{"id":1397,"date":"2017-06-29T09:33:50","date_gmt":"2017-06-29T09:33:50","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=1397"},"modified":"2018-05-08T17:13:48","modified_gmt":"2018-05-08T17:13:48","slug":"motherjinn-sviss","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/motherjinn-sviss\/","title":{"rendered":"M\u00f3therjinn: Sviss"},"content":{"rendered":"

N\u00fana eru a\u00f0eins 15 dagar \u00ed a\u00f0 EM \u00ed Hollandi hefjist, og a\u00f0eins 19 dagar \u00ed a\u00f0 \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 spili sinn fyrsta leik. \u00c1fram h\u00f6ldum vi\u00f0 me\u00f0 upphitunarpistlana. \u00c1\u00f0ur voru komnir pistlar um EM h\u00f3pinn<\/a> hj\u00e1 \u00cdslandi, um m\u00f3ti\u00f0<\/a> sj\u00e1lft og svo n\u00fa s\u00ed\u00f0ast um Frakkland<\/a>, fyrstu m\u00f3therja okkar kvenna \u00e1 m\u00f3tinu. Og n\u00fa er komi\u00f0 a\u00f0 \u00feeim n\u00e6stu; Sviss.<\/p>\n

<\/p>\n

\"\"<\/a>
Svissneski f\u00e1ninn er annar af tveimur \u00fej\u00f3\u00f0f\u00e1num \u00ed heiminum sem er ferningur \u00ed laginu (hinn er \u00fej\u00f3\u00f0f\u00e1ni Vat\u00edkansins) Mynd: Wikipedia<\/a><\/figcaption><\/figure>\n

Sviss (Confoederatio Helvetica)<\/h1>\n

H\u00f6fu\u00f0borg: engin eiginleg h\u00f6fu\u00f0borg er \u00ed landinu en Bern er \u00fea\u00f0 sem kallast sambandsborg (\u00fe\u00fdska: Bundesstadt) og er \u00f3formlega h\u00f6fu\u00f0borg landsins.
\nSt\u00e6r\u00f0 landsins: 41.285 km\u00b2 (40,1% af st\u00e6r\u00f0 \u00cdslands)
\n\u00cdb\u00faafj\u00f6ldi: 8.401.120 (
\u00e1\u00e6tla\u00f0<\/a>)<\/p>\n

Opinber tungum\u00e1l: \u00fe\u00fdska, franska, \u00edtalska, ret\u00f3r\u00f3manska<\/a><\/p>\n

L\u00f6nd sem liggja a\u00f0 Sviss: \u00cdtal\u00eda, Frakkland, \u00de\u00fdskaland, Austurr\u00edki og Liechtenstein<\/p>\n

Sviss er landlukt r\u00edki, liggur hvergi a\u00f0 sj\u00f3, og \u00fea\u00f0 er sambandsr\u00edki me\u00f0 beint l\u00fd\u00f0r\u00e6\u00f0i. Landi\u00f0 var\u00f0 til \u00feegar mismunandi\u00a0h\u00e9ru\u00f0 \u00e1kv\u00e1\u00f0u a\u00f0 mynda p\u00f3lit\u00edskt samband. N\u00fana eru 26 mismunandi kant\u00f3nur (stj\u00f3rns\u00fdslueiningar, ekki \u00f3svipa\u00f0 s\u00fdslum) sem mynda sambandsr\u00edki\u00f0 Sviss. Kant\u00f3nurnar eru mj\u00f6g sj\u00e1lfst\u00e6\u00f0ar, t.d. er s\u00e9rstakt \u00feing \u00ed hverri kant\u00f3nu og mj\u00f6g beint l\u00fd\u00f0r\u00e6\u00f0i \u00fear sem \u00edb\u00faar kj\u00f3sa um flest st\u00e6rri m\u00e1l. Tungum\u00e1lanotkun afmarkast yfirleitt af kant\u00f3num en \u00ed sumum borgum (t.d. Freiburg\/Fribourg og Biel\/Bienne) eru b\u00e6\u00f0i \u00fe\u00fdska og franska opinber tungum\u00e1l.<\/p>\n

