Eftir virkilega flottan sigur á heimavelli í síðasta leik tekur við leikur á útivelli í Albaníu í 6. umferðinni. Það er ekki gefins en við treystum okkar mönnum til að fara þangað og gera okkur öll stolt af þeim, nú sem fyrr. Það eru þrjú lið í bullandi baráttu um efstu tvö sætin og við viljum vera með í þeirri baráttu áfram.
Continue reading “Leikdagur: Albanía – Ísland”Leikdagur: Ísland – Moldóva
Þá heldur undankeppnin fyrir EM 2020, EM alls staðar, loksins áfram. Hvílík gleði að fá nú gott landsleikjahlé með heimaleik hjá karlalandsliðinu okkar. Partý partý í Laugardalnum!
Leikdagur: Ísland – Slóvakía
Ísland er í efsta sæti F-riðils í undankeppninni fyrir EM 2021. Að vísu er bara einn leikur búinn í riðlinum en við þurfum ekkert að spá of mikið í það, toppsætið er okkar! Nú fáum við annan heimaleik og tækifæri til að negla almennilega niður fyrsta sætið áður en flest hin liðin í riðlinum hefja leik í undankeppninni. Um að gera að nýta það vel.
Leikdagur: Ísland – Ungverjaland
Ný undankeppni fyrir nýtt stórmót. Nú ætlum við á EM í vöggu knattspyrnunnar, Englandi. Kvennaknattspyrnan hefur verið í mikilli sókn hjá Englendingum síðustu ár og verður örugglega orðin enn stærri þegar lokamót EM 2021 hefst þar 11. júlí 2021. Væntanlega verður stemningin engu minni þegar mótinu lýkur með úrslitaleik á Wembley, þann 1. ágúst sama sumar. Hver elskar ekki að skella sér í góða fótboltaferð til Englands? Þangað viljum við í Tólfunni allavega fara. Ferðalagið þangað hefst með þessum leik.
Leikdagur: Ísland – Tyrkland
Við fengum góðan sigur í fyrsta heimaleik Íslands í þessari undankeppni, töfrabrögð frá Jóhanni Berg og þéttur varnarleikur tryggðu þessi mikilvægu þrjú stig og það er vonandi að strákarnir nái upp sömu baráttu og sama varnarleik í næsta leik. Andstæðingarnir þar koma með mikið sjálfstraust inn í leikinn eftir virkilega öflugan sigur á heimsmeisturunum. Þetta verður rosaleg barátta!