Upphitunarpistill: Portúgal

Við í Tólfunni erum orðin alveg gríðarlega spennt fyrir EM í Frakklandi. Enda ekki annað hægt þar sem veislan sjálf, lúxushlaðborðið, gúrmei gúmmelaðið, byrjar eftir þrjár vikur. 3 vikur! Það er ekki neitt. Ég (Halldór Marteins) og Árni Súperman ætlum að henda í nokkra létta upphitunarpistla til að eftirvæntingafullt og yfirspennt stuðningsfólk hafi eitthvað smávegis að dunda sér við fram að móti.  Svo er aldrei að vita nema einhverjir fleiri Tólfusnillingar komi með hresst efni hingað inn, endilega fylgist með. Continue reading “Upphitunarpistill: Portúgal”

Úrdráttarpistill

Þegar kemur að því að setja saman draumariðil fyrir strákana okkar á EM 2016 er margt sem hægt er að huga að. Það er hægt að taka mismunandi vinkla á þessu öllu saman. Til dæmis er hægt að taka grunntilfinningu á þetta, hvaða lið væri skemmtilegt að fá með Íslandi í riðil. Ef það væri reglan þá hefði ég til dæmis hent í Írland og Norður-Írland sem óskamótherja, það er bara eitthvað svo heillandi tilhugsun við að taka gott fótboltastórmótsdjamm með írsku frændum okkar. En þar sem báðar þessar þjóðir eru með Íslandi í styrkleikaflokki þá gengur það ekki upp. Continue reading “Úrdráttarpistill”