Mótherjinn: Frakkland

Þetta er farið að nálgast svo ískyggilega mikið að við finnum lyktina af því! Þetta er ekki lengur spurning um vikur og mánuði, hvað þá ár. Þetta er spurning um daga. Við erum spennt eins og lásbogi, tilbúin að láta vaða, all-in í þetta dæmi!

Við erum byrjuð að hita upp, það er kominn inn pistill um hópinn sem fer á EM og svo er kominn inn pistill um mótið sjálft. En nú förum við að kafa dýpra, þetta er fyrsti pistillinn af þremur um mótherja Íslands í C-riðli. Þetta er samt meira um landið sjálft, frekari upplýsingar um landsliðið kemur í gameday-pistlinum. En núna aðeins meira um Frakkland.

Continue reading “Mótherjinn: Frakkland”

Um mótið

Nú styttist svo sannarlega í það að EM í Hollandi hefjist. Þá lýkur ferðalagi sem hófst þann 4. apríl 2015 þegar fyrstu leikirnir fóru fram í forkeppni undankeppninnar fyrir lokamótið. Íslenska liðið hóf sína þátttöku í undankeppninni 22. september 2015. Góður 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi gaf tóninn fyrir frábæra undankeppni þar sem íslenska liðið vann sinn undanriðil. Á næstu dögum munu koma fleiri upphitunarpistlar hingað inn en við byrjum á að kíkja aðeins betur á mótið sjálft.

Continue reading “Um mótið”

Íslenski hópurinn sem fer á EM í Hollandi

Nú er búið að tilkynna hvaða knattspyrnukonur fara fyrir Íslands hönd á EM í Hollandi eftir tæpan mánuð. Freyr Alexandersson tilkynnti 23 leikmanna hóp í dag og nú er virkilega hægt að fara að peppa sig upp í þessa veislu. Við í Tólfunni látum ekki okkar eftir liggja, nú er upphitunartímabilið formlega hafið fyrir þetta stórmót og fram að móti munu birtast upphitunarpistlar um hitt og þetta varðandi mótið. Við byrjum á hópnum.

Continue reading “Íslenski hópurinn sem fer á EM í Hollandi”

A-landslið kvenna: leikur gegn Brasilíu og EM framundan

Það er aftur kominn leikdagur! Í þetta skipti er það vináttuleikur hjá kvennalandsliðinu gegn Brasilíu. Það er nóg framundan hjá þessu glæsilega liði, lokakeppni EM í Hollandi hefst í júlí og þetta er mikilvægur liður í undirbúningnum fyrir mótið. Auk þess er þetta tilvalið tækifæri fyrir okkur stuðningsfólkið að mæta á völlinn og kveðja þær með stæl. Sendum þær vel peppaðar á EM, komaso!

Continue reading “A-landslið kvenna: leikur gegn Brasilíu og EM framundan”