{"id":2872,"date":"2019-08-28T23:15:29","date_gmt":"2019-08-28T23:15:29","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=2872"},"modified":"2019-08-29T11:08:27","modified_gmt":"2019-08-29T11:08:27","slug":"leikdagur-island-ungverjaland-2","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-ungverjaland-2\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – Ungverjaland"},"content":{"rendered":"

N\u00fd undankeppni fyrir n\u00fdtt st\u00f3rm\u00f3t. N\u00fa \u00e6tlum vi\u00f0 \u00e1 EM \u00ed v\u00f6ggu knattspyrnunnar, Englandi. Kvennaknattspyrnan hefur veri\u00f0 \u00ed mikilli s\u00f3kn hj\u00e1 Englendingum s\u00ed\u00f0ustu \u00e1r og ver\u00f0ur \u00f6rugglega or\u00f0in enn st\u00e6rri \u00feegar lokam\u00f3t EM 2021 hefst \u00fear 11. j\u00fal\u00ed 2021. V\u00e6ntanlega ver\u00f0ur stemningin engu minni \u00feegar m\u00f3tinu l\u00fdkur me\u00f0 \u00farslitaleik \u00e1 Wembley, \u00feann 1. \u00e1g\u00fast sama sumar. Hver elskar ekki a\u00f0 skella s\u00e9r \u00ed g\u00f3\u00f0a f\u00f3tboltafer\u00f0 til Englands? \u00deanga\u00f0 viljum vi\u00f0 \u00ed T\u00f3lfunni allavega fara. Fer\u00f0alagi\u00f0 \u00feanga\u00f0 hefst me\u00f0 \u00feessum leik.<\/p>\n

<\/p>\n

\"\"<\/p>\n

A-landsli\u00f0 kvenna,
\nundankeppni fyrir EM 2021.
\nFyrsti leikur \u00ed F-ri\u00f0li.
\nFimmtudagurinn 29. \u00e1g\u00fast 2019,
\nklukkan 18:45.<\/p>\n

\u00cdsland – Ungverjaland<\/h1>\n

V\u00f6llur: Laugardalsv\u00f6llur.<\/p>\n

Hven\u00e6r f\u00e1um vi\u00f0 n\u00fdjan Laugardalsv\u00f6ll? Ekki a\u00f0 vi\u00f0 \u00feurfum endilega st\u00e6rri v\u00f6ll, vi\u00f0 \u00feurfum bara betri v\u00f6ll me\u00f0 betri a\u00f0st\u00f6\u00f0u fyrir b\u00e6\u00f0i leikmenn, a\u00f0standendur, stu\u00f0ningsf\u00f3lk og \u00e1horfendur. Koma svo, KS\u00cd!<\/p>\n

D\u00f3mari: Abigail Marriott fr\u00e1 Englandi<\/p>\n


\n

Dagskr\u00e1 og ve\u00f0ur<\/h1>\n

A\u00f0 venju ver\u00f0ur \u00d6lver opinn fyrir okkur stu\u00f0ningsf\u00f3lk \u00edslensku landsli\u00f0anna \u00e1 leikdegi. \u00deeir sem vilja geta bruna\u00f0 \u00feanga\u00f0 beint eftir vinnu (e\u00f0a \u00feess vegna m\u00e6tt \u00feanga\u00f0 klukkan 10:00 \u00feegar opnar, ef f\u00f3lk er \u00ed fr\u00edi) og byrja\u00f0 a\u00f0 hita sig upp fyrir leik. Vi\u00f0 m\u00e6lum me\u00f0 a\u00f0 stu\u00f0ningsf\u00f3lk og \u00e1horfendur skili s\u00e9r t\u00edmanlega \u00ed st\u00fakuna svo \u00fej\u00f3\u00f0s\u00f6ngurinn ver\u00f0i almennilegur!<\/p>\n

Embed from Getty Images<\/a>