Mótherjinn: Nígería

Það er kominn laugardagur og það þýðir að núna eru akkúrat 4 vikur í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Það er þegar kominn upphitunarpistill um Argentínu, sem Ísland mætir í fyrsta leiknum. Í dag eru hins vegar 34 dagar í að Ísland spili leik númer tvö á mótinu. Sá leikur verður gegn Nígeríu og það land er viðfangsefni þessa upphitunarpistils.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Mótherjinn: Nígería”

Mótherjinn: Argentína

Nú er þegar orðið ljóst hvaða leikmenn eru í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar, við fengum að vita það síðasta föstudag. Og í dag er akkúrat mánuður þar til Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM í fótbolta. Gæsahúð!

Til að stytta stundirnar fram að þessum stórviðburði ætlum við í podcastteymi Tólfunnar að skrifa nokkra upphitunarpistla sem munu birtast á nokkurra daga fresti fram að móti. Fyrst koma löndin sem eru með Íslandi í riðli, svo borgirnar þar sem leikir Íslands fara fram og að lokum vellirnir sem Ísland spilar á í mótinu. Vonum að þið hafið gaman af þessu.

Höfundur þessa pistils er Halldór Marteins.

Continue reading “Mótherjinn: Argentína”

Hópurinn sem fer til Rússlands

Nú er búið að gefa út hverjir eru í 23 manna hópi Íslands fyrir HM í Rússlandi í sumar. Þar með færist mótið nær okkur öllum og spennan verður enn meiri fyrir þessu frábæra sumri sem við eigum í vændum.

Tólfan mun, líkt og fyrir síðustu stórmót, koma með nokkra upphitunarpistla í aðdraganda mótsins sem verða vonandi bæði til gagns og gamans. Undirritaður (Halldór Marteins) verður ekki einn í þessum pistlaskrifum að þessu sinni heldur munu Árni Súperman og Ósi Kóngur líka skrifa pistla. Að auki stefnum við á að vera með upphitun í næstu Tólfupodcöstum.

En að hópnum sjálfum.

Continue reading “Hópurinn sem fer til Rússlands”

Leikdagur: Ísland – Kósóvó

Nú er komið að síðasta leiknum í þessari undankeppni og Ísland er fyrir hann í efsta sæti riðilsins. Held það sé allt í lagi að endurtaka þetta. Í riðli þar sem fjögur lið tóku þátt á síðasta stórmóti þá er íslenska liðið í efsta sæti og með örlögin í eigin höndum. Liðið er þegar búið að tryggja sér a.m.k. sæti í umspilsviðureign en hvers vegna ekki bara að tryggja sig beint á HM í Rússlandi?

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Kósóvó”

Leikdagur: Tyrkland – Ísland

Nú eru aðeins tveir leikir eftir hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer næsta sumar. Ísland er í 2. sæti eins og er eftir marga flottar frammistöður. Eftir 180 mínútur af fótbolta (plús uppbótartíma) vitum við hvort Ísland sé á leið til Rússlands, fari í umspil um sæti á HM eða sé úr leik. Allt getur gert en það er algjörlega í höndum okkar manna að tryggja sér í það minnsta umspilsviðureign.

Continue reading “Leikdagur: Tyrkland – Ísland”