{"id":1021,"date":"2016-09-19T23:25:36","date_gmt":"2016-09-19T23:25:36","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=1021"},"modified":"2018-05-08T16:30:28","modified_gmt":"2018-05-08T16:30:28","slug":"leikdagur-island-skotland","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-skotland\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – Skotland"},"content":{"rendered":"

K\u00e6ru \u00cdslendingar,<\/p>\n

til hamingju me\u00f0 daginn! Til hamingju me\u00f0 landsli\u00f0i\u00f0. Til hamingju me\u00f0 EM. \u00a0Til hamingju me\u00f0 afm\u00e6li\u00f0. Til hamingju!<\/p>\n

\"islandskotlandparty\"<\/a>
Smelli\u00f0 \u00e1 myndina til a\u00f0 kaupa mi\u00f0a<\/figcaption><\/figure>\n

<\/p>\n

Undankeppni Evr\u00f3pum\u00f3ts kvennalandsli\u00f0a \u00ed knattspyrnu 2017,
\n8. leikur. Lokaleikur. Afm\u00e6lisleikur.
\n\u00deri\u00f0judagurinn 20. september 2016,
\nklukkan 17:00.<\/p>\n

\u00cdsland – Skotland<\/strong><\/p>\n

V\u00f6llur: v\u00f6llurinn okkar allra, Laugardalsv\u00f6llurinn. \u00cd s\u00ed\u00f0asta leik m\u00e6ttu 6.037 og skemmtu s\u00e9r gr\u00ed\u00f0arlega vel. \u00dea\u00f0 var 610 \u00e1horfendum fr\u00e1 \u00e1horfendametinu. Kl\u00e1rum \u00fea\u00f0 \u00ed \u00feessum leik, kve\u00f0jum \u00feessa undankeppni me\u00f0 st\u00e6l.<\/p>\n

D\u00f3mari: Katalin Kulcs\u00e1r, ungversk<\/p>\n


\n

Afm\u00e6lish\u00e1t\u00ed\u00f0<\/h3>\n
\"blodrur\"
Afm\u00e6lisbl\u00f6\u00f0rur<\/figcaption><\/figure>\n

\u00deennan leik ber akk\u00farat upp \u00e1 afm\u00e6lisdag \u00edslenska kvennalandsli\u00f0sins. N\u00fa eru 35 \u00e1r fr\u00e1 fyrsta leik li\u00f0sins, s\u00e1 leikur var einmitt l\u00edka gegn Skotlandi. \u00deeir sem vilja kynna s\u00e9r betur a\u00f0dragandann a\u00f0 \u00feessum fyrsta leik geta sko\u00f0a\u00f0\u00a0\u00feennan afm\u00e6lispistil<\/a> sem kom \u00fat 8. september sl.<\/p>\n

\u00dea\u00f0 er \u00fev\u00ed \u00e6ri\u00f0 tilefni til a\u00f0 halda upp \u00e1 \u00feennan leik og m\u00e6ta \u00e1 v\u00f6llinn. \u00d6llum er bo\u00f0i\u00f0 \u00ed \u00feessa afm\u00e6lisveislu! Kostar ekki nema 2.500 kr\u00f3nur en \u00fea\u00f0 er fr\u00edtt fyrir 16 \u00e1ra og yngri. Komaso, skella s\u00e9r \u00e1 v\u00f6llinn! Best v\u00e6ri ef allir \u00e1horfendur g\u00e6tu m\u00e6tt bl\u00e1kl\u00e6ddir en \u00fea\u00f0 sleppur \u00fe\u00f3 alveg a\u00f0 m\u00e6ta \u00ed \u00f6\u00f0rum litum, allir \u00feurfa \u00fe\u00f3 a\u00f0 vera \u00ed stu\u00f0i og l\u00e1ta vel \u00ed s\u00e9r heyra. \u00deetta er l\u00edka miklu skemmtilegra \u00feannig.<\/p>\n


\n

\u00cdsland<\/h3>\n
\"Sj\u00e1umst
Sj\u00e1umst \u00e1 EM \u00ed Hollandi (mynd: Facebooks\u00ed\u00f0a KS\u00cd<\/a>)<\/figcaption><\/figure>\n