\"\"<\/a>
FC Z\u00fcrich Frauen, sigurs\u00e6lasta kvennali\u00f0 \u00ed svissneskum f\u00f3tbolta. (Mynd: FCZ.ch<\/a>)<\/figcaption><\/figure>\n

\u00cd Sviss er b\u00e6\u00f0i deildar- og bikarkeppni \u00ed f\u00f3tboltanum. Efsta deild kvenna heitir Nationalliga A og er rekin af svissneska knattspyrnusambandinu. H\u00fan var stofnu\u00f0 \u00e1ri\u00f0 1970 og hefur fari\u00f0 fram \u00e1 hverju \u00e1ri s\u00ed\u00f0an \u00fe\u00e1. S\u00ed\u00f0ustu \u00e1r hefur formi\u00f0 \u00e1 deildinni veri\u00f0 \u00feannig a\u00f0 10 li\u00f0 taka \u00fe\u00e1tt \u00ed tveimur umfer\u00f0um. A\u00f0 \u00feeim loknum spila 8 efstu li\u00f0in eina lokaumfer\u00f0 sem sker \u00far um hva\u00f0a li\u00f0 ver\u00f0ur meistari en ne\u00f0stu tv\u00f6 li\u00f0in keppa vi\u00f0 efstu tv\u00f6 li\u00f0in \u00ed Nationalliga B um s\u00e6ti \u00ed efstu deild.<\/p>\n

\u00deetta er \u00fe\u00f3 a\u00f0 breytast n\u00fana. \u00c1 n\u00fdafst\u00f6\u00f0nu t\u00edmabili t\u00f3ku bara sex li\u00f0 \u00fe\u00e1tt \u00ed lokaumfer\u00f0inni \u00fev\u00ed fr\u00e1 og me\u00f0 n\u00e6sta t\u00edmabili mun li\u00f0um \u00ed efstu deild f\u00e6kka \u00far 10 \u00ed 8. Svissnesska knattspyrnusambandi\u00f0 telur a\u00f0 \u00feessi breyting geti auki\u00f0 samkeppnish\u00e6fni deildarinnar.<\/p>\n

\"\"<\/a>
Mynd: FC Neunkirch<\/a><\/figcaption><\/figure>\n

R\u00edkjandi meistari \u00ed Nationalliga A er li\u00f0i\u00f0 FC Neunkirch fr\u00e1 sm\u00e1b\u00e6num Neunkirch \u00ed Schaffhausen kant\u00f3nunni, nor\u00f0arlega \u00ed Sviss. \u00dea\u00f0 b\u00faa a\u00f0eins r\u00famlega 2000 manns \u00ed Neunkirch. Knattspyrnuf\u00e9lagi\u00f0 var upphaflega stofna\u00f0 \u00e1ri\u00f0 1963 en kvennali\u00f0 f\u00e9lagsins var ekki sett \u00e1 f\u00f3t fyrr en \u00e1ri\u00f0 2002. Li\u00f0i\u00f0 h\u00f3f \u00fe\u00e1ttt\u00f6ku \u00ed deildarkeppninni \u00e1ri\u00f0 2006 og var komi\u00f0 upp \u00ed efstu deild \u00e1ri\u00f0 2013 eftir a\u00f0 hafa unni\u00f0 sig upp um fj\u00f3rar deildir \u00e1 sj\u00f6 \u00e1rum. \u00c1 fyrsta t\u00edmabilinu \u00ed efstu deild enda\u00f0i li\u00f0i\u00f0 \u00ed 4. s\u00e6ti, \u00e1ri\u00f0 eftir \u00ed 3. s\u00e6ti, s\u00ed\u00f0an 2. s\u00e6ti og loks var\u00f0 li\u00f0i\u00f0 meistari n\u00fana \u00ed vor. \u00deannig n\u00e1\u00f0i li\u00f0i\u00f0 a\u00f0 sk\u00e1ka st\u00f3rli\u00f0inu FC Z\u00fcrich Frauen sem haf\u00f0i unni\u00f0 deildina 5 t\u00edmabil \u00ed r\u00f6\u00f0 og 7 sinnum \u00e1 s\u00ed\u00f0ustu 8 t\u00edmabilum \u00e1 undan \u00feessu. Auk \u00feess a\u00f0 vinna deildina n\u00e1\u00f0i FC Neunkirch l\u00edka a\u00f0 vinna svissneska bikarinn, vann \u00fear einmitt FC Z\u00fcrich \u00ed \u00farslitaleik eftir v\u00edtaspyrnukeppni. Nokkrum d\u00f6gum eftir a\u00f0 li\u00f0i\u00f0 kl\u00e1ra\u00f0i tvennuna tilkynnti forseti f\u00e9lagsins\u00a0hins vegar a\u00f0 FC Neunkirch \u00feyrfti a\u00f0 draga kvennali\u00f0i\u00f0 sitt \u00far deildarkeppninni vegna of mikils kostna\u00f0ar. Karlali\u00f0 FC Neunkirch spilar \u00ed 3. Liga, sem er sj\u00f6unda efsta deild \u00ed Sviss.<\/p>\n

