{"id":2308,"date":"2018-04-10T01:06:53","date_gmt":"2018-04-10T01:06:53","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=2308"},"modified":"2018-05-08T17:32:54","modified_gmt":"2018-05-08T17:32:54","slug":"leikdagur-faereyjar-island","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-faereyjar-island\/","title":{"rendered":"Leikdagur: F\u00e6reyjar – \u00cdsland"},"content":{"rendered":"

A-landsli\u00f0 kvenna vann \u00e1 f\u00f6studaginn mj\u00f6g g\u00f3\u00f0an \u00fatisigur \u00e1 Sl\u00f3ven\u00edu. S\u00e1 sigur kom li\u00f0inu t\u00edmabundi\u00f0 \u00ed efsta s\u00e6ti 5. ri\u00f0ils \u00ed undankeppninni fyrir HM \u00ed Frakklandi \u00e1 n\u00e6sta \u00e1ri. \u00dej\u00f3\u00f0verjar n\u00e1\u00f0u efsta s\u00e6tinu svo me\u00f0 sigri \u00e1 T\u00e9kkum \u00e1 laugardag en \u00fe\u00e6r \u00fe\u00fdsku hafa spila\u00f0 einum leik meira en \u00cdsland. \u00dej\u00f3\u00f0verjar spila svo \u00ed dag \u00ed Sl\u00f3ven\u00edu og ver\u00f0ur \u00feeim leik loki\u00f0 \u00e1\u00f0ur en leikurinn hefst \u00ed F\u00e6reyjum. \u00dea\u00f0 stefnir \u00ed h\u00f6rku bar\u00e1ttu um efsta s\u00e6ti\u00f0 \u00ed ri\u00f0linum og mikilv\u00e6gt a\u00f0 taka alla leiki alvarlega.<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

<\/p>\n

A-landsli\u00f0 kvenna,
\nundankeppni fyrir HM \u00ed Frakklandi 2019.
\n5. leikur \u00ed 5. ri\u00f0li,
\n\u00feri\u00f0judagurinn 10. apr\u00edl 2018,
\nklukkan 16:00 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma (17:00 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma).<\/p>\n

F\u00e6reyjar – \u00cdsland<\/h2>\n

V\u00f6llur:\u00a0T\u00f3rsv\u00f8llur \u00ed \u00de\u00f3rsh\u00f6fn, h\u00f6fu\u00f0sta\u00f0 F\u00e6reyja. V\u00f6llurinn var bygg\u00f0ur \u00e1ri\u00f0 1999 og tekur 6.040 \u00e1horfendur. \u00deetta er gervigrasv\u00f6llur me\u00f0 fl\u00f3\u00f0lj\u00f3sum. Leikvangurinn hefur gengi\u00f0 \u00ed gegnum nokkrar endurn\u00fdjanir \u00e1 \u00feessum 19 \u00e1rum, st\u00fakurnar st\u00e6kku\u00f0u og \u00feeim fj\u00f6lga\u00f0i svo n\u00fa er seti\u00f0 \u00e1 \u00feremur hli\u00f0um vallarins, fl\u00f3\u00f0lj\u00f3sin b\u00e6ttust auk \u00feess vi\u00f0 \u00e1ri\u00f0 2011.<\/p>\n

\"\"
Mynd: Regin Torkilsson<\/a><\/figcaption><\/figure>\n

D\u00f3mari:\u00a0Anastasia Romanyuk, fr\u00e1 \u00dakra\u00ednu.<\/p>\n

Ve\u00f0ursp\u00e1in: Stefnir \u00ed \u00e1g\u00e6tis ve\u00f0ur \u00ed F\u00e6reyjum. \u00dea\u00f0 ver\u00f0ur n\u00e1nast alsk\u00fdja\u00f0 en \u00fe\u00f3 ekki miklar l\u00edkur \u00e1 \u00farkomu. Hitinn ver\u00f0ur 6-7 gr\u00e1\u00f0ur \u00e1 C og vindurinn \u00feetta 3-4 metrar \u00e1 sek\u00fandu, nor\u00f0austan\u00e1tt. S\u00f3lin sest ekki fyrr en kl. 20:38 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma svo \u00fea\u00f0 \u00e6tti ekki a\u00f0 vera \u00fe\u00f6rf \u00e1 fl\u00f3\u00f0lj\u00f3sum yfir \u00feessum leik.<\/p>\n


\n

T\u00edmasetningin<\/h2>\n

Enn f\u00e1um vi\u00f0 \u00feessa skemmtilegu t\u00edmasetningu \u00e1 virkum degi \u00feegar kemur a\u00f0 landsleik hj\u00e1 kvennali\u00f0inu okkar. F\u00f6studagsleikurinn fyrir helgi byrja\u00f0i klukkan 14 og \u00feessi leikur mun hefjast klukkan 16 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma.<\/p>\n

\u00dea\u00f0 \u00fe\u00fd\u00f0ir ekki a\u00f0 f\u00e1rast of miki\u00f0 yfir \u00fevi n\u00fana, vonandi ver\u00f0ur \u00fer\u00f3unin bara s\u00fa a\u00f0 vi\u00f0 f\u00f6rum a\u00f0 sj\u00e1 svipa\u00f0a leikt\u00edma hj\u00e1 b\u00e1\u00f0um A-landsli\u00f0unum okkar svo \u00fea\u00f0 ver\u00f0i au\u00f0veldara a\u00f0 henda \u00ed g\u00f3\u00f0 \u00e1horfspart\u00fd.<\/p>\n

Annars er n\u00fa l\u00f6ngu kominn t\u00edmi \u00e1 a\u00f0 vi\u00f0 f\u00f6rum a\u00f0 skipuleggja eins og eina \u00fer\u00e6l\u00f6fluga T\u00f3lfupart\u00fdfer\u00f0 \u00e1 \u00fatileik til a\u00f0 sj\u00e1 stelpurnar okkar spila. Er \u00fea\u00f0 ekki alveg m\u00e1li\u00f0?<\/p>\n

N\u00fana treystum vi\u00f0 hins vegar \u00e1 a\u00f0 \u00feau ykkar sem vinni\u00f0 \u00e1 skrifstofut\u00edma n\u00e1i\u00f0 a\u00f0 laumast fyrr heim e\u00f0a taki\u00f0 einfaldlega leikinn, a\u00f0 hluta e\u00f0a \u00ed heild sinni, \u00ed vinnunni me\u00f0 einum e\u00f0a \u00f6\u00f0rum h\u00e6tti. Hann ver\u00f0ur s\u00fdndur \u00ed \u00fer\u00e1\u00f0beinni \u00e1 R\u00daV og a\u00f0gengilegur innan \u00cdslands \u00ed gegnum neti\u00f0.<\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>