Það er alltaf hátíðarstund þegar íslensku landsliðin í fótbolta spila heimaleiki í júní. Núna erum við svo heppin að fá tvo júníheimaleiki og mikilvægir eru þeir! Það er dauðafæri á því að koma sér í alvöru baráttu um annað af tveimur efstu sætunum í riðlinum og þar með að komast á EM alls staðar á næsta ári. En að sama skapi væri hvert klúðrað stig á heimavelli rándýrt í þessari törn. Liðið þarf því á miklum og góðum stuðningi að halda í þessu verkefni. Við skorum því að sjálfsögðu á ykkur öll að mæta á báða leikina til að syngja vel og hvetja liðið.
Áfram Ísland!