri fyrir þessu frábæra sumri sem við eigum í vændum.

Tólfan mun, líkt og fyrir síðustu stórmót, koma með nokkra upphitunarpistla í aðdraganda mótsins sem verða vonandi bæði til gagns og gamans. Undirritaður (Halldór Marteins) verður ekki einn í þessum pistlaskrifum að þessu sinni heldur munu Árni Súperman og Ósi Kóngur líka skrifa pistla. Að auki stefnum við á að vera með upphitun í næstu Tólfupodcöstum.

En að hópnum sjálfum.

Continue reading “Hópurinn sem fer til Rússlands”

005 – Perlað fyrir Kraft, HM-undirbúningur og stjórn Tólfunnar

Við fengum Benna Bongó og Svenna, formann og varaformann Tólfunnar, til okkar í skemmtilegt spjall.

Næsta laugardag verður perlað fyrir gott málefni á Laugardalsvelli, við fórum yfir hvernig undirbúningurinn gengur fyrir HM, pældum meira í væntanlegum HM-hópi karlalandsliðsins og ræddum það hvað það er gaman að vera Tólfa.

Við biðjumst afsökunar á smá tækniklúðri eftir 10 mínútur, erum enn að læra á flottu, nýju upptökugræjuna úr Tónastöðinni.

Þátttakendur í þetta skipti voru Halldór Gameday, Árni Súperman, Ósi kóngur, Benni Bongó og Sven!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

And also a big thank you to Klaus Pfreundner and his band Radspitz for giving us a new song. Við erum Tólfan is played as an outro in this episode, with full permission from the band.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn í snjalltækjum.

004 – Keflavík, HM-hópur, Meistaradeild kvenna og Drummsen

Halldór og Ósi skelltu sér í smá road trip, alla leið til Sunny Kef þar sem Joey Drummsen mætti sem gestur í podcast Tólfunnar. Ræddum ýmis konar Tólfumál, fórum yfir pælingar varðandi væntanlegan HM-hóp karlalandsliðsins, kvörtuðum yfir skorti á Meistaradeild kvenna í íslensku sjónvarpi og margt fleira.

Umsjón: Halldór Marteins og Ósi kóngur
Gestur: Jóhann Drummsen Bianco

Þökkum Tónastöðinni kærlega fyrir aðstoð við græjuuppfærslur fyrir podkastið, alltaf hægt að treysta á góða ráðgjöf frá þessum snillingum.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn.