{"id":851,"date":"2016-06-14T00:06:33","date_gmt":"2016-06-14T00:06:33","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=851"},"modified":"2018-05-08T16:26:55","modified_gmt":"2018-05-08T16:26:55","slug":"leikdagur-portugal-island","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-portugal-island\/","title":{"rendered":"Leikdagur: Port\u00fagal – \u00cdsland"},"content":{"rendered":"

J\u00e6ja, \u00fe\u00e1 er komi\u00f0 a\u00f0 \u00fev\u00ed! S\u00f6gulegur dagur, s\u00f6gulegur leikur, s\u00f6gulegur leikdagur! \u00cdslenska A-landsli\u00f0 karla hefur n\u00fa leik \u00e1 s\u00ednu fyrsta st\u00f3rm\u00f3ti. \u00dev\u00edl\u00edk veisla.<\/p>\n

\"Flag-Pins-Portugal-Iceland\"<\/a><\/p>\n

<\/p>\n

Evr\u00f3pukeppni karla \u00ed knattspyrnu
\n\u00deri\u00f0judagurinn 14. j\u00fan\u00ed 2016
\nKlukkan 19:00 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma, 21:00 a\u00f0 fr\u00f6nskum<\/p>\n

Port\u00fagal – \u00cdsland<\/strong><\/p>\n

V\u00f6llur: Stade Geoffroy-Guichard \u00ed Saint-\u00c9tienne, tekur 42.000 manns (\u00feeir sem vilja vita meira um v\u00f6llinn geta sko\u00f0a\u00f0 \u00feennan upphitunarpistil um v\u00f6llinn<\/a>)<\/p>\n

D\u00f3mari:\u00a0C\u00fcneyt \u00c7ak?r, fr\u00e1 Tyrklandi
\nA\u00f0sto\u00f0ard\u00f3marar: Bahattin Duran og Tarik Ongun, tyrkneskir
\nSprotad\u00f3marar:\u00a0H\u00fcseyin G\u00f6\u00e7ek og\u00a0Bar?? ?im?ek, tyrkneskir
\n4. d\u00f3mari: Carlos del Cerro, fr\u00e1 Sp\u00e1ni<\/p>\n

Hinn 39 \u00e1ra gamli \u00c7ak?r er reynslumikill d\u00f3mari, hann hefur d\u00e6mt f\u00f3tboltaleiki fr\u00e1 \u00e1rinu 1994. Hann byrja\u00f0i a\u00f0 d\u00e6ma \u00ed efstu deild \u00e1ri\u00f0 2001 og var\u00f0 al\u00fej\u00f3\u00f0legur FIFA-d\u00f3mari \u00e1ri\u00f0 2006.<\/p>\n

Hann hefur d\u00e6mt \u00e1 eftirfarandi st\u00f3rm\u00f3tum landsli\u00f0a:
\nHM 2014
\nHM U-20 2013
\nEM 2012
\nHM U-20 2011
\nEM U-21 2009
\nEM U-19 2007<\/p>\n

Auk \u00feess hefur hann d\u00e6mt \u00farslitaleiki Meistaradeildar Evr\u00f3pu \u00e1ri\u00f0 2015 og \u00farslitaleik Heimsmeistaram\u00f3ts f\u00e9lagsli\u00f0a \u00e1ri\u00f0 2012.<\/p>\n

Upphitun \u00ed Frakklandi og Reykjav\u00edk<\/h1>\n

S\u00e1 hluti T\u00f3lfunnar sem er \u00ed Saint-\u00c9tienne og \u00e1 lei\u00f0 \u00e1 leikinn \u00e6tlar a\u00f0 hittast \u00e1 Fanzone sv\u00e6\u00f0i borgarinnar. Sv\u00e6\u00f0i\u00f0 sj\u00e1lft opnar klukkan 14 a\u00f0 fr\u00f6nskum t\u00edma og um a\u00f0 gera a\u00f0 m\u00e6ta t\u00edmanlega. Allir stu\u00f0ningsmenn \u00cdslands eru velkomnir a\u00f0 taka \u00fe\u00e1tt \u00ed \u00fev\u00ed fj\u00f6ri, muni\u00f0 bara endilega eftir \u00fev\u00ed a\u00f0 m\u00e6ta bl\u00e1kl\u00e6dd og me\u00f0 s\u00f6ngr\u00f6ddina tilb\u00fana.<\/p>\n