Landsli\u00f0s\u00fej\u00e1lfari: Freyr Alexandersson<\/p>\n

Fyrirli\u00f0i: Margr\u00e9t L\u00e1ra Vi\u00f0arsd\u00f3ttir<\/p>\n

Leikjah\u00e6st: Margr\u00e9t L\u00e1ra og D\u00f3ra Mar\u00eda L\u00e1rusd\u00f3ttir b\u00e6ttu b\u00e1\u00f0ar vi\u00f0 sig landsleik gegn Sl\u00f3ven\u00edu og eru komnar upp \u00ed 109 landsleiki. \u00de\u00e1 spila\u00f0i H\u00f3lmfr\u00ed\u00f0ur Magn\u00fasd\u00f3ttir 106. landsleik sinn \u00e1 ferlinum. En leikjah\u00e6st \u00ed s\u00f6gunni er sem fyrr Katr\u00edn J\u00f3nsd\u00f3ttir me\u00f0 132 landsleiki.<\/p>\n

Markah\u00e6st: Margr\u00e9t L\u00e1ra Vi\u00f0arsd\u00f3ttir var 16 \u00e1ra \u00feegar h\u00fan spila\u00f0i sinn fyrsta A-landsleik, 14. j\u00fan\u00ed 2003. H\u00fan kom inn \u00e1 v\u00f6llinn \u00e1 66. m\u00edn\u00fatu og \u00e1 70. m\u00edn\u00fatu skora\u00f0i h\u00fan sitt fyrsta landsli\u00f0smark. S\u00ed\u00f0an \u00fe\u00e1 hefur h\u00fan skora\u00f0 77 m\u00f6rk fyrir A-landsli\u00f0i\u00f0. \u00derisvar sinnum hefur h\u00fan skora\u00f0 4 m\u00f6rk \u00ed einum og sama leiknum. 4 af \u00feessum m\u00f6rkum hafa komi\u00f0 gegn Skotlandi.<\/p>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 16. s\u00e6ti
\nSta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista UEFA: 9. s\u00e6ti
\nGengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: S J S S T J S S S S
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: 35-5<\/p>\n

\"Mynd:
Mynd: Facebooks\u00ed\u00f0a KS\u00cd<\/a><\/figcaption><\/figure>\n
A\u00f0 halda hreinu<\/h5>\n

\u00cdslenska li\u00f0i\u00f0 getur n\u00e1\u00f0 \u00fev\u00ed magna\u00f0a afreki a\u00f0 halda hreinu \u00ed gegnum heila undankeppni ef \u00fea\u00f0 kl\u00e1rar \u00feennan leik \u00e1n \u00feess a\u00f0 f\u00e1 \u00e1 sig mark. \u00dea\u00f0 er ekki afrek sem gerist \u00e1 hverjum degi. Fr\u00e1 \u00fev\u00ed UEFA f\u00f3r a\u00f0 halda Evr\u00f3pukeppni kvennalandsli\u00f0a \u00e1ri\u00f0 1984 hafa 284 landsli\u00f0 teki\u00f0 \u00fe\u00e1tt \u00ed undankeppni m\u00f3tsins. Af \u00feeim hafa 14 li\u00f0 n\u00e1\u00f0 a\u00f0 fara \u00ed gegnum undankeppnina \u00e1n \u00feess a\u00f0 f\u00e1 \u00e1 sig mark.<\/p>\n

