{"id":1461,"date":"2017-07-06T01:36:01","date_gmt":"2017-07-06T01:36:01","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=1461"},"modified":"2018-05-08T17:20:48","modified_gmt":"2018-05-08T17:20:48","slug":"borgarpistill-doetinchem","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/borgarpistill-doetinchem\/","title":{"rendered":"Borgarpistill: Doetinchem"},"content":{"rendered":"

\u00deann 22. j\u00fal\u00ed spilar \u00cdsland annan leik sinn \u00e1 EM \u00ed Hollandi. S\u00e1 leikur fer fram \u00ed Doetinchem og \u00fev\u00ed tilvali\u00f0 a\u00f0 henda \u00ed upphitunarpistil um borgina.<\/p>\n

Fyrri upphitunarpistlar:
\n– H\u00f3purinn \u00e1 EM<\/a>
\n–
Um m\u00f3ti\u00f0<\/a>
\nM\u00f3therjarnir:
\n–
Frakkland<\/a>
\n–
Sviss<\/a>
\n–
Austurr\u00edki<\/a>
\nBorgirnar:
\n–
Tilburg<\/a><\/p>\n

<\/p>\n

\"\"
F\u00e1ni Doetinchem<\/figcaption><\/figure>\n

Doetinchem<\/h1>\n

H\u00e9ra\u00f0: Gelderland \u00ed austurhluta Hollands
\nSt\u00e6r\u00f0:\u00a079,66\u00a0km2<\/sup>
\n\u00cdb\u00faafj\u00f6ldi: 56 \u00fe\u00fasund (61. st\u00e6rsta borg \u00ed Hollandi)<\/p>\n

\"\"
Skjaldarmerki Doetinchem<\/figcaption><\/figure>\n

Punktar um borgina<\/h3>\n

\u00c1 sv\u00e6\u00f0inu \u00fear sem Doetinchem er n\u00fana hafa fundist mannabein,\u00a0leirmunir og \u00f6rvaroddar sem s\u00fdna fram \u00e1 a\u00f0 \u00fea\u00f0 var bygg\u00f0 \u00e1 sv\u00e6\u00f0inu fyrir r\u00famlega 11.000 \u00e1rum. \u00dearna hafa l\u00edka fundist r\u00f3mverskir peningar og merki um fer\u00f0ir\u00a0v\u00edkinga um sv\u00e6\u00f0i\u00f0. Fyrstu skriflegu heimildir um bygg\u00f0 me\u00f0 nafninu Doetinchem eru fr\u00e1 \u00e1rinu 838. Fyrstu skriflegu heimildirnar minntust \u00e1 a\u00f0 \u00fearna v\u00e6ri l\u00edtil bygg\u00f0 \u00ed kringum kirkju, seinna a\u00f0 \u00fear v\u00e6ri virki me\u00f0 kirkju.<\/p>\n

Bygg\u00f0in st\u00e6kka\u00f0i en var\u00f0 me\u00f0 t\u00edmanum s\u00edfellt vins\u00e6lla skotmark\u00a0r\u00e6ningja og ruplara sem enda\u00f0i me\u00f0 a\u00f0 \u00ed kringum \u00e1ri\u00f0 1100 var st\u00f3r veggur bygg\u00f0ur \u00ed kringum borgina. Hann var seinna h\u00e6kka\u00f0ur og st\u00f3\u00f0 til \u00e1rsins 1672, \u00feegar borgarb\u00faar t\u00f6ldu a\u00f0 ekki v\u00e6ri lengur \u00fe\u00f6rf \u00e1 sl\u00edkum varnarvegg og rifu hann ni\u00f0ur.<\/p>\n

\"\"
Doetinchem<\/figcaption><\/figure>\n

\u00cd margar aldir sinnti Doetinchem mikilv\u00e6gu hlutverki fyrir b\u00e6ndur \u00ed n\u00e1grenninu me\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 h\u00fdsa marka\u00f0storg \u00fear sem b\u00e6ndur g\u00e1tu selt v\u00f6rur s\u00ednar. \u00deessi marka\u00f0ur var haldinn \u00e1 torgi sem kallast Simonsplein alveg fram a\u00f0 seinni heimsstyrj\u00f6ldinni. \u00ddmis konar marka\u00f0ir eru enn mj\u00f6g vins\u00e6lir og vel s\u00f3ttir \u00ed Doetinchem.<\/p>\n

Vinaborgir Doetinchem<\/h5>\n

Vinaborgir Doetinchem eru:<\/p>\n