\"fanzone\"<\/a>
H\u00e9r m\u00e1 sj\u00e1 Fanzone \u00ed St.\u00c9tienne (mynd fengin af Facebooks\u00ed\u00f0u R\u00edkisl\u00f6greglustj\u00f3ra, https:\/\/www.facebook.com\/rikislogreglustjorinn\/)<\/figcaption><\/figure>\n

\u00dea\u00f0 ver\u00f0ur l\u00edka Fanzone \u00e1 Ing\u00f3lfstorgi \u00ed Reykjav\u00edk. \u00deanga\u00f0 \u00e6tla T\u00f3lfur a\u00f0 m\u00e6ta me\u00f0 trommur og stu\u00f0. \u00dear ver\u00f0ur byrja\u00f0 \u00e1 Dubliner klukkan 15. Allir sem geta m\u00e6tt \u00feanga\u00f0 eru hvattir til a\u00f0 gera \u00fea\u00f0 og hj\u00e1lpa til vi\u00f0 a\u00f0 senda stu\u00f0ning og j\u00e1kv\u00e6\u00f0a strauma yfir hafi\u00f0 \u00e1samt \u00fev\u00ed a\u00f0 nj\u00f3ta leiksins \u00ed alveg s\u00e9rstaklega g\u00f3\u00f0um f\u00e9lagsskap.<\/p>\n

\"Dagskr\u00e1in<\/a>
Dagskr\u00e1in \u00e1 leikdag fyrir \u00fe\u00e1 sem m\u00e6ta \u00e1 Fanzone d’Ing\u00f3lfstorg<\/figcaption><\/figure>\n

Port\u00fagal<\/h1>\n

Fyrir \u00fe\u00e1 sem vilja lesa misgagnslausan fr\u00f3\u00f0leik um landi\u00f0 Port\u00fagal bendum vi\u00f0 \u00e1 \u00feennan upphitunarpistil<\/a>.<\/p>\n

Port\u00fagalska landsli\u00f0i\u00f0<\/strong><\/p>\n

\"Port\u00fagalska<\/a>
Port\u00fagalska landsli\u00f0i\u00f0 me\u00f0 Marcelo Rebelo de Sousa, forseta Port\u00fagals (mynd af Twitters\u00ed\u00f0u Cristiano Ronaldo @Cristiano)<\/figcaption><\/figure>\n

Stj\u00f3ri: Fernando Santos
\nFyrirli\u00f0i: Cristiano Ronaldo
\nLeikjah\u00e6sti leikma\u00f0ur \u00ed s\u00f6gu li\u00f0sins: Lu\u00eds Figo, 127 leikir (Ronaldo er me\u00f0 126 leiki og jafnar Figo me\u00f0 leiknum gegn \u00cdslandi)
\nMarkah\u00e6sti leikma\u00f0ur \u00ed s\u00f6gu li\u00f0sins: Cristiano Ronaldo, 58 m\u00f6rk<\/p>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 8. s\u00e6ti
\nSta\u00f0a\u00a0\u00e1 styrkleikalista UEFA: 4. s\u00e6ti
\nGengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 landsleikjum: S S S T S T S S T S
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 landsleikjum: 18-5<\/p>\n

Port\u00fagal er a\u00f0 taka \u00fe\u00e1tt \u00ed Evr\u00f3pukeppninni \u00ed 6. skipti\u00f0. Li\u00f0i\u00f0 hefur alltaf komist upp \u00far ri\u00f0lakeppni m\u00f3tsins. Einu sinni f\u00f3ru \u00feeir alla lei\u00f0 \u00ed \u00farslitaleikinn, \u00e1 heimavelli \u00e1ri\u00f0 2004.\u00a0\u00derisvar f\u00e9llu \u00feeir \u00far leik \u00ed undan\u00farslitum og tvisvar \u00ed 8-li\u00f0a \u00farslitum. \u00cd fj\u00f6gur af \u00feessum 6 skiptum hefur li\u00f0i\u00f0 sem sl\u00f3 port\u00fagalska li\u00f0i\u00f0 \u00fat enda\u00f0 sem Evr\u00f3pumeistari.<\/p>\n

Port\u00fagal hefur samanlagt spila\u00f0 28 leiki \u00e1 EM \u00ed gegnum t\u00ed\u00f0ina. 15 \u00feeirra hefur li\u00f0i\u00f0 unni\u00f0 \u00ed venjulegum leikt\u00edma e\u00f0a framlengingu, 8 hafa tapast, 3 hafa enda\u00f0 sem jafntefli og 2 hafa fari\u00f0 alla lei\u00f0 \u00ed v\u00edtaspyrnukeppni \u00fear sem li\u00f0i\u00f0 hefur unni\u00f0 eina og tapa\u00f0 einni. Port\u00fagal hefur skora\u00f0 40 m\u00f6rk \u00ed \u00feessum 28 leikjum og fengi\u00f0 \u00e1 sig 26.<\/p>\n

