{"id":1803,"date":"2017-10-24T02:54:47","date_gmt":"2017-10-24T02:54:47","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=1803"},"modified":"2018-05-08T17:32:38","modified_gmt":"2018-05-08T17:32:38","slug":"leikdagur-tekkland-island","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-tekkland-island\/","title":{"rendered":"Leikdagur: T\u00e9kkland – \u00cdsland"},"content":{"rendered":"

Eftir gj\u00f6rsamlega st\u00f3rkostlegan leik \u00ed \u00de\u00fdskalandi, \u00fear sem \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 yfirspila\u00f0i gr\u00ed\u00f0arlega sterkt, \u00fe\u00fdskt landsli\u00f0, er komi\u00f0 a\u00f0 seinni leiknum \u00ed \u00feessari t\u00f6rn. Aftur er \u00fea\u00f0 \u00fatileikur, \u00ed \u00feetta skipti er \u00fea\u00f0 hins vegar T\u00e9kkland. \u00der\u00e1tt fyrir g\u00f3\u00f0an leik \u00e1 f\u00f6studaginn \u00fe\u00e1 \u00fe\u00fd\u00f0ir ekkert a\u00f0 fara fram \u00far s\u00e9r, \u00feetta t\u00e9kkneska li\u00f0 getur alveg l\u00edka veri\u00f0 erfitt. En \u00cdsland er svo sannarlega b\u00fai\u00f0 a\u00f0 koma s\u00e9r \u00ed g\u00f3\u00f0a st\u00f6\u00f0u \u00ed ri\u00f0linum.<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

<\/p>\n

A-landsli\u00f0 kvenna,
\nundankeppni fyrir HM \u00ed Frakklandi 2019.
\n3. leikur \u00ed 5. ri\u00f0li,
\n\u00feri\u00f0judagurinn 24. okt\u00f3ber 2017,
\nklukkan 16:00 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma (18:00 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma)<\/p>\n

T\u00e9kkland – \u00cdsland<\/h1>\n

V\u00f6llur:\u00a0M?stsk\u00fd stadion (einnig \u00feekktur sem\u00a0Stadion v Husov\u00fdch sadech) \u00ed landb\u00fana\u00f0arborginni Znojmo \u00ed su\u00f0urhluta T\u00e9kklands. Heimali\u00f0i\u00f0 1. SC Znojmo leikur s\u00edna heimaleiki \u00e1 vellinum. \u00dea\u00f0 er hlaupabraut \u00ed kringum knattspyrnuv\u00f6llinn og leikvangurinn er stundum einnig nota\u00f0ur fyrir frj\u00e1lsar \u00ed\u00fer\u00f3ttir en \u00fe\u00f3 a\u00f0allega knattspyrnuleiki. V\u00f6llurinn var upphaflega tekinn \u00ed notkun \u00e1ri\u00f0 1958 en \u00fea\u00f0 \u00feurfti a\u00f0 endurbyggja hann t\u00f6luvert \u00e1ri\u00f0 2014 eftir a\u00f0 1. SC Znojmo vann s\u00e9r s\u00e6ti \u00ed efstu deild karla \u00ed T\u00e9kklandi. V\u00f6llurinn tekur n\u00fana 2.599 \u00e1horfendur \u00ed s\u00e6ti.<\/p>\n

\"\"
Mynd: 1. SC Znojmo<\/a><\/figcaption><\/figure>\n

D\u00f3mari:\u00a0Gy\u00f6ngyi Ga\u00e1l, fr\u00e1 Ungverjalandi<\/p>\n

Ve\u00f0ursp\u00e1: S\u00f3lsetur \u00ed Znojmo ver\u00f0ur kl. 17:50 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma \u00e1 \u00feessum leikdegi, 10 m\u00edn\u00fatum \u00e1\u00f0ur en leikurinn hefst. \u00dea\u00f0 mun \u00f3hj\u00e1kv\u00e6milega l\u00e6kka hitann eitthva\u00f0, sem ver\u00f0ur \u00feetta 10-12 gr\u00e1\u00f0ur yfir daginn. Vi\u00f0 s\u00f3lsetri\u00f0 mun hitinn l\u00edklega l\u00e6kka \u00ed 8-9 gr\u00e1\u00f0ur. \u00dea\u00f0 ver\u00f0ur sk\u00fdja\u00f0 en \u00f3l\u00edklegt a\u00f0 \u00fea\u00f0 rigni. Varla a\u00f0 vindur b\u00e6rist \u00e1 me\u00f0an leik stendur, \u00feetta ver\u00f0a 2-3 m\/s \u00ed nor\u00f0nor\u00f0vestan\u00e1tt. Myndi kalla \u00feetta lj\u00f3mandi f\u00ednt leikve\u00f0ur.<\/p>\n


\n

\u00deri\u00f0judagspart\u00fd!<\/h3>\n

Vi\u00f0 fengum gr\u00ed\u00f0arlega hresst f\u00f6studagspart\u00fd \u00e1 skrifstofut\u00edma fyrir helgi og n\u00fana er komi\u00f0 a\u00f0 afskaplega hressu \u00feri\u00f0judagspart\u00fdi \u00e1 \u00feeim t\u00edma \u00feegar flestir eru a\u00f0 kl\u00e1ra sinn hef\u00f0bundna vinnudag. Leikurinn ver\u00f0ur \u00ed \u00fer\u00e1\u00f0beinni \u00e1 R\u00daV og h\u00e6gt a\u00f0 streyma \u00fatsendinguna \u00ed vinnut\u00f6lvum, fars\u00edmum, spjaldt\u00f6lvum og sl\u00edku, fyrir j\u00fa utan \u00fea\u00f0 a\u00f0 smella honum \u00ed gang \u00ed gamla, g\u00f3\u00f0a sj\u00f3nvarpinu.<\/p>\n

Aftur m\u00e6lum vi\u00f0 me\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 f\u00f3lk geri s\u00e9r gla\u00f0an landsleiksdag \u00ed vinnunni, m\u00e6ti bl\u00e1kl\u00e6tt og peppa\u00f0 og laumist svo \u00ed a\u00f0 k\u00edkja \u00e1 leikinn ef \u00fea\u00f0 n\u00e6r ekki a\u00f0 kl\u00e1ra vaktina fyrir kick-off.<\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>