{"id":1561,"date":"2017-07-17T22:45:53","date_gmt":"2017-07-17T22:45:53","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=1561"},"modified":"2018-05-08T17:28:23","modified_gmt":"2018-05-08T17:28:23","slug":"leikdagur-island-frakkland","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-frakkland\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – Frakkland"},"content":{"rendered":"

Loksins, loksins er komi\u00f0 a\u00f0 st\u00f3ru stundinni. Spennan hefur veri\u00f0 a\u00f0 byggjast upp, h\u00e6gt og r\u00f3lega til a\u00f0 byrja me\u00f0 en svo gr\u00ed\u00f0arlega miki\u00f0 s\u00ed\u00f0ustu daga og vikur. Fj\u00f6lmi\u00f0laumfj\u00f6llun hefur veri\u00f0 verulega flott og metna\u00f0arfull, fyrirt\u00e6ki eru a\u00f0 sty\u00f0ja vel vi\u00f0 baki\u00f0 \u00e1 landsli\u00f0inu og \u00feessu m\u00f3ti me\u00f0 augl\u00fdsingum og ma\u00f0ur finnur \u00fea\u00f0 \u00e1 spjalli \u00ed samf\u00e9laginu a\u00f0 f\u00f3lk er b\u00fai\u00f0 a\u00f0 vera a\u00f0 keyra sig \u00ed g\u00edrinn. \u00cd dag byrjar EM h\u00e1t\u00ed\u00f0in hj\u00e1 \u00edslenska li\u00f0inu. Fyrsti leikurinn \u00e1 EM, let’s go!<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

<\/p>\n

Evr\u00f3pukeppni kvenna \u00ed knattspyrnu \u00ed Hollandi,
\n\u00feri\u00f0judaginn 18. j\u00fal\u00ed 2017,
\nklukkan 18:45 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma, 20:45 \u00ed Hollandi<\/p>\n

\u00cdsland – Frakkland<\/h3>\n

\u00ed C-ri\u00f0li.<\/p>\n

V\u00f6llur: Koning Willem II Stadion \u00ed Tilburg. V\u00f6llurinn tekur 14.637 \u00e1horfendur.
\nH\u00e9r er upphitunarpistill um Koning Willem II Stadion v\u00f6llinn.<\/a>
\n
H\u00e9r er upphitunarpistill um borgina Tilburg<\/a>.<\/p>\n

D\u00f3mari: Carina Vitulano, \u00edt\u00f6lsk.
\nA\u00f0sto\u00f0ard\u00f3marar: Lucia Abruzzese, \u00edt\u00f6lsk, og Svetlana Bili?, serbnesk.
\n4. d\u00f3mari: Kateryna Monzul, \u00fakra\u00ednsk.<\/p>\n

Carina Vitulano f\u00e6ddist 22. j\u00fal\u00ed 1975 \u00ed Buenos Aires \u00ed Argent\u00ednu. Fa\u00f0ir hennar var knattspyrnuma\u00f0urinn Miguel Vitulano. Miguel f\u00e6ddist \u00e1 \u00cdtal\u00edu en \u00f3lst upp \u00ed Argent\u00ednu. Hann sneri hins vegar aftur til \u00cdtal\u00edu til a\u00f0 spila knattspyrnu me\u00f0 Livorno og \u00fear \u00f3lst Carina upp \u00e1samt \u00feremur systrum s\u00ednum.<\/p>\n

Carina Vitulano hefur veri\u00f0 d\u00f3mari s\u00ed\u00f0an \u00e1ri\u00f0 1993. \u00c1ri\u00f0 2002 var\u00f0 h\u00fan ein af fj\u00f3rum kvenkyns d\u00f3murum sem h\u00f3f a\u00f0 d\u00e6ma \u00ed serie D \u00ed karlaf\u00f3tboltanum \u00e1 \u00cdtal\u00edu. H\u00fan hefur veri\u00f0 al\u00fej\u00f3\u00f0legur FIFA d\u00f3mari s\u00ed\u00f0an 2005 og d\u00e6mt \u00e1 Evr\u00f3pum\u00f3tum f\u00e9lagsli\u00f0a auk st\u00f3rm\u00f3ta hj\u00e1 landsli\u00f0um s\u00ed\u00f0an \u00fe\u00e1.<\/p>\n

Vitulano hefur einu sinni \u00e1\u00f0ur d\u00e6mt leik hj\u00e1 \u00edslenska landsli\u00f0inu. \u00dea\u00f0 var \u00ed undankeppninni fyrir EM 2013, \u00feegar \u00cdsland keppti vi\u00f0 Nor\u00f0ur-\u00cdrland \u00e1 \u00fativelli. S\u00e1 leikur f\u00f3r fram \u00e1 The Oval \u00ed Belfast mi\u00f0vikudaginn 26. okt\u00f3ber 2011. \u00cdsland vann \u00feann leik 2-0, H\u00f3lmfr\u00ed\u00f0ur Magn\u00fasd\u00f3ttir og Dagn\u00fd Brynjarsd\u00f3ttir skoru\u00f0u m\u00f6rkin.<\/p>\n

Vitulano hefur \u00ferisvar d\u00e6mt leiki me\u00f0 A-landsli\u00f0i Frakklands. Frakkland vann tvo \u00feeirra, gegn \u00cdsrael og Sp\u00e1ni, en tapa\u00f0i \u00feeim s\u00ed\u00f0asta, gegn Danm\u00f6rku \u00ed 8-li\u00f0a \u00farslitum \u00e1 EM 2013. \u00dea\u00f0 tap kom eftir v\u00edtaspyrnukeppni.<\/p>\n

Me\u00f0fram d\u00f3mg\u00e6slust\u00f6rfum kl\u00e1ra\u00f0i Vitulano verkfr\u00e6\u00f0igr\u00e1\u00f0u \u00ed H\u00e1sk\u00f3lanum \u00ed P\u00edsa og hefur fr\u00e1 \u00e1rinu 2000 starfa\u00f0 fyrir vespuframlei\u00f0andann Piaggio.<\/p>\n

\n
Embed from Getty Images<\/a><\/div>\n