En \u00fea\u00f0 \u00fearf \u00fe\u00f3 a\u00f0 taka \u00fdmislegt me\u00f0 \u00ed reikninginn \u00feegar \u00fea\u00f0 er sko\u00f0a\u00f0. Li\u00f0in hafa \u00ed gegnum t\u00ed\u00f0ina spila misjafnlega marga leiki \u00ed undankeppnunum. Lengi vel var algengast a\u00f0 li\u00f0in \u00feyrftu a\u00f0 spila 4-6 leiki \u00ed undankeppnum. 5 af li\u00f0unum 14 sem n\u00e1\u00f0u a\u00f0 halda hreinu \u00feurftu \u00feannig a\u00f0eins a\u00f0 spila 4 leiki til a\u00f0 n\u00e1 \u00fev\u00ed. Og \u00ed undankeppninni fyrir EM 1993 \u00feurfti \u00de\u00fdskaland a\u00f0eins a\u00f0 spila einn leik \u00ed undankeppninni. \u00dej\u00f3\u00f0verjar voru \u00fe\u00e1 a\u00f0eins me\u00f0 einu landi \u00ed ri\u00f0li, J\u00fag\u00f3slav\u00edu. \u00dea\u00f0 var ekki alveg jafn gali\u00f0 og \u00fea\u00f0 hlj\u00f3mar \u00fev\u00ed \u00ed hinum 7 ri\u00f0lum undankeppninnar voru 3 li\u00f0 \u00ed hverjum ri\u00f0li. \u00dej\u00f3\u00f0verjar unnu fyrri leikinn \u00ed ri\u00f0linum, 3-0. Hinn leikurinn var svo aldrei spila\u00f0ur, enda var \u00feetta 1992 og UEFA var ekkert alltof hrifi\u00f0 af J\u00fag\u00f3slav\u00edu \u00e1 \u00feeim t\u00edmum.<\/p>\n

\u00cd 5 af skiptunum 14 \u00feurftu landsli\u00f0in a\u00f0 halda hreinu \u00ed 6 leikjum til a\u00f0 kl\u00e1ra undankeppnina \u00e1n \u00feess a\u00f0 f\u00e1 \u00e1 sig mark. A\u00f0eins tvisvar hafa li\u00f0 sem spilu\u00f0u 8 leiki, l\u00edkt og \u00cdsland gerir n\u00fana, n\u00e1\u00f0 a\u00f0 halda hreinu allan t\u00edmann. Landsli\u00f0 \u00cdtal\u00edu er svo einstakt a\u00f0 \u00fev\u00ed leyti a\u00f0 \u00fea\u00f0 n\u00e1\u00f0i a\u00f0 halda hreinu \u00ed \u00f6llum 10 leikjunum sem li\u00f0i\u00f0 spila\u00f0i \u00ed undankeppninni fyrir EM 2013.<\/p>\n

En \u00fea\u00f0 a\u00f0 halda hreinu hefur ekki alltaf skila\u00f0 li\u00f0unum \u00ed \u00farslitakeppnina. \u00cd undankeppninni fyrir EM 1995 voru England og Sp\u00e1nn saman \u00ed ri\u00f0li. B\u00e6\u00f0i li\u00f0 h\u00e9ldu hreinu \u00ed \u00f6llum 6 leikjum s\u00ednum \u00ed undankeppninni. \u00deau ger\u00f0u markalaus jafntefli \u00ed vi\u00f0ureignum s\u00ednum innbyr\u00f0is en Sp\u00e1nverjar ger\u00f0u auk \u00feess markalaust jafntefli vi\u00f0 Belg\u00edu og s\u00e1tu \u00fev\u00ed eftir \u00fear sem a\u00f0eins efsta li\u00f0 hvers ri\u00f0ils f\u00f3r \u00e1fram.<\/p>\n

Noregur er s\u00fa \u00fej\u00f3\u00f0 sem oftast hefur n\u00e1\u00f0 \u00feessu, alls fj\u00f3rum sinnum. Eftir sl\u00edkan \u00e1rangur f\u00e9ll Noregur tvisvar \u00far leik \u00ed undan\u00farslitum, enda\u00f0i einu sinni \u00ed 2. s\u00e6ti og vann EM \u00ed eitt skipti\u00f0. \u00de\u00fdskaland hefur n\u00e6st oftast n\u00e1\u00f0 \u00feessum \u00e1rangri, \u00ferisvar sinnum. En au\u00f0vita\u00f0 var \u00ed einu\u00a0\u00feeirra skipta n\u00f3g a\u00f0 halda hreinu \u00ed einum leik. Eftir sl\u00edkan \u00e1rangur vann \u00de\u00fdskaland m\u00f3ti\u00f0 \u00ed 2 skipti og enda\u00f0i \u00ed 4. s\u00e6ti \u00feegar \u00fea\u00f0 spila\u00f0i a\u00f0eins 1 leik \u00ed undankeppninni.<\/p>\n

Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0 og Holland hafa b\u00e6\u00f0i n\u00e1\u00f0 \u00feessu tvisvar sinnum. England, Sp\u00e1nn og \u00cdtal\u00eda hafa s\u00ed\u00f0an n\u00e1\u00f0 \u00feessu einu sinni hver \u00fej\u00f3\u00f0. \u00deetta er \u00fev\u00ed f\u00e9lagsskapurinn sem \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 getur komist \u00ed. \u00de\u00fdskaland g\u00e6ti komist upp a\u00f0 hli\u00f0 Noregs ef \u00fea\u00f0 n\u00e6r a\u00f0 halda hreinu \u00ed s\u00ednum lokaleik og Frakkland getur b\u00e6st vi\u00f0 \u00ed h\u00f3pinn me\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 n\u00e1 \u00feessu \u00ed fyrsta skipti ef \u00fe\u00e6r fr\u00f6nsku f\u00e1 ekki \u00e1 sig mark \u00ed s\u00ednum lokaleik.<\/p>\n

\"Gu\u00f0bj\u00f6rg
Gu\u00f0bj\u00f6rg Gunnarsd\u00f3ttir og f\u00e9lagar hafa loka\u00f0 \u00e1 allt \u00ed undankeppninni til \u00feessa (mynd: F\u00f3tbolti.net – Ragnhei\u00f0ur \u00c1g\u00fasta<\/a>)<\/figcaption><\/figure>\n
A\u00f0 skora m\u00f6rk<\/h5>\n

\u00cdslensku stelpurnar okkar hafa ekki bara veri\u00f0 flottar \u00ed v\u00f6rninni \u00ed undankeppninni til \u00feessa heldur hafa \u00fe\u00e6r s\u00fdnt gr\u00ed\u00f0arlega flotta takta \u00ed s\u00f3kninni. Fyrir lokaleikinn er \u00cdsland \u00ed 3. s\u00e6ti yfir markah\u00e6stu li\u00f0in \u00ed undankeppninni, me\u00f0 33 m\u00f6rk \u00ed 7 leikjum (4,71 mark a\u00f0 me\u00f0altali \u00ed leik). A\u00f0eins Evr\u00f3pu- og \u00d3lymp\u00edumeistarar \u00dej\u00f3\u00f0verjar og Sp\u00e1nverjar eru me\u00f0 fleiri m\u00f6rk, \u00feau hafa b\u00e6\u00f0i skora\u00f0 34 m\u00f6rk \u00ed 7 leikjum (4,86 m\u00f6rk pr. leik).<\/p>\n

\u00cd s\u00ed\u00f0asta leik Noregs skora\u00f0i framherjinn Ada Hegerberg \u00ferennu sem ger\u00f0i \u00fea\u00f0 a\u00f0 verkum a\u00f0 h\u00fan f\u00f3r upp a\u00f0 hli\u00f0 H\u00f6rpu \u00deorsteinsd\u00f3ttur me\u00f0 10 m\u00f6rk \u00ed undankeppninni. \u00de\u00e6r tv\u00e6r eru markah\u00e6star en hafa b\u00e1\u00f0ar loki\u00f0 keppni. 2 leikmenn hafa skora\u00f0 8 m\u00f6rk og \u00fear \u00e1 eftir koma 5 leikmenn me\u00f0 7 m\u00f6rk. \u00c1 me\u00f0al \u00feeirra leikmanna sem hafa skora\u00f0 7 m\u00f6rk er Dagn\u00fd Brynjarsd\u00f3ttir.<\/p>\n

\"Dagn\u00fd
Dagn\u00fd Brynjarsd\u00f3ttir (mynd: V\u00edsir.is – Anton Brink<\/a>)<\/figcaption><\/figure>\n

