003 – Páskaþáttur og fullt af fótboltaleikjum

Páskarnir voru reyndar um daginn en það má alveg henda samt í páskaþátt.

A-landslið kvenna spilaði 2 leiki í undankeppni HM. A-landslið karla spilaði 2 vináttuleiki. U21-karla spilaði vináttuleik og leik í undankeppni EM.

Við auglýsum líka eftir HM-hóp hlustenda, sendið ykkar hóp á [email protected]

Svo ræddum við nýja stuðningsmannahringa frá Jóni og Óskari, Tólfutreyjurnar og alls konar fleira.

Þátttakendur þessa vikuna voru Halldór, Árni og Ósi.

Hér er hægt að panta Tólfutreyju.

Hér er hægt að skoða tvöfalda stuðningsmannahringinn. Hér er sá einfaldi.

Special thanks to our friends in the Tartan Specials for allowing us to use their recording for our intro.

MP3 niðurhal: 3. þáttur

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn.

Leikdagur: Færeyjar – Ísland

A-landslið kvenna vann á föstudaginn mjög góðan útisigur á Slóveníu. Sá sigur kom liðinu tímabundið í efsta sæti 5. riðils í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi á næsta ári. Þjóðverjar náðu efsta sætinu svo með sigri á Tékkum á laugardag en þær þýsku hafa spilað einum leik meira en Ísland. Þjóðverjar spila svo í dag í Slóveníu og verður þeim leik lokið áður en leikurinn hefst í Færeyjum. Það stefnir í hörku baráttu um efsta sætið í riðlinum og mikilvægt að taka alla leiki alvarlega.

Continue reading “Leikdagur: Færeyjar – Ísland”

Tólfan og Ísland í dag

Vorið er komið, sumarið er á næsta leyti og ilmurinn af iðagrænum knattspyrnuvöllum er farinn að fylla loftið. Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi hjá okkur og okkar fólki þessa dagana, tilvalið að taka létta yfirferð yfir það helsta sem hefur verið að gerast síðustu daga.

Fyrst ber að nefna stórgóðan útisigur hjá kvennalandsliðinu okkar gegn Slóvenum í undankeppni HM. Gunnhildur Yrsa, sem hefur byrjað frábærlega með Utah Royals í Bandaríkjunum, kom liðinu á bragðið áður en reynsluboltinn Rakel Hönnudóttir kláraði dæmið. Ísland er þar með komið með 10 stig eftir 4 umferðir og á enn 3 heimaleiki eftir.

En það var fleira um að vera.

Continue reading “Tólfan og Ísland í dag”

002 – Ný treyja, Algarve og Bandaríkin

Í öðrum þættinum af podcasti Tólfunnar ræddum við um nýju landsliðstreyjuna, Algarvemótið hjá kvennalandsliðinu sem er nýlokið, vináttuleikina framundan í Bandaríkjunum hjá karlalandsliðinu og ýmislegt fleira. Meðal annars kviknaði hugmynd að nýju stuðningsmannalagi fyrir HM í sumar.

Þátttakendur í podcastinu að þessu sinni voru Halldór, Árni, Ósi, Birkir Ólafsson og Hilmar Jökull Stefánsson.

Við minnum á að þið getið sent okkur skilaboð í gegnum Facebooksíðu Tólfunnar, Twittersíðu Tólfunnar eða á [email protected]

Special thanks to our friends in the Tartan Specials for allowing us to use their recording for our intro.

MP3-niðurhal: 2. þáttur

Nýja treyjan og samstarf við Errea

Nýja landsliðstreyja íslensku fótboltalandsliðanna var kynnt í dag. Við sama tilefni var opinberað samstarf hjá Tólfunni og Errea. Tólfum stendur til boða að kaupa sér landsliðstreyju í gegnum vefverslun Errea og láta merkja hana með nafni án aukakostnaðar.

Við reiknum með að treyjurnar fari í sölu á vefversluninni á morgun.

Áfram Ísland!