{"id":2729,"date":"2018-09-11T00:34:47","date_gmt":"2018-09-11T00:34:47","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=2729"},"modified":"2018-09-27T18:27:39","modified_gmt":"2018-09-27T18:27:39","slug":"leikdagur-island-belgia","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-belgia\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – Belg\u00eda"},"content":{"rendered":"

Eftir erfi\u00f0a byrjun \u00ed \u00dej\u00f3\u00f0adeildinni er strax komi\u00f0 a\u00f0 n\u00e6sta leik. \u00cd \u00feetta skipti er \u00feetta heimaleikur en m\u00f3therjinn er jafnvel enn sterkari \u00e1 bla\u00f0i en \u00feetta svissneska li\u00f0 sem vann \u00cdsland me\u00f0 miklum yfirbur\u00f0um \u00ed s\u00ed\u00f0asta leik. Bronsli\u00f0i\u00f0 fr\u00e1 HM m\u00e6tir \u00ed Laugardalinn, n\u00fa \u00feurfa menn a\u00f0 s\u00fdna \u00far hverju \u00feeir eru ger\u00f0ir.<\/p>\n

<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

A-landsli\u00f0 karla,
\n\u00dej\u00f3\u00f0adeild UEFA,
\nAnnar leikur \u00ed 2. ri\u00f0li \u00ed A-deildinni.
\n\u00deri\u00f0judagurinn 11. september 2018,
\nklukkan 18:45.<\/p>\n

\u00cdsland – Belg\u00eda<\/h1>\n

V\u00f6llur: Laugardalsv\u00f6llurinn<\/p>\n

\u00dea\u00f0 heyr\u00f0ist \u00feokkalega vel \u00ed \u00feeim \u00cdslendingum sem m\u00e6ttu til Sviss, \u00fe\u00f3tt f\u00e1mennir v\u00e6ru. N\u00fa \u00feurfum vi\u00f0 hins vegar a\u00f0 l\u00e1ta heyra almennilega \u00ed okkur \u00e1 heimavelli og leyfa b\u00e6\u00f0i li\u00f0inu og n\u00fdja \u00fej\u00e1lfarateyminu a\u00f0 finna a\u00f0 vi\u00f0 sty\u00f0jum \u00fea\u00f0 \u00ed botn. Reiknum me\u00f0 fullum velli a\u00f0 vanda. M\u00e6tum bl\u00e1kl\u00e6dd og tilb\u00fain a\u00f0 syngja og hvetja.<\/p>\n

D\u00f3mari: Sergei Karasev, fr\u00e1 R\u00fasslandi.<\/p>\n

Ve\u00f0ursp\u00e1:<\/p>\n

\u00dea\u00f0 ver\u00f0ur sk\u00fdja\u00f0 allan leikdaginn og g\u00e6ti veri\u00f0 sm\u00e1vegis \u00farkoma h\u00e9r og \u00fear. \u00dea\u00f0 \u00e6tti \u00fe\u00f3 ekki a\u00f0 vera hellirigning en vi\u00f0 vitum svosem aldrei almennilega me\u00f0 \u00fea\u00f0. Hitinn \u00e1 me\u00f0an leik stendur \u00e6tti a\u00f0 ver\u00f0a 8 gr\u00e1\u00f0ur me\u00f0 4-5 m\/s vest-nor\u00f0-vestan\u00e1tt. Temmilegasta ve\u00f0ur bara.<\/p>\n


\n

Dagskr\u00e1<\/h1>\n

\u00dea\u00f0 ver\u00f0ur hef\u00f0bundin heimaleikjadagskr\u00e1 hj\u00e1 okkur \u00ed \u00feetta skipti\u00f0. Vi\u00f0 byrjum a\u00f0 sj\u00e1lfs\u00f6g\u00f0u \u00e1 BK kj\u00faklingi, \u00fear ver\u00f0ur h\u00e6gt a\u00f0 f\u00e1 lj\u00faffenga v\u00e6ngi og me\u00f0 \u00fev\u00ed klukkan 15:00. \u00d3keypis fyrir \u00f6ll sem m\u00e6ta \u00ed landsli\u00f0s- og\/e\u00f0a T\u00f3lfutreyju.<\/p>\n

\u00dea\u00f0an h\u00f6ldum vi\u00f0 venju samkv\u00e6mt yfir \u00e1 \u00d6lver \u00fear sem vi\u00f0 k\u00edkjum \u00e1 drykkjar\u00farval sta\u00f0arins og hitum upp raddb\u00f6ndin.<\/p>\n

Upp\u00far klukkan 17:00 m\u00e6tir Freysi \u00e1 sta\u00f0inn me\u00f0 t\u00f6flufundinn. \u00dea\u00f0 \u00e6tti varla a\u00f0 \u00feurfa a\u00f0 taka fram reglurnar en a\u00f0 sj\u00e1lfs\u00f6g\u00f0u lekur ekki eitt or\u00f0 \u00fat af \u00feessum fundi, engir s\u00edmar \u00e1 lofti, ekkert kjaft\u00e6\u00f0i, bara vir\u00f0ing og vinsemd.<\/p>\n

Klukkan 17:30 \u00e6tlar Skapti Hallgr\u00edmsson a\u00f0 k\u00edkja \u00e1 okkur og kynna gl\u00e6n\u00fdja b\u00f3k s\u00edna sem fjallar um HM \u00e6vint\u00fdri\u00f0 okkar \u00ed R\u00fasslandi. B\u00f3kin kemur einmitt \u00fat \u00e1 \u00feessum g\u00f3\u00f0a leikdegi. B\u00f3kin er skrifu\u00f0 \u00ed dagb\u00f3karformi um upplifunina af R\u00fasslandi, svo er \u00edtarleg umfj\u00f6llun um leikina sj\u00e1lfa, smekkfullt af t\u00f6lfr\u00e6\u00f0i og um \u00fea\u00f0 bil 200 lj\u00f3smyndir. Vegleg b\u00f3k og eiguleg.<\/p>\n

Eftir b\u00f3karkynninguna h\u00f6ldum vi\u00f0 ni\u00f0ur a\u00f0 velli, k\u00edkjum \u00e1 stemninguna \u00e1 Fan Zone og h\u00f6ldum svo snemma \u00ed st\u00fakuna. \u00dear ver\u00f0um vi\u00f0 a\u00f0 sj\u00e1lfs\u00f6g\u00f0u bl\u00e1kl\u00e6dd og tilb\u00fain a\u00f0 syngja h\u00e1st\u00f6fum og hvetja li\u00f0i\u00f0.<\/p>\n


\n

\u00cdsland<\/h1>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 32. s\u00e6ti<\/p>\n

Gengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: S S T T T J J T T T
\nMarkatalan \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: 17-23<\/p>\n

Landsli\u00f0s\u00fej\u00e1lfari: Erik Hamr\u00e9n.
\nFyrirli\u00f0i: Aron Einar Gunnarsson er vanalega fyrirli\u00f0inn en vi\u00f0 reiknum me\u00f0 a\u00f0 Gylfi haldi bandinu fr\u00e1 \u00fev\u00ed \u00ed leiknum gegn Sviss.<\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>