\u00dea\u00f0 er mj\u00f6g erfitt a\u00f0 \u00e6tla a\u00f0 taka einn leikmenn \u00far \u00feessu \u00edslenska li\u00f0i til a\u00f0 tala um s\u00f3knarleik. Einn helsti styrkleiki \u00edslenska li\u00f0sins er einmitt hva\u00f0 li\u00f0sheildin er svakalega flott \u00ed alla sta\u00f0i. Li\u00f0i\u00f0 er mj\u00f6g vel samh\u00e6ft, \u00feekkja hver a\u00f0ra \u00fat og inn og eru snjallar knattspyrnukonur allar me\u00f0 t\u00f6lu.<\/p>\n

Dagn\u00fd Brynjarsd\u00f3ttir hefur me\u00f0 s\u00e9r \u00e1 mi\u00f0junni \u00fe\u00e6r S\u00f6ru Bj\u00f6rk og Margr\u00e9ti L\u00e1ru, tvo leikmenn \u00ed algj\u00f6rum heimsklassa. Dagn\u00fd er \u00fea\u00f0 au\u00f0vita\u00f0 l\u00edka og vir\u00f0ist fara vaxandi me\u00f0 hverjum leiknum sem l\u00ed\u00f0ur. H\u00fan hefur skora\u00f0 19 m\u00f6rk \u00ed 65 landsleikjum, \u00fear af hafa 10 markanna komi\u00f0 \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 18 leikjum. H\u00fan er afskaplega \u00fatsj\u00f3narsamur leikma\u00f0ur og dugleg a\u00f0 koma me\u00f0 h\u00e6ttuleg hlaup inn \u00ed teig. \u00dea\u00f0 \u00ed bland vi\u00f0 \u00fe\u00e1 sta\u00f0reynd a\u00f0 \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 \u00e1 flotta kantmenn og bakver\u00f0i sem geta komi\u00f0 me\u00f0 h\u00e6ttulegar fyrirgjafir hefur skila\u00f0 \u00f3f\u00e1um m\u00f6rkum, Dagn\u00fd er dugleg a\u00f0 n\u00fdta s\u00e9r s\u00edna 180 sent\u00edmetra \u00ed a\u00f0 skalla boltann \u00ed marki\u00f0.<\/p>\n

H\u00fan var n\u00e1l\u00e6gt \u00fev\u00ed a\u00f0 n\u00e1 \u00ferennu \u00ed s\u00ed\u00f0asta leik. \u00dea\u00f0 k\u00e6mi \u00fev\u00ed alls ekki \u00e1 \u00f3vart \u00fe\u00f3tt h\u00fan myndi l\u00edka setja mark e\u00f0a m\u00f6rk gegn Skotlandi.<\/p>\n


\n

Skotland<\/h3>\n
\"Skotland
Skotland fagnar marki gegn Hv\u00edta-R\u00fasslandi (mynd: skoska knattspyrnusambandi\u00f0<\/a>)<\/figcaption><\/figure>\n

Landsli\u00f0s\u00fej\u00e1lfari: Anna Signeu<\/p>\n

Fyrirli\u00f0i: Gemma Fay<\/p>\n

Leikjah\u00e6st: Markv\u00f6r\u00f0urinn og fyrirli\u00f0inn Gemma Fay spila\u00f0i sinn fyrsta landsleik 16 \u00e1ra g\u00f6mul. H\u00fan haf\u00f0i spila\u00f0 23 landsleiki \u00e1\u00f0ur en h\u00fan var\u00f0 19 \u00e1ra. H\u00fan er n\u00fa komin me\u00f0 191 landsleik fyrir Skotland. \u00dea\u00f0 er alveg \u00e1g\u00e6tt!<\/p>\n

