{"id":1781,"date":"2017-10-20T00:16:20","date_gmt":"2017-10-20T00:16:20","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=1781"},"modified":"2018-05-08T17:32:23","modified_gmt":"2018-05-08T17:32:23","slug":"leikdagur-thyskaland-island","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-thyskaland-island\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00de\u00fdskaland – \u00cdsland"},"content":{"rendered":"

\u00cdsland byrja\u00f0i undankeppnina fyrir HM \u00ed Frakklandi 2019 me\u00f0 l\u00e1tum og n\u00e1\u00f0i \u00ed mj\u00f6g g\u00f3\u00f0an 8-0 sigur gegn fr\u00e6nkum okkar fr\u00e1 F\u00e6reyjum. Framundan eru hins vegar \u00feeir tveir \u00fatileikir sem fyrirfram m\u00e1 telja a\u00f0 ver\u00f0i \u00feeir erfi\u00f0ustu \u00ed ri\u00f0linum. \u00c1 \u00feri\u00f0judaginn spilar \u00cdsland vi\u00f0 T\u00e9kkland en fyrst er \u00fea\u00f0 \u00fe\u00fdska st\u00e1li\u00f0.<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

<\/p>\n

A-landsli\u00f0 kvenna,
\nundankeppni fyrir HM \u00ed Frakklandi 2019.
\n2. leikur \u00ed 5. ri\u00f0li,
\nf\u00f6studagurinn 20. okt\u00f3ber 2017,
\nklukkan 14:00 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma, 16:00 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma.<\/p>\n

\u00de\u00fdskaland – \u00cdsland<\/h2>\n

V\u00f6llur: BRITA-Arena \u00ed ba\u00f0h\u00fasaborginni Wiesbaden \u00ed mi\u00f0vesturhluta \u00de\u00fdskalands. Borgin er ein elsta ba\u00f0h\u00fasaborg \u00ed Evr\u00f3pu, bygg\u00f0 af R\u00f3mverjum snemma \u00e1 1. \u00f6ld e.Kr. Knattspyrnuf\u00e9lagi\u00f0 SV Wehen Wiesbaden spilar s\u00edna heimaleiki \u00e1 BRITA-vellinum. V\u00f6llurinn var tekinn \u00ed notkun \u00e1ri\u00f0 2007 og r\u00famar n\u00fa um 13 \u00fe\u00fasund \u00e1horfendur.<\/p>\n

\"\"
BRITA-Arena. Mynd: brita-arena.de<\/a><\/figcaption><\/figure>\n

D\u00f3mari: St\u00e9phanie Frappart, fr\u00f6nsk.<\/p>\n

Ve\u00f0ursp\u00e1: Samkv\u00e6mt heimildarm\u00f6nnum T\u00f3lfunnar \u00ed ve\u00f0urbransanum \u00fe\u00e1 ver\u00f0ur f\u00ednasta ve\u00f0ur \u00e1 leikdegi. \u00dear sem leikurinn fer fram svona snemma \u00fe\u00e1 ver\u00f0ur s\u00f3lin ekki enn sest. \u00dea\u00f0 \u00e1 a\u00f0 rigna eitthva\u00f0 fyrir leik en \u00ed kringum kick-off ver\u00f0ur or\u00f0i\u00f0 l\u00e9ttsk\u00fdja\u00f0 til hei\u00f0sk\u00edrt. Hitinn ver\u00f0ur 14-16 gr\u00e1\u00f0ur \u00e1 Sels\u00edus og vindurinn \u00feetta 4-5 metrar \u00e1 sek\u00fandu \u00ed su\u00f0vestan\u00e1tt. 30-40% s\u00e9ns \u00e1 einhverri \u00farkomu en \u00fe\u00e1 l\u00edklega frekar fyrri part leiks.<\/p>\n


\n

Part\u00fd \u00e1 vinnut\u00edma<\/h3>\n

\u00dea\u00f0 er alltaf j\u00e1kv\u00e6tt \u00feegar f\u00f3tboltaleikir eru spila\u00f0ir \u00e1 f\u00f6stud\u00f6gum, s\u00e9rstaklega \u00feegar um leiki \u00edslensku A-landsli\u00f0anna er a\u00f0 r\u00e6\u00f0a. H\u00e9r hef\u00f0i \u00fe\u00f3 veri\u00f0 h\u00e6gt a\u00f0 f\u00e1 betri t\u00edmasetningu \u00e1 \u00feessum f\u00f6studagsleik \u00fev\u00ed hann ver\u00f0ur spila\u00f0ur \u00feegar flest okkar, sem vinnum \u00e1 nokkurn veginn klass\u00edskum vinnut\u00edmum, erum \u00ed vinnunni.<\/p>\n

En \u00fea\u00f0 breytir \u00fev\u00ed ekki a\u00f0 leikurinn ver\u00f0ur s\u00fdndur \u00ed beinni \u00fatsendingu \u00e1 R\u00daV. \u00datsending \u00fear hefst h\u00e1lft\u00edma fyrir leik. Tilvali\u00f0 fyrir allt stu\u00f0ningsf\u00f3lk sem getur a\u00f0 m\u00e6ta bl\u00e1kl\u00e6tt \u00e1 vaktina, f\u00e1 s\u00e9r brakandi ferskan kaffibolla og smella leiknum \u00ed gang me\u00f0 einhverju m\u00f3ti \u00ed vinnunni. Svo er ekkert verra fyrir \u00feau ykkar sem geti\u00f0 redda\u00f0 ykkur fr\u00edi, e\u00f0a eru\u00f0 \u00feegar \u00ed fr\u00edi, a\u00f0 fara bara all-in \u00ed f\u00f6studagspart\u00fdg\u00edrnum.<\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>