A-landslið kvenna: leikur gegn Brasilíu og EM framundan

Það er aftur kominn leikdagur! Í þetta skipti er það vináttuleikur hjá kvennalandsliðinu gegn Brasilíu. Það er nóg framundan hjá þessu glæsilega liði, lokakeppni EM í Hollandi hefst í júlí og þetta er mikilvægur liður í undirbúningnum fyrir mótið. Auk þess er þetta tilvalið tækifæri fyrir okkur stuðningsfólkið að mæta á völlinn og kveðja þær með stæl. Sendum þær vel peppaðar á EM, komaso!

Continue reading “A-landslið kvenna: leikur gegn Brasilíu og EM framundan”

Leikdagur: Ísland – Tyrkland

Síðasti leikur var rosalegur. Eftir víti í slá, skot í stöng og of margar virkilega góðar markvörslur frá finnska markverðinum þá var farið að hvarfla að manni að þetta væri einfaldlega einn af þessum dögum fyrir strákana okkar. Að þetta væri ekki okkar dagur. En strákarnir voru með önnur plön og kláruðu leikinn á ævintýralega skemmtilegan hátt fyrir okkur.

Næst á dagskránni er annar heimaleikur, í þetta skiptið gegn Tyrkjum. Við könnumst nú aðeins við Tyrkina, það er ekki langt síðan við mættum þeim síðast.

icetur

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Tyrkland”