Neunkirch var t\u00f6luvert gagnr\u00fdnt fyrir \u00fea\u00f0 a\u00f0 leggja l\u00edti\u00f0 upp \u00far yngri flokka starfi og einnig a\u00f0 spila l\u00edti\u00f0 \u00e1 svissneskum leikm\u00f6nnum. \u00dea\u00f0 eru einhverjir svissneskir leikmenn sem spilu\u00f0u me\u00f0 Neunkirch en einnig voru \u00fear leikmenn fr\u00e1 Sl\u00f3vak\u00edu, Port\u00fagal, Austurr\u00edki, Englandi, \u00cdtal\u00edu, Kanada, Bandar\u00edkjum, Sp\u00e1ni, K\u00fdpur, \u00de\u00fdskalandi og Kr\u00f3at\u00edu. Allavega ein \u00far li\u00f0inu mun spila \u00e1 EM \u00fev\u00ed port\u00fagalski varnarma\u00f0urinn M\u00f3nica Mendes er \u00ed landsli\u00f0sh\u00f3p Port\u00fagala. Lokah\u00f3pur Sviss ver\u00f0ur ekki tilkynntur fyrr en 3. j\u00fal\u00ed en hann ver\u00f0ur l\u00edklega frekar skipa\u00f0ur leikm\u00f6nnum \u00far FC Z\u00fcrich en FC Neunkirch. FC Z\u00fcrich er raunar me\u00f0 virkilega flott starf \u00ed gangi, U-21 li\u00f0 f\u00e9lagsins spilar \u00ed Nationalliga B og hefur enda\u00f0 \u00ed 1. og 2. s\u00e6ti \u00ed \u00feeirri deild s\u00ed\u00f0ustu tv\u00f6 t\u00edmabil. Vegna reglna um yngri li\u00f0 \u00e1 li\u00f0i\u00f0 hins vegar ekki r\u00e9tt \u00e1 a\u00f0 spila um s\u00e6ti \u00ed Nationalliga A (svipa\u00f0ar reglur eru \u00ed gangi me\u00f0 varali\u00f0 f\u00e9laga \u00e1 Sp\u00e1ni). Besti \u00e1rangur FC Z\u00fcrich \u00ed Meistaradeild Evr\u00f3pu er a\u00f0 komast \u00ed 16-li\u00f0a \u00farslit t\u00edmabili\u00f0 2013-14.<\/p>\n

Menningin<\/h5>\n

Svissneskar b\u00f3kmenntir eiga s\u00e9r langa s\u00f6gu. Lengi framan af voru \u00fe\u00fdskum\u00e6landi kant\u00f3nur \u00ed meirihluta \u00ed sambandsr\u00edkinu og b\u00f3kmenntafl\u00f3ran endurspegla\u00f0i \u00fea\u00f0, elstu b\u00f3kmenntirnar eru a\u00f0 miklu leyti \u00e1 \u00fe\u00fdsku. En \u00feeim fr\u00f6nskum\u00e6landi fj\u00f6lga\u00f0i me\u00f0 t\u00edmanum, b\u00e6\u00f0i kant\u00f3num og b\u00f3kum.<\/p>\n

