{"id":717,"date":"2016-05-29T16:11:56","date_gmt":"2016-05-29T16:11:56","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=717"},"modified":"2018-05-08T17:38:49","modified_gmt":"2018-05-08T17:38:49","slug":"borgarpistill-lyon","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/borgarpistill-lyon\/","title":{"rendered":"Borgarpistill: Lyon"},"content":{"rendered":"

\"yfirs\u00fdn\"<\/a><\/p>\n

\u00cdslendingar eru reyndar ekki a\u00f0 keppa \u00ed Lyon \u00feannig a\u00f0 \u00feessi pistill kemur sem svona auka pistill \u00ed umfj\u00f6llun okkar um EM en \u00fear sem \u00feessi fallega borg \u00e1 eftir a\u00f0 vera \u201eheimili\u201c margra \u00edslendinga \u00e1 einhverjum t\u00edmapunkti \u00ed keppninni, var ekki anna\u00f0 h\u00e6gt en a\u00f0 fjalla s\u00e9rstaklega um hana.<\/p>\n

<\/p>\n

\"800px-Traboule_courtyard_C_staircase_Lyon\"<\/a><\/p>\n

Lyon er \u00feri\u00f0ja st\u00e6rsta borg Frakklands me\u00f0\u00a02.180.000 \u00edb\u00faa og alveg lj\u00f3st a\u00f0 a\u00f0d\u00e1endur fornra byggingalistar og matarunnendur eiga eftir a\u00f0 d\u00fdrka \u00feessa borg. \u00deessi gamla, fallega borg, sem var stofnu\u00f0 af R\u00f3mverjum og slapp n\u00e1nast alveg fr\u00e1 b\u00e1\u00f0um heimsstyrj\u00f6ldum, hefur var\u00f0veist \u00f3tr\u00falega vel \u00ed gegnum aldirnar og eru \u00fer\u00f6ngar g\u00f6tur og sund \u00e1kve\u00f0in kennileiti borgarinnar. \u00deessar g\u00f6tur eru betur \u00feekktar sem traboules<\/em> af heimam\u00f6nnum. \u00cd mi\u00f0ri borginni m\u00e1 finna hverfi sem heitir La Presqu’ile sem er \u00e1 milli \u00e1nna Rhone og Saone en \u00ed \u00feessu hverfi er \u00feessi \u00e1kve\u00f0na byggingarlist mest \u00e1berandi. Matarmenning borgarinnar er \u00e1berandi og m\u00e1 finna \u00f3tr\u00falega miki\u00f0 af litlum veitingast\u00f6\u00f0um v\u00ed\u00f0svegar um \u00fer\u00f6ngar g\u00f6tur Lyon, en \u00feess m\u00e1 geta a\u00f0 borgin hefur s\u00edna eigin tegund af veitingast\u00f6\u00f0um sem kallast bouchons<\/em> en \u00fear m\u00e1 finna lost\u00e6ti sem og sv\u00ednakj\u00f6t grilla\u00f0 a\u00f0 h\u00e6tti heimamanna (sem er v\u00edst heimsfr\u00e6gt), andak\u00e6fu og franskar pylsur (EKKI SS pylsur!). \u00deessar g\u00f6tur eru \u00e1berandi en ein gata stendur \u00fe\u00f3 upp \u00far ef f\u00f3lk hefur \u00e1huga a\u00f0 prufa franska matarmenningu \u00ed allri sinni d\u00fdr\u00f0. S\u00fa gata heitir Merci\u00e8re og er h\u00fan st\u00fatfull af veitingast\u00f6\u00f0um og nokku\u00f0 lj\u00f3st a\u00f0 ma\u00f0ur fari ekki svangur \u00fea\u00f0an.<\/p>\n

