Upphitun Tyrkland – Ísland

UPPHITUN

Hvað er í gangi?
A-landslið karla, undankeppni EM 2016
10. og síðasti leikurinn í A-riðli
Tyrkland – Ísland
13. október 2015, kl. 18:45

Völlur: Konya Büyükşehir Torku Arena
Nýr völlur, var opnaður í september 2014. Tekur 42.276 manns í sæti. Er heimavöllur Konyaspor sem spilar í tyrknesku Süper Lig, efstu deildinni. Tyrkneska landsliðið hefur spilað síðustu tvo landsleiki á þessum velli eftir að hafa áður spilað í Istanbúl.

Dómari: Gianluca Rocchi (frá Ítalíu)

Skybet-stuðlarnir
Tyrkland vinnur: 1/2
Jafntefli: 3/1
Ísland vinnur: 6/1
Continue reading “Upphitun Tyrkland – Ísland”

Upphitun Ísland-Lettland

UPPHITUN
A-landslið karla
Undankeppni fyrir EM 2016
A-riðill, 9. leikur
Ísland – Lettland
10. október 2015, kl. 16:00

Laugardalsvöllur.
Í vesturstúkunni eru 6.300 sæti. Í austurstúkunni eru 3.500 sæti, þar á meðal Tólfuhólfið. Samtals geta því 9.800 manns mætt á völlinn. Metfjöldi áhorfenda á leik í Laugardalnum er þó 20.204 sem sáu leik Íslands gegn Ítalíu 18. ágúst 2004.

Dómari: Aleksei Eskov (frá Rússlandi)

Lengjustuðlarnir
Íslenskur sigur: 1,40
Jafntefli: 3,30
Lettneskur sigur: 4,90
Continue reading “Upphitun Ísland-Lettland”

Hollandsferð, Laugardalsvöllur og fögnuður

Á fimmtudaginn fór ég ásamt vinum og kunningjum í tólfunni í helgarferð til Hollands á leikinn! Markalaust í hálfleik sem varð síðan sigur “VALLA” 3 punktar!
Hollensku vallarverðirnir reyndu allt hvað þeir gátu að dempa möguleika okkar á að hafa hátt og hvetja með því að meina okkur aðgang inn með trommufætur og standa, þeir tóku standana en gátu ekkert stoppað okkur því við Joey héldum trommunum uppi einhvern megin með hjálp tólfufagmanna. 3-4.000 Íslendingar sýndu 50.000 Hollendingum hvernig á að gera þetta!
Á heimferð var síðan tekin smá krókaleið á Ölver og Laugardalsvöll þar sem íslenska liðið reyndi hvað þeir gátu að komast í gegnum rútu kasaka sem þeir lögðu fyrir markið… Niðurstaðan sú að Ísland er komið á EM þegar 2 leikir eru eftir (hvaeraðfrellameðþað)!

Þegar kvölda tók á spilaði ég á íslenska barnum sem endaði í fjöldasöng þar sem ég var að leiða verðandi tólfur og fékk heimsókn frá landsliðspungunum Gunnleifi, Alfreð, Óla og Ara þar sem Gunnleifur og Óli rifu í smá chant og söng! Þvílík stemning sem var þar og eins gott að ég sé búinn að hlusta og læra af Drumsen!!!

Ég vil þakka öllum fyrir sem fóru út og öskruðu, klöppuðu, stöppuðu og sungu úr sér líftóruna og sérstakar þakkir fær Árni Þór Gunnarsson fyrir að leiða Ölver… lengi lifi tólfan og takk fyrir mig!

Ísland – Tékkland

Jæja elsku tólfubræður og systur, nú fer svo sannarlega að styttast í einn stærsta leik sögunnar hjá íslenska landsliðinu. Ísland – Tékkland fer fram næstkomandi föstudag, 12.júní á Laugardalsvelli, leikurinn er auðvitað uppgjör toppliðanna í A-riðli og getur sigurliðið nánast farið að pakka fyrir ferð til Frakklands fyrir Evrópumótið sjálft. Tékkar eru efstir með 13 stig á meðan Ísland er í öðru sæti með 12 stig.
Ég ætla ekki einu sinni að spyrja hér hvort allir séu tilbúnir, það er óþarfi. Þegar þessi pistill er skrifaður er rúm vika í leikinn. Það sést hins vegar mæta vel á t.d Facebook að það eru allir tilbúnir í þennan leik og mikil umræða komin af stað og menn fáranlega spenntir og skiljanlega.

Stemningin á Laugardalsvelli verður einfaldlega tekin á næsta stig. Við ætlum að ná hæðum sem við höfum ekki náð áður og ætlum við öll að leggjast á eitt til að búa til svöðulega stemningu, söngva og læti sem seint verður toppuð. Allir sem einn, við ætlum að gefa okkur 150% í þetta, allan leikinn. Við vitum að leikmennirnir gera það sama, fyrir Ísland og fyrir okkur, Tólfuna.