Port\u00fagal var efst \u00ed s\u00ednum ri\u00f0li \u00ed undankeppninni, I-ri\u00f0linum. I-ri\u00f0ill var 5 li\u00f0a ri\u00f0ill en auk Port\u00fagals voru \u00fear Alban\u00eda, Danm\u00f6rk, Serb\u00eda og Armen\u00eda. Port\u00fagal vann 7 leiki \u00ed r\u00f6\u00f0 eftir a\u00f0 hafa tapa\u00f0 fyrsta leiknum. \u00deessi fyrsti leikur var \u00e1 \u00fativelli gegn Alban\u00edu. \u00dear f\u00e9kk Port\u00fagal \u00e1 sig eitt af a\u00f0eins 5 m\u00f6rkum \u00ed undankeppninni. \u00c1 me\u00f0an skora\u00f0i li\u00f0i\u00f0 11 m\u00f6rk. Ronaldo var markah\u00e6stur \u00ed li\u00f0inu, me\u00f0 5 m\u00f6rk. N\u00e6stur \u00e1 eftir honum kom\u00a0Jo\u00e3o Moutinho me\u00f0 2 m\u00f6rk. \u00deeir Ricardo Carvalho, F\u00e1bio\u00a0Coentr\u00e3o, Nani og Miguel Veloso skoru\u00f0u s\u00ed\u00f0an eitt mark hver.<\/p>\n

\"Leikmenn<\/a>
Leikmenn Port\u00fagal horfa \u00e1 alb\u00f6nsku leikmennina fagna sigurmarki s\u00ednu \u00ed fyrsta leik li\u00f0anna \u00ed undankeppni EM<\/figcaption><\/figure>\n

\u00cdsland<\/h1>\n

\u00c1fram \u00cdsland!<\/p>\n

\"IcelandEuroCeremony\"<\/a><\/p>\n

\u00cdslenska landsli\u00f0i\u00f0<\/strong><\/p>\n

\"#keilan\"<\/a>
\u00cdslenska landsli\u00f0i\u00f0 og #keilan \u00e1 lei\u00f0 til Frakklands (mynd fengin \u00e1 Twitters\u00ed\u00f0u KS\u00cd, @footballiceland)<\/figcaption><\/figure>\n

Stj\u00f3rar: Lars Lagerb\u00e4ck og Heimir Hallgr\u00edmsson
\nFyrirli\u00f0i: Aron Einar Gunnarsson
\nLeikjah\u00e6sti leikma\u00f0ur \u00ed s\u00f6gu li\u00f0sins: R\u00fanar Kristinsson, 104 leikir (Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri er \u00ed 3. s\u00e6ti me\u00f0 86 leiki, 3 \u00e1 eftir Hermanni Hrei\u00f0arssyni)
\nMarkah\u00e6sti leikma\u00f0ur \u00ed s\u00f6gu li\u00f0sins: Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri Gu\u00f0johnsen, 26 m\u00f6rk (Kolbeinn Sig\u00fe\u00f3rsson er me\u00f0 20 m\u00f6rk)<\/p>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 34
\nSta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista UEFA: 27
\nGengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 landsleikjum: T T T S T T T S T S
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 landsleikjum: 17-20<\/p>\n

\u00deetta er ekkert fl\u00f3ki\u00f0, \u00feetta er fyrsta st\u00f3rm\u00f3ti\u00f0 sem \u00edslenska A-landsli\u00f0 karla tekur \u00fe\u00e1tt \u00ed. En vi\u00f0 h\u00f6fum fulla tr\u00fa \u00e1 \u00fev\u00ed a\u00f0 \u00feetta ver\u00f0i ekki \u00fea\u00f0 s\u00ed\u00f0asta.<\/p>\n

