Hópurinn sem fer til Rússlands

Nú er búið að gefa út hverjir eru í 23 manna hópi Íslands fyrir HM í Rússlandi í sumar. Þar með færist mótið nær okkur öllum og spennan verður enn meiri fyrir þessu frábæra sumri sem við eigum í vændum.

Tólfan mun, líkt og fyrir síðustu stórmót, koma með nokkra upphitunarpistla í aðdraganda mótsins sem verða vonandi bæði til gagns og gamans. Undirritaður (Halldór Marteins) verður ekki einn í þessum pistlaskrifum að þessu sinni heldur munu Árni Súperman og Ósi Kóngur líka skrifa pistla. Að auki stefnum við á að vera með upphitun í næstu Tólfupodcöstum.

En að hópnum sjálfum.

Continue reading “Hópurinn sem fer til Rússlands”

Leikdagur: Færeyjar – Ísland

A-landslið kvenna vann á föstudaginn mjög góðan útisigur á Slóveníu. Sá sigur kom liðinu tímabundið í efsta sæti 5. riðils í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi á næsta ári. Þjóðverjar náðu efsta sætinu svo með sigri á Tékkum á laugardag en þær þýsku hafa spilað einum leik meira en Ísland. Þjóðverjar spila svo í dag í Slóveníu og verður þeim leik lokið áður en leikurinn hefst í Færeyjum. Það stefnir í hörku baráttu um efsta sætið í riðlinum og mikilvægt að taka alla leiki alvarlega.

Continue reading “Leikdagur: Færeyjar – Ísland”

Tólfan og Ísland í dag

Vorið er komið, sumarið er á næsta leyti og ilmurinn af iðagrænum knattspyrnuvöllum er farinn að fylla loftið. Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi hjá okkur og okkar fólki þessa dagana, tilvalið að taka létta yfirferð yfir það helsta sem hefur verið að gerast síðustu daga.

Fyrst ber að nefna stórgóðan útisigur hjá kvennalandsliðinu okkar gegn Slóvenum í undankeppni HM. Gunnhildur Yrsa, sem hefur byrjað frábærlega með Utah Royals í Bandaríkjunum, kom liðinu á bragðið áður en reynsluboltinn Rakel Hönnudóttir kláraði dæmið. Ísland er þar með komið með 10 stig eftir 4 umferðir og á enn 3 heimaleiki eftir.

En það var fleira um að vera.

Continue reading “Tólfan og Ísland í dag”

Nýja treyjan og samstarf við Errea

Nýja landsliðstreyja íslensku fótboltalandsliðanna var kynnt í dag. Við sama tilefni var opinberað samstarf hjá Tólfunni og Errea. Tólfum stendur til boða að kaupa sér landsliðstreyju í gegnum vefverslun Errea og láta merkja hana með nafni án aukakostnaðar.

Við reiknum með að treyjurnar fari í sölu á vefversluninni á morgun.

Áfram Ísland!

Leikdagur: Tékkland – Ísland

Eftir gjörsamlega stórkostlegan leik í Þýskalandi, þar sem íslenska liðið yfirspilaði gríðarlega sterkt, þýskt landslið, er komið að seinni leiknum í þessari törn. Aftur er það útileikur, í þetta skipti er það hins vegar Tékkland. Þrátt fyrir góðan leik á föstudaginn þá þýðir ekkert að fara fram úr sér, þetta tékkneska lið getur alveg líka verið erfitt. En Ísland er svo sannarlega búið að koma sér í góða stöðu í riðlinum.

Continue reading “Leikdagur: Tékkland – Ísland”