{"id":2754,"date":"2018-10-15T09:49:58","date_gmt":"2018-10-15T09:49:58","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=2754"},"modified":"2018-10-15T09:49:58","modified_gmt":"2018-10-15T09:49:58","slug":"leikdagur-island-sviss-2","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-sviss-2\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – Sviss"},"content":{"rendered":"

\u00dea\u00f0 eru skiptar sko\u00f0anir \u00e1 \u00dej\u00f3\u00f0adeild Evr\u00f3pu. Sumum finnst \u00feessi keppni algj\u00f6r \u00f3\u00fearfi, tilgangslaus og bara til \u00feess fallin a\u00f0 skapa \u00f3\u00fearflega miki\u00f0 \u00e1lag \u00e1 knattspyrnumenn \u00e1 me\u00f0an a\u00f0rir sj\u00e1 m\u00f6guleikann \u00ed a\u00f0 \u00feetta ver\u00f0i alv\u00f6ru keppni sem gaman ver\u00f0i a\u00f0 vinna. Vi\u00f0 ver\u00f0um a\u00f0 sj\u00e1 til hvernig \u00fer\u00f3unin ver\u00f0ur \u00e1 keppninni en h\u00e9r erum vi\u00f0 n\u00fana og \u00fea\u00f0 er komi\u00f0 a\u00f0 \u00feri\u00f0ja leik \u00cdslands \u00ed keppninni. Fyrri tveir endu\u00f0u ekki vel svo \u00fea\u00f0 er \u00ed \u00fea\u00f0 minnsta tilefni fyrir leikmenn og stu\u00f0ningsf\u00f3lk a\u00f0 gera betur, s\u00fdna a\u00f0 vi\u00f0 viljum halda \u00e1fram a\u00f0 n\u00e1 g\u00f3\u00f0um \u00e1rangri inni \u00e1 vellinum og \u00ed st\u00fakunni. Komaso!<\/p>\n

<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

A-landsli\u00f0 karla,
\n\u00dej\u00f3\u00f0adeild UEFA.
\n\u00deri\u00f0ji leikur \u00cdslands \u00ed 2. ri\u00f0li \u00ed A-deild.
\nM\u00e1nudagurinn 15. okt\u00f3ber 2018,
\nklukkan 18:45.<\/p>\n

\u00cdsland – Sviss<\/h1>\n

V\u00f6llur: Laugardalsv\u00f6llur<\/p>\n

Hann tekur alveg 9.800 manns. Li\u00f0i\u00f0 \u00e1 skili\u00f0 a\u00f0 f\u00e1 g\u00f3\u00f0a m\u00e6tingu og g\u00f3\u00f0an stu\u00f0ning. Vi\u00f0 vitum a\u00f0 \u00fea\u00f0 er d\u00fdrt a\u00f0 fara \u00e1 \u00feessa leiki, s\u00e9rstaklega mi\u00f0a\u00f0 vi\u00f0 a\u00f0 ekki er um undankeppni st\u00f3rm\u00f3ts a\u00f0 r\u00e6\u00f0a. En vi\u00f0 vonum a\u00f0 sem flest ykkar sj\u00e1i\u00f0 s\u00e9r f\u00e6rt a\u00f0 m\u00e6ta og a\u00f0 \u00feau ykkar sem m\u00e6ti\u00f0 taki\u00f0 \u00fe\u00e1tt \u00ed a\u00f0 sty\u00f0ja li\u00f0i\u00f0 og hvetja \u00fea\u00f0 \u00e1fram. L\u00e1tum heyra \u00ed okkur og peppum li\u00f0i\u00f0.<\/p>\n

D\u00f3mari: Andreas Ekberg, fr\u00e1 Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0.<\/p>\n

Ve\u00f0ursp\u00e1:<\/p>\n

\u00dea\u00f0 ver\u00f0ur ekki mj\u00f6g heitt \u00e1 me\u00f0an leik stendur, sp\u00e1in segir 4-5 gr\u00e1\u00f0ur. En \u00fea\u00f0 \u00e6tti ekki a\u00f0 rigna miki\u00f0. \u00dea\u00f0 ver\u00f0ur sk\u00fdja\u00f0 og m\u00f6gulega einhverjir dropar. Hins vegar ver\u00f0ur ekki mikill vindur, bara 2-4 m\/s af su\u00f0-austan\u00e1tt.<\/p>\n


\n

Dagskr\u00e1in<\/h1>\n

Klass\u00edsk dagskr\u00e1. V\u00e6ngir \u00e1 BK klukkan 15. \u00d6lver klukkan 16. T\u00f6flufundur, ganga ni\u00f0ur \u00e1 fanzone, st\u00fakan, \u00fej\u00f3\u00f0l\u00f6gin sungin og svo peppa\u00f0 yfir leiknum. Skothelt!<\/p>\n


\n

\u00cdsland<\/h1>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 36. s\u00e6ti, fellur um 4 s\u00e6ti fr\u00e1 s\u00ed\u00f0asta lista.<\/p>\n

Gengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: T T T J J T T T T J
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: 9-27<\/p>\n

Landsli\u00f0s\u00fej\u00e1lfari: Erik Hamr\u00e9n.
\nA\u00f0sto\u00f0arlandsli\u00f0s\u00fej\u00e1lfari: Freyr Alexandersson.<\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>