Eftir a\u00f0 hafa leitt A-ri\u00f0il undankeppni EM um d\u00e1g\u00f3\u00f0a hr\u00ed\u00f0 enda\u00f0i \u00cdsland \u00ed 2. s\u00e6ti ri\u00f0ilsins, 2 stigum \u00e1 eftir T\u00e9kklandi. \u00cdsland vann 6 leiki, ger\u00f0i 2 jafntefli og tapa\u00f0i 2 leikjum. Li\u00f0i\u00f0 skora\u00f0i 17 m\u00f6rk \u00ed 10 leikjum og f\u00e9kk a\u00f0eins \u00e1 sig 6 m\u00f6rk. \u00cdsland vann til d\u00e6mis 3 \u00fatileiki og f\u00e9kk ekki \u00e1 sig mark \u00ed \u00feeim leikjum. Markah\u00e6stur \u00edslensku leikmannanna var snillingurinn Gylfi \u00de\u00f3r Sigur\u00f0sson, hann skora\u00f0i fleiri m\u00f6rk en Ronaldo, samtals 6 stykki. N\u00e6stur \u00e1 eftir honum kom Kolbeinn Sig\u00fe\u00f3rsson me\u00f0 3 m\u00f6rk, Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson skoru\u00f0u b\u00e1\u00f0ir 2 m\u00f6rk og \u00feeir J\u00f3n Da\u00f0i Bj\u00f6rnsson, R\u00farik G\u00edslason, Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri Gu\u00f0johnsen og Ragnar Sigur\u00f0sson skoru\u00f0u allir 1 mark hver.<\/p>\n

\"Gylfi<\/a>
Gylfi \u00de\u00f3r skorar sigurmarki\u00f0 \u00ed Hollandi. \u00dea\u00f0 var alveg \u00e1g\u00e6tis stu\u00f0<\/figcaption><\/figure>\n

Vi\u00f0ureignin<\/h1>\n

\u00cdsland og Port\u00fagal hafa tvisvar m\u00e6st \u00e1\u00f0ur \u00e1 knattspyrnuvellinum. \u00deau lentu saman \u00ed\u00a0H-ri\u00f0li \u00ed undankeppni EM 2012. Auk \u00feessara 2 li\u00f0a voru Danm\u00f6rk, Noregur og K\u00fdpur \u00ed H-ri\u00f0linum. \u00dea\u00f0 er \u00f3h\u00e6tt a\u00f0 segja a\u00f0 gengi \u00edslenska li\u00f0sins \u00ed \u00feeirri undankeppni hafi veri\u00f0 gj\u00f6r\u00f3l\u00edkt genginu \u00ed \u00feetta skipti, eftir 8 leiki haf\u00f0i \u00cdsland a\u00f0eins unni\u00f0 1 leik, gert 1 jafntefli og tapa\u00f0 6 leikjum. Markatalan \u00fe\u00e1 var 6-14.<\/p>\n

Fyrri leikur \u00feessara li\u00f0a f\u00f3r fram 12. okt\u00f3ber 2010, \u00e1 Laugardalsvellinum. 9.767 \u00e1horfendur m\u00e6ttu til a\u00f0 sty\u00f0ja sitt li\u00f0. Ronaldo skora\u00f0i fyrsta mark leiksins strax \u00e1 3. m\u00edn\u00fatu en Hei\u00f0ar Helguson jafna\u00f0i metin \u00e1 17. m\u00edn\u00fatu. Raul Meireles kom Port\u00fagal aftur yfir \u00e1 27. m\u00edn\u00fatu og \u00feannig st\u00f3\u00f0u leikar \u00ed h\u00e1lfleik. H\u00e9lder Postiga skora\u00f0i eina mark s\u00ed\u00f0ari h\u00e1lfleiks og Port\u00fagal vann leikinn, 1-3.<\/p>\n

\"Gr\u00e9tar<\/a>
Gr\u00e9tar Rafn t\u00e6klar Ronaldo \u00e1 Laugardalsvellinum (Mynd: Halld\u00f3r Kolbeins\/AFP)<\/figcaption><\/figure>\n

Seinni leikur li\u00f0anna var mikill markaleikur. Hann var spila\u00f0ur \u00e1 Est\u00e1dio do Drag\u00e3o \u00ed Porto \u00feann 7. okt\u00f3ber 2011. Nani skora\u00f0i fyrstu 2 m\u00f6rk leiksins og Postiga b\u00e6tti vi\u00f0 3. markinu r\u00e9tt fyrir leikhl\u00e9. Hallgr\u00edmur J\u00f3nasson kom spr\u00e6kur inn \u00ed seinni h\u00e1lfleikinn, skora\u00f0i 2 m\u00f6rk og minnka\u00f0i muninn \u00ed 3-2. Moutinho og Eliseu b\u00e6ttu vi\u00f0 m\u00f6rkum fyrir Port\u00fagal undir lokin en \u00ed uppb\u00f3tart\u00edma n\u00e1\u00f0i Gylfi \u00de\u00f3r a\u00f0eins a\u00f0 laga st\u00f6\u00f0una me\u00f0 marki \u00far v\u00edtaspyrnu.<\/p>\n

