{"id":1310,"date":"2017-06-25T12:21:56","date_gmt":"2017-06-25T12:21:56","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=1310"},"modified":"2018-05-08T18:00:17","modified_gmt":"2018-05-08T18:00:17","slug":"um-motid","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/um-motid\/","title":{"rendered":"Um m\u00f3ti\u00f0"},"content":{"rendered":"

N\u00fa styttist svo sannarlega \u00ed \u00fea\u00f0 a\u00f0 EM \u00ed Hollandi hefjist. \u00de\u00e1 l\u00fdkur fer\u00f0alagi sem h\u00f3fst \u00feann 4. apr\u00edl 2015 \u00feegar fyrstu leikirnir f\u00f3ru fram \u00ed forkeppni undankeppninnar fyrir lokam\u00f3ti\u00f0. \u00cdslenska li\u00f0i\u00f0 h\u00f3f s\u00edna \u00fe\u00e1ttt\u00f6ku \u00ed undankeppninni 22. september 2015. G\u00f3\u00f0ur 2-0 sigur \u00e1 Hv\u00edta-R\u00fasslandi gaf t\u00f3ninn fyrir fr\u00e1b\u00e6ra undankeppni \u00fear sem \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 vann sinn undanri\u00f0il. \u00c1 n\u00e6stu d\u00f6gum munu koma fleiri upphitunarpistlar hinga\u00f0 inn en vi\u00f0 byrjum \u00e1 a\u00f0 k\u00edkja a\u00f0eins betur \u00e1 m\u00f3ti\u00f0 sj\u00e1lft.<\/p>\n

<\/p>\n

EM\u00a0\u00ed knattspyrnu kvenna<\/h1>\n

Evr\u00f3pumeistaram\u00f3t landsli\u00f0a er\u00a0n\u00fana \u00ed grunninn eins fyrir konur og karla. Lokam\u00f3ti\u00f0 er haldi\u00f0 \u00e1 4 \u00e1ra fresti, \u00fear er spila\u00f0 \u00ed ri\u00f0lakeppni, svo \u00ed \u00fatsl\u00e1ttarkeppni og loks \u00farslitaleikur um Evr\u00f3pumeistaratitilinn. Til a\u00f0 komast \u00e1 lokam\u00f3ti\u00f0 \u00fearf a\u00f0 keppa \u00ed undankeppnum \u00fear sem efstu li\u00f0in fara beint \u00e1fram en \u00f6nnur li\u00f0 keppa umspilsleiki. Helsti munurinn \u00e1 keppnunum n\u00fana er a\u00f0 \u00ed lokakeppni kvennalandsli\u00f0a taka 16 li\u00f0 \u00fe\u00e1tt en 24 \u00ed karlaf\u00f3tboltanum. B\u00e1\u00f0um megin er \u00fe\u00f3 um fj\u00f6lgun a\u00f0 r\u00e6\u00f0a, karlali\u00f0in voru 16 og \u00e1 s\u00ed\u00f0asta EM fyrir kvennalandsli\u00f0 kepptu 12 l\u00f6nd. Heildarupph\u00e6\u00f0in \u00e1 ver\u00f0launaf\u00e9nu \u00e1 m\u00f3tinu h\u00e6kka\u00f0i einnig verulega \u00e1 milli m\u00f3ta. \u00c1ri\u00f0 2013 var ver\u00f0launaf\u00e9\u00f0 2,2 millj\u00f3n evra en ver\u00f0ur n\u00fana 8 millj\u00f3n evrur. Bara\u00a0vi\u00f0 \u00fea\u00f0 a\u00f0 vinna s\u00e9r \u00fe\u00e1ttt\u00f6kur\u00e9tt \u00e1 lokam\u00f3tinu n\u00e1\u00f0i \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 a\u00f0 tryggja s\u00e9r 35 millj\u00f3n kr\u00f3nur \u00ed ver\u00f0launaf\u00e9.<\/p>\n