\"bouncons\"<\/a><\/p>\n

Eins og var nefnt \u00e1\u00f0an \u00fe\u00e1 er byggingarlist \u00e1berandi \u00ed Lyon og \u00fea\u00f0 koma upp \u00f3tal sta\u00f0ir sem h\u00e6gt er a\u00f0 nefna sem bj\u00f3\u00f0a upp \u00e1 skemmtilega byggingarh\u00f6nnun og n\u00e1tt\u00farulega fegur\u00f0 en \u00fear sem \u00e9g get ekki fjalla\u00f0 um hvern sta\u00f0 s\u00e9rstaklega \u00e1n \u00feess a\u00f0 gefa \u00fat b\u00f3k \u00fe\u00e1 mun \u00e9g nefna h\u00e9rna \u00fe\u00e1 helstu sta\u00f0i sem eru \u00feess vir\u00f0i a\u00f0 sko\u00f0a n\u00e1nar. Fourviere hl\u00ed\u00f0in er sta\u00f0ur \u00fear sem m\u00e1 finna r\u00f3mverska byggingarlist og er sag\u00f0ur vera \u00e1kj\u00f3sanlegasti sta\u00f0urinn til a\u00f0 taka panorama mynd yfir borgina. La Croix-Rousse er sta\u00f0ur sem er l\u00fdst sem \u00feorpi innan borgar en \u00e1 \u00feessum sta\u00f0 var silki miki\u00f0 unni\u00f0, keypt og selt en silki var a\u00f0al\u00fatflutningsvara Lyon \u00e1 19. og 20. \u00f6ld og m\u00e1 finna fornar verksmi\u00f0jur sem enn standa \u00fearna og hafa var\u00f0veist. Ef \u00fe\u00fa vilt versla og nj\u00f3ta \u00fats\u00fdnis \u00e1 sama t\u00edma er m\u00e6lt me\u00f0 La Confluence.<\/p>\n

\"merci\u00e8re\"<\/a><\/p>\n

\u00c1n \u00feess a\u00f0 fara eitthva\u00f0 s\u00e9rstaklega \u00fat \u00ed tr\u00faabr\u00f6g\u00f0 e\u00f0a \u00e1l\u00edka \u00fe\u00e1 er d\u00f3mkirkja borgarinnar efst upp \u00e1 Fourviere hl\u00ed\u00f0inni og vir\u00f0ist vera sta\u00f0ur sem enginn m\u00e1 l\u00e1ta framhj\u00e1 s\u00e9r fara \u00feegar Lyon heims\u00f3tt. Basilique de Fourvi\u00e8re kirkjan, l\u00edka \u00feekkt sem\u00a0Basilica Notre-Dame de Fourvi\u00e8re, stendur yfir borginni eins og \u00e1kve\u00f0inn verndarengill borgarinnar (borgin slapp vi\u00f0 \u00f3tal str\u00ed\u00f0, kannski eitthva\u00f0 til \u00ed \u00feessu?) en \u00feegar upp er komi\u00f0 er ekki bara \u00feessi risavaxna kirkja sem m\u00e6tir \u00fe\u00e9r heldur \u00fats\u00fdni yfir borgina hvert sem liti\u00f0 er. Kirkjan var bygg\u00f0 1872 og \u00fea\u00f0 t\u00f3k 12 \u00e1r a\u00f0 byggja hana (12… tilviljun??), h\u00fan er bygg\u00f0 sem nokkurs konar minnisvar\u00f0i um svarta dau\u00f0a faraldurinn sem f\u00f3r yfir Evr\u00f3pu og heimsbygg\u00f0ina um mi\u00f0ja 17. \u00f6ld \u00e1 m\u00e6likvar\u00f0a sem aldrei hefur \u00a0s\u00e9st \u00e1\u00f0ur e\u00f0a s\u00ed\u00f0an en Lyon slapp fur\u00f0u vel fr\u00e1 \u00feessum hamf\u00f6rum (greinilega gott a\u00f0 b\u00faa \u00ed Lyon). \u00de\u00f6kku\u00f0u heimamenn sem lif\u00f0u \u00ed gegnum \u00feessar hamfarir fyrst og fremst tr\u00fanni og \u00e1 endanum bygg\u00f0u \u00feeir \u00feessa kirkju til minnis um \u00fea\u00f0. \u00c1rlega er haldi\u00f0 s\u00e9rstaklega upp \u00e1 \u00feessa heppni heimamanna \u00ed h\u00e1t\u00ed\u00f0 sem kallast\u00a0F\u00eate des Lumi\u00e8res e\u00f0a Lj\u00f3sah\u00e1t\u00ed\u00f0in. \u00de\u00e1 er borgin umvafin kertum og lj\u00f3sum \u00ed desembern\u00f3ttinni til hei\u00f0urs Mar\u00edu Mey, verndarengli borgarinnar.<\/p>\n