Markah\u00e6st: Framherjinn Julie Fleeting hefur skora\u00f0 116 m\u00f6rk \u00ed 121 landsleik fyrir Skotland. H\u00fan hefur \u00fe\u00f3 ekki spila\u00f0 landsleik s\u00ed\u00f0an \u00ed febr\u00faar 2015 og g\u00e6ti hafa spila\u00f0 sinn s\u00ed\u00f0asta. Af \u00feeim leikm\u00f6nnum sem eru \u00ed h\u00f3pnum sem m\u00e6tir \u00cdslandi er Jane Ross markah\u00e6st, me\u00f0 44 m\u00f6rk \u00ed 94 leikjum.<\/p>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 21. s\u00e6ti
\nSta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista UEFA: 14. s\u00e6ti
\nGengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: T S S S S T J S T S
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: 29-17<\/p>\n

Mi\u00f0juma\u00f0urinn Kim Little er \u00ed 2.-4. s\u00e6ti \u00e1 listanum yfir sto\u00f0sendingah\u00e6stu leikmennina \u00ed undankeppninni. H\u00fan hefur gefi\u00f0 sj\u00f6 sl\u00edkar \u00ed sj\u00f6 leikjum. Auk \u00feess hefur h\u00fan skora\u00f0 5 m\u00f6rk sj\u00e1lf og er \u00ed 3. s\u00e6ti yfir markah\u00e6stu leikmenn Skotlands. H\u00fan ver\u00f0ur \u00fe\u00f3 ekki me\u00f0 \u00ed leiknum gegn \u00cdslandi og munar \u00fear ansi miklu fyrir Skotana. H\u00fan haf\u00f0i spila\u00f0 hverja einustu m\u00edn\u00fatu \u00ed undankeppninni til \u00feessa, a\u00f0eins h\u00fan og Gemma Fay \u00ed markinu h\u00f6f\u00f0u gert \u00fea\u00f0. A\u00f0 auki er varnarma\u00f0urinn Ifeoma Dieke ekki me\u00f0 en h\u00fan \u00e1 111 landsleiki a\u00f0 baki fyrir skoska li\u00f0i\u00f0, \u00fear af 5 \u00ed \u00feessari undankeppni.<\/p>\n

En \u00fe\u00e6r eiga n\u00fa alveg h\u00e6ttulega leikmenn fyrir utan \u00feessar tv\u00e6r. Framherjinn Jane Ross er \u00feannig \u00ed 3.-4. s\u00e6ti yfir markah\u00e6stu leikmenn undankeppninnar, me\u00f0 8 m\u00f6rk. Ross er auk \u00feess\u00a0\u00ed 7.-9. s\u00e6ti yfir flestar sto\u00f0sendingar, me\u00f0 5 stykki. \u00dea\u00f0 er alveg lj\u00f3st a\u00f0 \u00fea\u00f0 \u00fearf a\u00f0 passa vel upp \u00e1 Jane Ross.<\/p>\n

Ross er \u00fe\u00f3 ekki sto\u00f0sendingah\u00e6st \u00feeirra leikmanna sem eru \u00ed skoska h\u00f3pnum. Hayley Lauder er me\u00f0 6 sto\u00f0sendingar og 1 mark en h\u00fan getur b\u00e6\u00f0i spila\u00f0 \u00e1 vinstri kantinum og frammi \u00ed s\u00f3kninni.<\/p>\n


\n

Vi\u00f0ureignin<\/h3>\n

\u00deetta ver\u00f0ur \u00ed 10. skipti sem \u00feessar \u00fej\u00f3\u00f0ir m\u00e6tast \u00ed A-landsleik kvenna. Fyrsti leikurinn var, eins og \u00e1\u00f0ur hefur veri\u00f0 sagt, fyrsti leikurinn. Hj\u00e1 \u00cdslandi. \u00dea\u00f0 var n\u00fa 28. leikurinn hj\u00e1 Skotlandi. Hann f\u00f3r fram 20. september 1981 og enda\u00f0i 3-2 fyrir Skotland. Merkilegt nokk \u00fe\u00e1 tapa\u00f0i Skotland einnig s\u00ednum fyrsta landsleik me\u00f0 s\u00f6mu markat\u00f6lu, gegn Englandi \u00ed n\u00f3vember 1972.<\/p>\n

