{"id":2769,"date":"2018-11-14T22:34:52","date_gmt":"2018-11-14T22:34:52","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=2769"},"modified":"2018-11-14T22:34:52","modified_gmt":"2018-11-14T22:34:52","slug":"leikdagur-belgia-island","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-belgia-island\/","title":{"rendered":"Leikdagur: Belg\u00eda – \u00cdsland"},"content":{"rendered":"

\u00dea\u00f0 er komi\u00f0 a\u00f0 s\u00ed\u00f0asta leik \u00cdslands \u00ed \u00feessari frumraun \u00dej\u00f3\u00f0adeildar UEFA. Og \u00fea\u00f0 er \u00fatileikur gegn sterkasta li\u00f0inu \u00ed ri\u00f0linum. \u00dea\u00f0 er spennandi \u00e1 sinn h\u00e1tt, s\u00e9rstaklega \u00fear sem \u00fea\u00f0 er enn a\u00f0 einhverju a\u00f0 keppa. \u00cdsland getur enn komi\u00f0 s\u00e9r \u00ed h\u00f3p \u00feeirra li\u00f0a sem ver\u00f0a \u00ed efsta styrkleikaflokki \u00feegar dregi\u00f0 ver\u00f0ur \u00ed ri\u00f0la \u00ed undankeppni EM 2020. \u00dea\u00f0 ver\u00f0ur erfitt, mikil \u00e1skorun, en \u00feessir str\u00e1kar okkar elska g\u00f3\u00f0ar \u00e1skoranir.<\/p>\n

<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

A-landsli\u00f0 karla,
\n\u00dej\u00f3\u00f0adeild UEFA,
\nfj\u00f3r\u00f0i og s\u00ed\u00f0asti leikur \u00cdslands \u00ed 2. ri\u00f0li \u00ed A-deild.
\nFimmtudagurinn 15. n\u00f3vember 2018,
\nklukkan 19:45 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma (20:45 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma).<\/p>\n

Belg\u00eda – \u00cdsland<\/h1>\n

V\u00f6llur: Koning Boudewijnstadion \u00ed Brussel.<\/p>\n

Knattspyrnuv\u00f6llurinn heitir n\u00fa eftir Baldvin Belg\u00edukonungi, sem r\u00edkti \u00e1 \u00e1runum 1952-1993. Baldvin konungur f\u00e6ddist \u00e1ri\u00f0 1930 en \u00fea\u00f0 sama \u00e1r var fa\u00f0ir hans, Le\u00f3pold \u00feri\u00f0ji, vi\u00f0staddur opnun \u00feessa leikvangs. \u00de\u00e1 var Le\u00f3pold reyndar ekki or\u00f0inn konungur enn\u00fe\u00e1, heldur m\u00e6tti \u00feanga\u00f0 sem kr\u00f3nprins Belg\u00edu. V\u00f6llurinn var ekki kominn me\u00f0 nafn \u00f3f\u00e6dds sonar Le\u00f3polds (Baldvin f\u00e6ddist r\u00famum 2 vikum eftir opnunarh\u00e1t\u00ed\u00f0ina) heldur h\u00e9t \u00fearna\u00a0Stade du Centenaire<\/em> \u00e1 fr\u00f6nsku e\u00f0a\u00a0Jubelstadion<\/em> \u00e1 hollensku. Nafni\u00f0 f\u00e9kk hann vegna \u00feess a\u00f0 hann var tekinn \u00ed notkun \u00e1 100 \u00e1ra afm\u00e6li Belg\u00edu.<\/p>\n

\u00c1ri\u00f0 1946 f\u00e9kk hann \u00fe\u00f3 sitt \u00feekktasta nafn. \u00de\u00e1 var v\u00f6llurinn tekinn \u00ed notkun aftur eftir Seinni heimsstyrj\u00f6ldina, \u00ed nokku\u00f0 breyttu standi. \u00c1\u00f0ur haf\u00f0i \u00feetta veri\u00f0 alhli\u00f0a \u00ed\u00fer\u00f3ttav\u00f6llur, me\u00f0al annars me\u00f0 hj\u00f3labraut \u00ed kringum f\u00f3tboltav\u00f6llinn sj\u00e1lfan en fyrir framan \u00e1horfendast\u00fakur. Hj\u00f3labrautin haf\u00f0i hins vegar veri\u00f0 sm\u00ed\u00f0u\u00f0 \u00far tr\u00e9 og \u00fev\u00ed b\u00fatu\u00f0 ni\u00f0ur til a\u00f0 nota sem eldivi\u00f0 \u00ed str\u00ed\u00f0inu. \u00dea\u00f0 \u00fe\u00f3tti hins vegar til b\u00f3ta a\u00f0 losna vi\u00f0 brautina svo h\u00fan var ekki endursm\u00ed\u00f0u\u00f0 eftir str\u00ed\u00f0i\u00f0. V\u00f6llurinn f\u00e9kk hins vegar nafni\u00f0\u00a0Stade du Heysel\u00a0<\/em>e\u00f0a\u00a0Heizelstadion.<\/em><\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>