\"Hallgr\u00edmur<\/a>
Hallgr\u00edmur J\u00f3nasson skorar anna\u00f0 af 2 m\u00f6rkum s\u00ednum gegn Port\u00fagal<\/figcaption><\/figure>\n

\u00d3lafur J\u00f3hannesson st\u00fdr\u00f0i li\u00f0inu \u00ed b\u00e1\u00f0um leikjunum. Viku eftir seinni leikinn vi\u00f0 Port\u00fagal, 14. okt\u00f3ber 2011, var Lars Lagerb\u00e4ck r\u00e1\u00f0inn n\u00fdr landsli\u00f0s\u00fej\u00e1lfari \u00cdslands me\u00f0 Heimi Hallgr\u00edmsson sem sinn a\u00f0sto\u00f0ar\u00fej\u00e1lfara.<\/p>\n

Lars Lagerb\u00e4ck hefur tvisvar m\u00e6tt Port\u00fagal \u00e1 s\u00ednum \u00fej\u00e1lfaraferli. \u00cd undankeppninni fyrir HM 2010 voru li\u00f0in saman \u00ed ri\u00f0li 1, \u00e1samt Danm\u00f6rku, Ungverjalandi, Alban\u00edu og M\u00f6ltu. B\u00e1\u00f0ir leikir li\u00f0anna \u00fe\u00e1 endu\u00f0u 0-0. Port\u00fagal enda\u00f0i \u00ed 2. s\u00e6ti ri\u00f0ilsins og f\u00f3r \u00ed umspil en Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0 enda\u00f0i \u00ed 3. s\u00e6ti ri\u00f0ilsins. 2 t\u00f6p gegn sigurvegurum ri\u00f0ilsins, Danm\u00f6rku, voru r\u00e1nd\u00fdr \u00ed bar\u00e1ttunni um a\u00f0 komast \u00e1 HM \u00ed Su\u00f0ur-Afr\u00edku. Lars sag\u00f0i \u00ed kj\u00f6lfari\u00f0 af s\u00e9r en t\u00f3k vi\u00f0 landsli\u00f0i N\u00edger\u00edu og f\u00f3r \u00e1 HM 2010 eftir allt saman. Port\u00fagal f\u00f3r l\u00edka \u00e1 m\u00f3ti\u00f0 eftir a\u00f0 hafa unni\u00f0 umspilsvi\u00f0ureignina vi\u00f0 Bosn\u00edu og Herseg\u00f3v\u00ednu.<\/p>\n

\u00dea\u00f0 eru n\u00fa nokkrir leikmenn \u00feessara tveggja landsli\u00f0a sem hafa tengingu fr\u00e1 s\u00ednum f\u00e9lagsli\u00f0um.<\/p>\n

Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri Gu\u00f0johnsen hefur spila\u00f0 me\u00f0 b\u00e1\u00f0um Carvalho-leikm\u00f6nnunum. Hann var me\u00f0 Ricardo Carvalho hj\u00e1 Chelsea t\u00edmabili\u00f0 2004-05 og me\u00f0 William Carvalho hj\u00e1 Cercle Brugge t\u00edmabili\u00f0 2012-13.<\/p>\n

Gylfi \u00de\u00f3r Sigur\u00f0sson spila\u00f0i me\u00f0 framherjanum \u00c9der \u00e1 s\u00ed\u00f0asta t\u00edmabili. \u00c9der spila\u00f0i \u00fe\u00f3 ekki miki\u00f0, n\u00e1\u00f0i a\u00f0eins 15 leikjum fyrir Swansea \u00e1\u00f0ur en hann f\u00f3r a\u00f0 l\u00e1ni til Lille \u00ed Frakklandi. Eftir t\u00edmabili\u00f0 skrifa\u00f0i hann svo undir samning vi\u00f0 franska f\u00e9lagi\u00f0.<\/p>\n

Upphitunarmyndb\u00f6nd<\/h1>\n

\u00deetta er okkar sta\u00f0ur, \u00feetta er okkar stund. \u00c1fram \u00cdsland!<\/p>\n

\u00c1fram \u00cdsland, EM-lag Samma<\/p>\n