\"kirkja\"<\/a><\/p>\n

Fanzone Lyon m\u00e1 finna \u00e1 torginu\u00a0Place Bellecour en \u00fea\u00f0 er m.a. sama torg og knattspyrnuli\u00f0 Lyon fagnar \u00f6llum s\u00ednum titlum. Torgi\u00f0 er a\u00f0 v\u00edsu nokku\u00f0 langt fr\u00e1 n\u00fdja leikvangi borgarinnar, Stade De Lyon, sem bygg\u00f0ur var s\u00e9rstaklega fyrir EM en \u00fea\u00f0 skiptir okkur \u00cdslendinga ekki neinu s\u00e9rst\u00f6ku m\u00e1li \u00fear sem vi\u00f0 erum ekki a\u00f0 fara keppa \u00fear (allavega ekki \u00ed ri\u00f0lakeppninni). En 13. j\u00fani, degi fyrir opnunarleik okkar gegn Port\u00fagal, munu Belg\u00eda og \u00cdtal\u00eda m\u00e6tast og fyrir \u00fe\u00e1 sem ver\u00f0a \u00ed borginni \u00feann dag en hafa ekki mi\u00f0a \u00e1 leikinn \u00fe\u00e1 er Fanzone Lyon m\u00e1li\u00f0.<\/p>\n

\"13288534_10153505909456781_767845383_o\"<\/a><\/p>\n

K\u00e6r \u00c1fram \u00cdsland<\/em> kve\u00f0ja,<\/p>\n

\u00c1rni \u00de\u00f3r Gunnarsson<\/p>\n","protected":false},"excerpt":{"rendered":"

\u00cdslendingar eru reyndar ekki a\u00f0 keppa \u00ed Lyon \u00feannig a\u00f0 \u00feessi pistill kemur sem svona auka pistill \u00ed umfj\u00f6llun okkar um EM en \u00fear sem \u00feessi fallega borg \u00e1 eftir a\u00f0 vera \u201eheimili\u201c margra \u00edslendinga \u00e1 einhverjum t\u00edmapunkti \u00ed keppninni, var ekki anna\u00f0 h\u00e6gt en a\u00f0 fjalla s\u00e9rstaklega um hana.<\/p>\n","protected":false},"author":16,"featured_media":731,"comment_status":"closed","ping_status":"open","sticky":false,"template":"","format":"standard","meta":{"footnotes":"","twitterCardType":"","cardImageID":0,"cardImage":"","cardTitle":"","cardDesc":"","cardImageAlt":"","cardPlayer":"","cardPlayerWidth":0,"cardPlayerHeight":0,"cardPlayerStream":"","cardPlayerCodec":""},"categories":[31,1,2,20,80,6],"tags":[],"_links":{"self":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/posts\/717"}],"collection":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/posts"}],"about":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/types\/post"}],"author":[{"embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/users\/16"}],"replies":[{"embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/comments?post=717"}],"version-history":[{"count":0,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/posts\/717\/revisions"}],"wp:featuredmedia":[{"embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/media\/731"}],"wp:attachment":[{"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/media?parent=717"}],"wp:term":[{"taxonomy":"category","embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/categories?post=717"},{"taxonomy":"post_tag","embeddable":true,"href":"https:\/\/tolfan.is\/wp-json\/wp\/v2\/tags?post=717"}],"curies":[{"name":"wp","href":"https:\/\/api.w.org\/{rel}","templated":true}]}}