En aðeins að staðreyndum um leikinn. Einu stigin sem Ísland hefur misst af í keppninni til þessa var einmitt gegn Tékklandi í Plzen og er tékkneska liðið jafnframt það eina sem hefur náð að skora gegn strákunum okkar. Það er hins vegar alveg á hreinu að á góðum degi getur liðið okkar unnið hvaða lið sem er og þar á meðal auðvitað Tékkana. Tékkar misstigu sig gegn Lettum í síðasta leik og eins og flestir muna, fóru Íslendingar nokkuð létt með þá á útivelli og sigruðu 0-3.

Það er ekki hægt að neita því að Tékkar unnu verðskuldaðan sigur í Tékklandi. Þeir fengu fleiri færi og opnuðu vörnina eins og fá lið hafa gert síðustu ár. Leiknum verður hins vegar minnst fyrir stórkostlega stemningu og frábæra mætingu íslenskra stuðningsmanna þannig að varla annað eins hefur sést á útileik hjá liðinu.

Ef við skoðum þetta tékkneska lið aðeins þá sjáum við að þeir eru með hörku mannskap. Við skulum líta á þá helstu.
Petr Chech: Þennan mann þarf ekki að kynna fyrir fólki sem hefur fylgst með ensku úrvalsdeildinni síðustu ár en hann var aðalmarkmaður Chelsea um árabil og einn allra besti markmaður Evrópu á sínum degi. Það gæti hins vegar unnið með okkur að hann hefur ekki spilað mjög mikið síðasta ár og virtist hann einmitt nokkuð ryðgaður gegn Íslandi í fyrri leik liðanna.
Michal Kadlec: Kadlec er kletturinn í vörn Tékkana, hann er góður í loftinu og mjög klókur, bæði í tæklingum sem og að komast inn í sendingar. Framherjarnir okkar verða að eiga góðan leik til að komast framhjá Kadlec.
Tomáš Rosický: Annar maður sem þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum enskrar knattspyrnu. Rosický hefur spilað með Arsenal síðustu níu tímabil. Hann er fyrirliði landsliðsins og heilinn í sóknarleik þeirra. Hann gefur frábærar sendingar og er með virkilega góð skot sé hann í stuði. Ísland þarf að gera það sem Tékkar gerðu við Gylfa Sigurðsson í fyrri leiknum og gjörsamlega loka á hann.
Jaroslav Plašil: Nokkurn vegin Aron Einar þeirra Tékkana. Plašil gefur aldrei neitt eftir. Hann er mjög góður miðjumaður sem þarf að varast. Hann er einnig með mörk í sérflokki og þarf passa að hann komist ekki í færi. Plašil er gríðarlega reynslumikill og hefur leikið á nokkrum stórmótum með Tékkunum ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Monaco um árið.
David Lafata: Helsti sóknarmaður Tékka. Lafata er markahæsti maðurinn í sögu tékknesku úrvalsdeildarinnar. Hann er markahrókur eins og þeir gerast bestir og þurfa varnarmenn Íslands að eiga góðan leik til að halda honum niðri. Hann hefur ekki skorað neitt rosalega mikið með landsliðinu en hann hefur verið gríðarlega duglegur með félagsliðum sínum í gegnum tíðina.

Líkleg byrjunarlið:

Ísland:

isl-cze-island

Tékkland:

isl-cze-tekkland

Nokkrir fróðleiksmolar:

• Liðin hafa mæst alls níu sinnum áður. Tékkar hafa unnið sjö, einu sinni hafa liðin gert jafntefli og Ísland hefur unnið einn leik.
• Atli Eðvaldsson þjálfaði Ísland er þeir unnu Tékka í eina skiptið. Það var í undankeppni HM, 1.september 2001. Þá skoraði Eyjólfur Sverrisson tvö mörk á meðan Andri Sigþórsson skoraði eitt.
• Ísland hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð á heimavelli í keppnisleikjum, þeir hafa unnið fjóra, gert eitt jafntefli og hafa ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum leikjum á Laugardalsvelli.
• Tékkar eru eitt af 11 liðum sem hafa ekki ennþá tapað í undankeppninni. Hin liðin eru Belgía, Wales, Slóvakía, Pólland, England, Rúmenía, Austurríki, Svíþjóð, Króatía og Ítalía.
• Tékkar hafa unnið fjóra af síðustu fimm útileikjum sínum.
• Petr Cech og Eiður Smári voru liðsfélagar hjá Chelsea frá 2004 til 2006.
• Íslensk og tékknesk félagslið hafa alls mæst tíu sinnum í Evrópuleikjum. Tékknesku liðin hafa unnið átta og tvisvar hafa lið gert jafntefli í þessum viðureignum.

Leikir Íslands til þessa: Ísland-Tyrkland 3-0, Lettland-Ísland 0-3, Ísland-Holland 2-0, Tékkland-Ísland 2-1, Kasakstan-Ísland 0-3.

Leikir Tékklands til þessa: Tékkland-Holland 2-1, Tyrkland-Tékkland 1-2, Kasakstan-Tékkland 2-4, Tékkland-Ísland 2-1, Tékkland-Lettland 1-1.

Dömur mínar og herrar, mætum dýrvitlaus á Laugardalsvöll 12. Júní 2015 og styðjum strákana fram í rauðan dauðan. Þetta verður ROSALEGT..

ÁFRAM Ísland og lengi lifi Tólfan.