\u00cd undankeppninni fyrir EM 1993 lentu \u00fej\u00f3\u00f0irnar saman \u00ed ri\u00f0li \u00e1samt Englandi. Fyrri leikurinn f\u00f3r fram \u00ed Skotlandi \u00ed ma\u00ed 1992 og enda\u00f0i 0-0. M\u00e1nu\u00f0i s\u00ed\u00f0ar m\u00e6ttust li\u00f0in aftur, \u00ed \u00feetta skipti\u00f0 \u00e1 Akranesi. \u00cdsland vann \u00feann leik, 2-1. Seinna mark \u00cdslands skora\u00f0i \u00c1sta B. Gunnlaugsd\u00f3ttir en h\u00fan haf\u00f0i einmitt l\u00edka skora\u00f0 seinna mark \u00cdslands \u00ed fyrsta leiknum, 11 \u00e1rum fyrr. England vann alla s\u00edna leiki og f\u00f3r \u00e1fram, \u00cdsland enda\u00f0i \u00ed 2. s\u00e6ti og Skotland rak lestina.<\/p>\n

\u00deeir 5 leikir sem li\u00f0in spilu\u00f0u svo fr\u00e1 undankeppni EM ’93 fram a\u00f0 undankeppni EM ’17 voru allt vin\u00e1ttuleikir. \u00cd ma\u00ed 1994 vann \u00cdsland 4-1 og \u00ed mars 2004 vann \u00cdsland 5-1 \u00ed Egilsh\u00f6llinni \u00fear sem Margr\u00e9t L\u00e1ra skora\u00f0i \u00ferennu, \u00c1sthildur Helgad\u00f3ttir eitt mark og D\u00f3ra Mar\u00eda L\u00e1rusd\u00f3ttir eitt. D\u00f3ra Mar\u00eda skora\u00f0i svo b\u00e6\u00f0i m\u00f6rkin \u00ed 2-0 sigri \u00cdslands \u00ed ma\u00ed 2005. Li\u00f0in ger\u00f0u 1-1 jafntefli \u00ed Skotlandi \u00ed \u00e1g\u00fast 2012. \u00c1ri s\u00ed\u00f0ar, \u00ed j\u00fan\u00ed 2013, spilu\u00f0u \u00feessi li\u00f0 svo fyrsta leik sinn \u00e1 Laugardalsvellinum. Skotland vann \u00feann leik, 3-2. Sara Bj\u00f6rk Gunnarsd\u00f3ttir og H\u00f3lmfr\u00ed\u00f0ur Magn\u00fasd\u00f3ttir skoru\u00f0u m\u00f6rk \u00cdslands \u00ed \u00feessum leik. Flestar af \u00feeim sem spilu\u00f0u \u00feann leik eru enn \u00ed h\u00f3p \u00edslenska li\u00f0sins.<\/p>\n

S\u00ed\u00f0asti leikur milli \u00feessara li\u00f0a var svo fyrri leikurinn \u00ed \u00feessari undankeppni, \u00feegar \u00cdsland vann Skotland \u00e1 \u00fativelli me\u00f0 4 m\u00f6rkum gegn engu. S\u00e1 leikur var gj\u00f6rsamlega fr\u00e1b\u00e6r hj\u00e1 \u00edslenska li\u00f0inu. Hallbera G\u00edslad\u00f3ttir, Harpa \u00deorsteins, Gunnhildur Yrsa og Margr\u00e9t L\u00e1ra skoru\u00f0u m\u00f6rk \u00cdslands. Kim Little var s\u00ed\u00f0an svo huguls\u00f6m a\u00f0 kl\u00fa\u00f0ra v\u00edti alveg \u00ed lokin svo \u00cdsland g\u00e6ti haldi\u00f0 \u00e1fram a\u00f0 halda hreinu.<\/p>\n

Af \u00feessum 9 leikjum hefur \u00cdsland \u00fev\u00ed unni\u00f0 5. Skotland hefur unni\u00f0 2 leiki (b\u00e1\u00f0a 3-2) og 2 hafa enda\u00f0 me\u00f0 jafntefli. Markatalan \u00ed \u00feessum leikjum er 22-10 fyrir \u00cdsland.<\/p>\n