Tveir svissneskir rith\u00f6fundar hafa fengi\u00f0 b\u00f3kmenntaver\u00f0laun N\u00f3bels, fyrst var \u00fea\u00f0 Carl Spitteler \u00e1ri\u00f0 1919 og svo Hermann Hesse \u00e1ri\u00f0 1946. Spitteler var \u00fe\u00fdskum\u00e6landi lj\u00f3\u00f0sk\u00e1ld sem f\u00e9kk N\u00f3belsver\u00f0launin ekki s\u00edst fyrir lj\u00f3\u00f0ab\u00e1lk sinn\u00a0Der Olympische Fr\u00fchling\u00a0<\/em>(e. The Olympic Spring). Hesse f\u00e6ddist \u00ed \u00de\u00fdskalandi en fluttist til Sviss og ger\u00f0ist svissneskur r\u00edkisborgari. Hann skrifa\u00f0i lj\u00f3\u00f0, sm\u00e1s\u00f6gur, sk\u00e1lds\u00f6gur, sj\u00e1lfs\u00e6vis\u00f6gur auk \u00feess sem hann m\u00e1la\u00f0i.<\/p>\n

\"\"<\/a>
Johanna Spyri, h\u00f6fundur Hei\u00f0u (Mynd: Wikipedia<\/a>)<\/figcaption><\/figure>\n

Svissneskar b\u00f3kmenntir, l\u00edkt og a\u00f0rar menningarafur\u00f0ir \u00ed Sviss, eru mj\u00f6g fj\u00f6lbreyttar eftir tungum\u00e1lasv\u00e6\u00f0um og kant\u00f3num en eiga \u00fe\u00f3 til a\u00f0 n\u00fdta svissneska n\u00e1tt\u00faru sem innbl\u00e1stur. Ekki s\u00edst fj\u00f6llin, v\u00f6tnin og dalina sem einkenna landi\u00f0. \u00dea\u00f0an kemur einmitt \u00feekktasta s\u00f6gupers\u00f3nan sem kemur fr\u00e1 landinu, st\u00falkan Hei\u00f0a \u00far samnefndum barnab\u00f3kum eftir Johanna Spyri. Spyri n\u00fdtti s\u00e9r eigi\u00f0 umhverfi \u00fear sem h\u00fan bj\u00f3 \u00ed svissnesku \u00d6lpunum til a\u00f0 skapa s\u00f6guver\u00f6ld fyrir Hei\u00f0u, unga st\u00falku sem \u00fearf a\u00f0 flytja upp \u00ed fj\u00f6ll til afa s\u00edns. Hei\u00f0a kom fyrst \u00fat \u00e1 b\u00f3karformi \u00e1ri\u00f0 1881 og hefur s\u00ed\u00f0an veri\u00f0 \u00fe\u00fddd \u00e1 yfir 50 tungum\u00e1l. B\u00f3kin er me\u00f0al s\u00f6luh\u00e6stu b\u00f3ka allra t\u00edma \u00ed heiminum, yfir 50 millj\u00f3n eint\u00f6k hafa selst af b\u00f3kinni og er h\u00fan langvins\u00e6lasta b\u00f3kin sem komi\u00f0 hefur fr\u00e1 Sviss.<\/p>\n

\"\"<\/a><\/p>\n

Sagan af Hei\u00f0u hefur oftsinnis veri\u00f0 kvikmyndu\u00f0. S\u00ed\u00f0ast \u00e1ri\u00f0 2015 kom \u00fat \u00ed Sviss leikin mynd eftir s\u00f6gunni, sem heitir einfaldlega\u00a0Heidi<\/em>. \u00deessa mynd er einmitt h\u00e6gt a\u00f0 sj\u00e1 \u00ed v\u00f6ldum kvikmyndah\u00fasum<\/a> \u00e1 \u00cdslandi\u00a0\u00feessa dagana.<\/p>\n

Matarbo\u00f0i\u00f0<\/h5>\n

\u00deegar kemur a\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 halda \u00f6flugt matarbo\u00f0 me\u00f0 svissnesku \u00feema er tvennt sem \u00fearf a\u00f0allega a\u00f0 hafa \u00ed huga: ostar og s\u00fakkula\u00f0i! \u00dea\u00f0 er \u00fea\u00f0 sem gj\u00f6rsamlega neglir svissneska stemningu. Ostar og s\u00fakkula\u00f0i, bara n\u00f3gu helv\u00edti miki\u00f0 af \u00fev\u00ed!<\/p>\n

\n
Embed from Getty Images<\/a><\/div>\n