Planið í Plzen

Þá er planið fyrir Plzen klárt og verður dagskráin sem hér segir.

Þau sem fljúga með Gaman Ferðum hittast uppi á flugstöð tímanlega en brottför er kl. 07:00 og lending kl 10:30 að staðartíma. Um að gera að tala sig saman um samflot. Í fríhöfninni þurfum við aðstoð við að ferja 370 Carlsberg dósir í vélina.

Þegar við komum til Tékklands komum við okkur sem fyrst út í rútur en eðlilega tekur smá tíma að bíða eftir trommum og fánum. Þegar við komum til Plzen munu partýhaldarar taka á móti okkur á torginu með fánum og fjöri og þar munum við syngja og tralla þar til við röltum á http://www.naspilce.com/en/virutalni-prohlidka-en þar sem við tökum yfir staðinn.

Á barnum verður Pub Quiz og töflufundur ásamt því að pantaðar treyjur verða afhentar. Þá munum við dreifa söngskrám sem Carlsberg útvegar okkur. Þarna munum við líka hitta stuðningsmenn sem koma frá Víta ferðum og ÍT ferðum. Leikurinn byrjar kl 20:45 þannig að áætlað er að skrúðgangan út á völlinn hefjist ekki síðar en kl. 19:30.

Við minnum á snapchat Tólfunnar: tolfan, Twitter @12tolfan og svo mun verða sett upp instagramsíða þannig að fólk geti taggað myndir og ættu því að birtast þar margar skemmtilegar myndir úr ferðinni.

Munið að hafa góðan og hlýjan fatnað meðferðis en skv. nýjust veðurspá verður undir 5 gráðu hiti um kvöldið og jafnvel einhver væta.

Eftir leikinn eru allir ábyrgir fyrir sjálfum sér…ef þú skilar þér ekki upp á flugvöll…. Úps!

 

ÁFRAM ÍSLAND!!!!