\n

D\u00f3marahorni\u00f0<\/h3>\n
\"Katalin
Katalin Kulcs\u00e1r d\u00e6mir leikinn (mynd: Martin Rose\/Getty Images Europe)<\/figcaption><\/figure>\n

Katalin Anna Kulcs\u00e1r er 31 \u00e1rs g\u00f6mul, f\u00e6dd 7. desember 1984 \u00ed borginni\u00a0Gy?r \u00ed nor\u00f0vesturhluta Ungverjalands. \u00a0H\u00fan hefur veri\u00f0 al\u00fej\u00f3\u00f0legur FIFA-d\u00f3mari fr\u00e1 \u00e1rinu 2004 og\u00a0fr\u00e1 \u00e1rinu 2011 hefur h\u00fan d\u00e6mt \u00ed efstu deild b\u00e6\u00f0i karla og kvenna \u00ed Ungverjalandi.<\/p>\n

H\u00fan d\u00e6mdi sinn fyrsta landsleik \u00ed september 2004, h\u00fan d\u00e6mdi \u00farslitaleikinn \u00ed EM U17 \u00e1ri\u00f0 2009 og hefur d\u00e6mt \u00e1 lokam\u00f3tum st\u00f3rm\u00f3ta hj\u00e1 A-landsli\u00f0um. N\u00fana \u00ed vor d\u00e6mdi h\u00fan \u00farslitaleik meistaradeildar Evr\u00f3pu \u00ed kvennadeildinni, milli Wolfsburg og Lyon.<\/p>\n

Kulcs\u00e1r er mennta\u00f0ur hagfr\u00e6\u00f0ingur og starfar sem sl\u00edkur milli \u00feess sem h\u00fan d\u00e6mir st\u00f3rleiki.<\/p>\n

A\u00f0sto\u00f0ard\u00f3marar \u00ed leiknum ver\u00f0a \u00fe\u00e6r Andrea Hima og Katalin T\u00f6r\u00f6k, \u00fe\u00e6r eru einnig fr\u00e1 Ungverjalandi. Fj\u00f3r\u00f0i d\u00f3marinn ver\u00f0ur R\u00fana Stef\u00e1nsd\u00f3ttir.<\/p>\n


\n

M\u00e6ti\u00f0 \u00e1 v\u00f6llinn. Syngi\u00f0, klappi\u00f0, h\u00fah-i\u00f0, \u00f6skri\u00f0, hl\u00e6i\u00f0 og skemmti\u00f0 ykkur. Svo sj\u00e1umst vi\u00f0 \u00ed Hollandi eftir t\u00e6plega \u00e1r!<\/p>\n


\n

 <\/p>\n","protected":false},"excerpt":{"rendered":"

K\u00e6ru \u00cdslendingar, til hamingju me\u00f0 daginn! Til hamingju me\u00f0 landsli\u00f0i\u00f0. Til hamingju me\u00f0 EM. \u00a0Til hamingju me\u00f0 afm\u00e6li\u00f0. Til hamingju!<\/p>\n","protected":false},"author":8,"featured_media":1030,"comment_status":"closed","ping_status":"open","sticky":false,"template":"","format":"standard","meta":{"footnotes":"","twitterCardType":"","cardImageID":0,"cardImage":"","cardTitle":"","cardDesc":"","cardImageAlt":"","cardPlayer":"","cardPlayerWidth":0,"cardPlayerHeight":0,"cardPlayerStream":"","cardPlayerCodec":""},"categories":[39,10,6,83],"tags":[40],"_links":{"self":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/posts\/1021"}],"collection":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/posts"}],"about":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/types\/post"}],"author":[{"embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/users\/8"}],"replies":[{"embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/comments?post=1021"}],"version-history":[{"count":0,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/posts\/1021\/revisions"}],"wp:featuredmedia":[{"embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/media\/1030"}],"wp:attachment":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/media?parent=1021"}],"wp:term":[{"taxonomy":"category","embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/categories?post=1021"},{"taxonomy":"post_tag","embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/tags?post=1021"}],"curies":[{"name":"wp","href":"https:\/\/api.w.org\/{rel}","templated":true}]}}