{"id":2677,"date":"2018-08-31T23:43:39","date_gmt":"2018-08-31T23:43:39","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=2677"},"modified":"2018-09-01T01:12:30","modified_gmt":"2018-09-01T01:12:30","slug":"leikdagur-island-thyskaland","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-thyskaland\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – \u00de\u00fdskaland"},"content":{"rendered":"

Hv\u00edl\u00edkur leikur sem er framundan!<\/p>\n

<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

A-landsli\u00f0 kvenna,
\nundankeppni fyrir HM \u00ed Frakklandi 2019.
\n7. leikur \u00cdslands \u00ed 5. ri\u00f0li,
\nlaugardagurinn 1. september 2018,
\nklukkan 14:55.<\/p>\n

\u00cdsland – \u00de\u00fdskaland<\/h1>\n

V\u00f6llur: Laugardalsv\u00f6llurinn<\/p>\n

\u00cd fyrsta skipti\u00f0 ver\u00f0ur uppselt \u00e1 kvennalandsleik. \u00dea\u00f0 var kominn t\u00edmi til! \u00dev\u00edl\u00edkt stu\u00f0 sem \u00feetta ver\u00f0ur, a\u00f0 hafa tro\u00f0fullan v\u00f6ll og r\u00edfandi stemningu. \u00de\u00e6r \u00feurfa l\u00edka okkur \u00f6ll me\u00f0 s\u00e9r, n\u00fa skiptir m\u00e1li a\u00f0 vera ekki bara \u00e1horfandi heldur ver\u00f0a stu\u00f0ningsma\u00f0ur. S\u00fdna bl\u00e1a litinn og l\u00e1ta heyra \u00ed s\u00e9r.<\/p>\n

D\u00f3mari: bara b\u00fai\u00f0 a\u00f0 gefa \u00fat a\u00f0 Cheryl Foster fr\u00e1 Wales er fj\u00f3r\u00f0i d\u00f3mari.<\/p>\n

Ve\u00f0ursp\u00e1in:<\/p>\n

\u00dea\u00f0 ver\u00f0ur sk\u00fdja\u00f0 og m\u00f6gulega einhverjir dropar \u00ed lofti en heilt yfir \u00e6tti ekki a\u00f0 vera mikil rigning, mi\u00f0a\u00f0 vi\u00f0 ve\u00f0ursp\u00e1, \u00e1 me\u00f0an leik stendur. \u00dea\u00f0 ver\u00f0ur um 10 gr\u00e1\u00f0u hiti og 8 m\/s su\u00f0-su\u00f0-vestan. Semsagt, f\u00ednasta f\u00f3tboltave\u00f0ur! Vi\u00f0 h\u00f6fum alveg s\u00e9\u00f0 \u00fea\u00f0 verra.<\/p>\n


\n

Dagskr\u00e1in<\/h1>\n

\u00dei\u00f0 geti\u00f0 byrja\u00f0 \u00e1 a\u00f0 hita ykkur vel upp me\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 hlusta \u00e1 podcast T\u00f3lfunnar. S\u00ed\u00f0ustu tveir \u00fe\u00e6ttir hafa einmitt veri\u00f0 s\u00e9rstakir upphitunar\u00fe\u00e6ttir fyrir \u00feessa leiki kvennalandsli\u00f0sins.<\/p>\n

Freyr Alexandersson m\u00e6tti \u00ed s\u00ed\u00f0asta \u00fe\u00e1tt<\/a> og var me\u00f0 h\u00e1lfger\u00f0an t\u00f6flufund fyrir leikina, f\u00f3r yfir m\u00e1lin og lag\u00f0i l\u00ednurnar fyrir okkur T\u00f3lfurnar. Hlusti\u00f0 endilega \u00e1 \u00fea\u00f0.<\/p>\n

\u00cd \u00fe\u00e6ttinum \u00fear \u00e1 undan<\/a> m\u00e6tti Orri Rafn Sigur\u00f0arson, T\u00f3lfa, f\u00f3tboltabla\u00f0ama\u00f0ur og s\u00e9rlegur spekingur um kvennaf\u00f3tbolta, og vi\u00f0 vorum me\u00f0 vangaveltur um li\u00f0i\u00f0 og leikmenn.<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

KS\u00cd mun bj\u00f3\u00f0a upp \u00e1 veglegt stu\u00f0ningsmannasv\u00e6\u00f0i (Fan Zone) fyrir leik sem ver\u00f0ur a\u00f0 vanda sta\u00f0sett \u00e1 b\u00edlast\u00e6\u00f0unum fyrir framan Laugardalsv\u00f6ll. Fj\u00f6ri\u00f0 \u00fear byrjar klukkan 13:00, J\u00f3hanna Gu\u00f0r\u00fan mun m\u00e6ta \u00e1 sv\u00e6\u00f0i\u00f0 klukkan 13:30 og J\u00f3iP\u00e9 og Kr\u00f3li m\u00e6ta svo klukkan 14:00.<\/p>\n

\u00dearna ver\u00f0a l\u00edka hoppukastalar, f\u00f3tbolta\u00ferautir, andlitsm\u00e1lning, bl\u00f6\u00f0rulistamenn og t\u00f3nlistaratri\u00f0i. Auk \u00feess ver\u00f0ur veitingasala, verslun me\u00f0 landsleiksv\u00f6rur og salernisa\u00f0sta\u00f0a.<\/p>\n

T\u00f3lfan \u00e6tlar a\u00f0 byrja \u00e1 \u00d6lveri upp \u00far klukkan 12 \u00e1 h\u00e1degi. \u00dear munum vi\u00f0 hittast og hita upp. Ef \u00fei\u00f0 hafi\u00f0 alltaf haft \u00e1huga \u00e1 a\u00f0 taka \u00fe\u00e1tt \u00ed meira starfi me\u00f0 T\u00f3lfunni (tromma, skipuleggja vi\u00f0bur\u00f0i, lei\u00f0a stu\u00f0ninginn) \u00fe\u00e1 er \u00feetta mj\u00f6g g\u00f3\u00f0ur vettvangur til a\u00f0 koma s\u00e9r inn \u00ed \u00feann h\u00f3p. \u00d6ll velkomin og \u00fea\u00f0 v\u00e6ri s\u00e9rstaklega gaman a\u00f0 sj\u00e1 fleiri konur me\u00f0 okkur.<\/p>\n


\n

\u00cdsland<\/h1>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 19. s\u00e6ti<\/p>\n

Gengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: S J T J T J J S S S
\nMarkatalan \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: 16-8<\/p>\n

Landsli\u00f0s\u00fej\u00e1lfari: Freyr Alexandersson
\nFyrirli\u00f0i: Sara Bj\u00f6rk Gunnarsd\u00f3ttir<\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>