Upphafi\u00f0<\/h1>\n

Fyrsta opinbera Evr\u00f3pumeistaram\u00f3t kvennalandsli\u00f0a var haldi\u00f0 \u00e1ri\u00f0 1984, me\u00f0 undankeppni sem h\u00f3fst \u00e1ri\u00f0 1982. Fyrir \u00fea\u00f0 h\u00f6f\u00f0u reyndar veri\u00f0 haldin tv\u00f6 Evr\u00f3pum\u00f3t fyrir kvennalandsli\u00f0 en \u00feau voru \u00f3opinber og ekki haldin af UEFA. B\u00e6\u00f0i \u00f3opinberu m\u00f3tin voru haldin \u00e1 \u00cdtal\u00edu, fyrst \u00e1ri\u00f0 1969 og svo \u00e1ri\u00f0 1979. \u00dea\u00f0 er athyglisvert a\u00f0 England t\u00f3k \u00fe\u00e1tt \u00ed m\u00f3tinu \u00e1ri\u00f0 1969 en \u00fea\u00f0 sama \u00e1r afn\u00e1mu Englendingar l\u00f6g sem b\u00f6nnu\u00f0u alla kvennaknattspyrnu \u00ed landinu.<\/p>\n

\u00deegar UEFA byrja\u00f0i a\u00f0 halda keppnina h\u00e9t h\u00fan \u00fev\u00ed \u00fej\u00e1la nafni UEFA European Competition for Representative Women’s Teams. Lokam\u00f3t fyrstu keppninnar var ekki spila\u00f0 \u00e1 einum sta\u00f0 heldur spilu\u00f0u li\u00f0in heima og a\u00f0 heiman, l\u00edka \u00ed \u00farslitavi\u00f0ureigninni. En \u00ed n\u00e6stu keppni \u00fear \u00e1 eftir, \u00e1ri\u00f0 1987, var lokam\u00f3ti\u00f0 haldi\u00f0 \u00ed Noregi. \u00c1ri\u00f0 1989 var lokam\u00f3ti\u00f0 svo haldi\u00f0 \u00ed Vestur-\u00de\u00fdskalandi. Eftir \u00fea\u00f0 m\u00f3t breyttist heiti m\u00f3tsins svo yfir \u00ed UEFA European Women’s Championship, sem er enn nota\u00f0.<\/p>\n

\u00c1ri\u00f0 1991 var lokam\u00f3ti\u00f0 haldi\u00f0 \u00ed Danm\u00f6rku og tveimur \u00e1rum s\u00ed\u00f0ar var \u00fea\u00f0 haldi\u00f0 \u00e1 \u00cdtal\u00edu, \u00fea\u00f0 var s\u00ed\u00f0asta m\u00f3ti\u00f0 \u00fear sem spila\u00f0ur var s\u00e9rstakur leikur um brons. Lokam\u00f3ti\u00f0 var svo haldi\u00f0 \u00ed \u00de\u00fdskalandi \u00e1ri\u00f0 1995.<\/p>\n

Fram a\u00f0 \u00feessu h\u00f6f\u00f0u a\u00f0eins fj\u00f3rar \u00fej\u00f3\u00f0ir teki\u00f0 \u00fe\u00e1tt \u00ed lokam\u00f3tunum en \u00ed m\u00f3tinu 1997 voru \u00fe\u00e1ttt\u00f6ku\u00fej\u00f3\u00f0irnar or\u00f0nar 8. \u00dea\u00f0 m\u00f3t var haldi\u00f0 \u00ed Noregi og Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0. \u00cd kj\u00f6lfari\u00f0 \u00e1 \u00fev\u00ed var m\u00f3ti\u00f0 haldi\u00f0 \u00e1 4 \u00e1ra fresti \u00ed sta\u00f0 2 \u00e1ra eins og haf\u00f0i veri\u00f0 \u00e1\u00f0ur. N\u00e6sta lokam\u00f3t f\u00f3r \u00fev\u00ed ekki fram fyrr en \u00e1ri\u00f0 2001, haldi\u00f0 \u00ed \u00de\u00fdskalandi. \u00c1ri\u00f0 2005 var spila\u00f0 \u00ed Englandi og \u00fea\u00f0 var s\u00ed\u00f0asta m\u00f3ti\u00f0 \u00fear sem \u00fej\u00f3\u00f0irnar voru 8 \u00fev\u00ed b\u00e6\u00f0i \u00ed Finnlandi 2009 og Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0 2013 voru 12 \u00fej\u00f3\u00f0ir \u00e1 lokam\u00f3tinu.<\/p>\n

Evr\u00f3pumeistarar \u00ed gegnum t\u00ed\u00f0ina<\/h1>\n

\u00cdtal\u00eda (1969) og Danm\u00f6rk (1979) unnu \u00f3opinberu Evr\u00f3pum\u00f3tin en eftir a\u00f0 keppnin var\u00f0 opinber hafa eftirfarandi \u00fej\u00f3\u00f0ir sigra\u00f0:<\/p>\n