{"id":865,"date":"2016-06-18T03:49:29","date_gmt":"2016-06-18T03:49:29","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=865"},"modified":"2018-05-08T16:26:38","modified_gmt":"2018-05-08T16:26:38","slug":"leikdagur-island-ungverjaland","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-ungverjaland\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – Ungverjaland"},"content":{"rendered":"

\u00de\u00e1 er \u00fea\u00f0 annar leikur \u00cdslands \u00e1 EM 2016. Fyrsti leikurinn var magna\u00f0ur. Fr\u00e1b\u00e6r skemmtun, fr\u00e1b\u00e6r frammista\u00f0a og fr\u00e1b\u00e6r \u00farslit. N\u00fa er komi\u00f0 a\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 m\u00e6ta Ungverjum.<\/p>\n

\"\u00cdsland<\/a><\/p>\n

<\/p>\n

Evr\u00f3pukeppni karla \u00ed knattspyrnu \u00ed Frakklandi
\nLaugardagurinn 18. j\u00fan\u00ed 2016
\nKlukkan 16:00 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma, 18:00 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma<\/p>\n

\u00cdsland\u00a0– Ungverjaland\u00a0<\/strong><\/p>\n

V\u00f6llur: Stade V\u00e9lodrome \u00ed Marseille, tekur 67.394 \u00e1horfendur.
\n
H\u00e9r er upphitunarpistill um v\u00f6llinn.<\/a>
\n
H\u00e9r er upphitunarpistill um borgina Marseille.<\/a><\/p>\n

D\u00f3mari: Sergei Karasev, r\u00fassneskur
\nA\u00f0sto\u00f0ard\u00f3marar: Nikolai Golubev og Tikhon Kalugin, fr\u00e1 R\u00fasslandi
\nSprotad\u00f3marar: Sergei Lapochkin og Sergei Ivanov, l\u00edka fr\u00e1 R\u00fasslandi
\n4. d\u00f3mari: Aleksei Kulbakov, fr\u00e1 Hv\u00edta-R\u00fasslandi<\/p>\n

Sergei Gennadyevich Karasev (e\u00f0a\u00a0?????? ??????????? ???????) er n\u00fdor\u00f0inn 37 \u00e1ra gamall. Hann \u00e1tti einmitt afm\u00e6li 12. j\u00fan\u00ed. Hann\u00a0kemur fr\u00e1 Moskvu, hefur veri\u00f0 d\u00f3mari s\u00ed\u00f0an 1995, d\u00e6mt \u00ed efstu deild s\u00ed\u00f0an 2008 og veri\u00f0 al\u00fej\u00f3\u00f0legur FIFA-d\u00f3mari s\u00ed\u00f0an 2010.<\/p>\n

Hann hefur d\u00e6mt leiki \u00ed undankeppnum EM og HM, hann hefur l\u00edka d\u00e6mt \u00ed EM undir 21 \u00e1rs \u00e1 s\u00ed\u00f0asta \u00e1ri. Hann hefur d\u00e6mt 3 leiki me\u00f0 landsli\u00f0um Ungverjalands. 2 \u00feeirra voru a\u00f0 v\u00edsu hj\u00e1 U19 li\u00f0i Ungverjalands en auk \u00feess d\u00e6mdi hann jafnteflisleik Ungverja og Grikkja \u00ed undankeppninni fyrir \u00feetta Evr\u00f3pum\u00f3t.<\/p>\n

Karasev hefur d\u00e6mt einn leik me\u00f0 \u00cdslandi. Og hv\u00edl\u00edkur leikur sem \u00fea\u00f0 var! \u00dea\u00f0 var Sviss-\u00cdsland \u00ed Berne \u00ed september 2013 \u00ed undankeppni HM, leikurinn sem enda\u00f0i 4-4 \u00fear sem J\u00f3hann Berg skora\u00f0i eina fallegustu \u00ferennu sem hefur s\u00e9st \u00e1 f\u00f3tboltavelli.<\/p>\n

Karasev hefur d\u00e6mt einn leik til \u00feessa \u00e1 m\u00f3tinu, \u00fea\u00f0 var leikur R\u00famen\u00edu og SViss \u00ed A-ri\u00f0li sem fram f\u00f3r \u00e1 Parc des Princes \u00ed Par\u00eds \u00feann 15. j\u00fan\u00ed. S\u00e1 leikur enda\u00f0i 1-1 \u00fear sem ein v\u00edtaspyrna var d\u00e6md, 4 R\u00famenar fengu gult spjald og 2 fr\u00e1 Sviss.<\/p>\n

Upphitanirnar, Frakkland og Reykjav\u00edk<\/h1>\n

T\u00f3lfan \u00ed Frakklandi mun leggja undir sig Fanzone Marseille l\u00edkt og \u00fea\u00f0 ger\u00f0i me\u00f0 sama sv\u00e6\u00f0i \u00ed Saint-\u00c9tienne. \u00dea\u00f0 opnar klukkan 13:00 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma og \u00fear er h\u00e6gt a\u00f0 f\u00e1 alls kyns veitingar sem koma stu\u00f0inu af sta\u00f0.<\/p>\n

\"FanzoneMarseille\"<\/a>
Kort af Fanzone-inu \u00ed Marseille. Mynd fengin af Facebooks\u00ed\u00f0u R\u00edkisl\u00f6greglustj\u00f3ra<\/figcaption><\/figure>\n

T\u00f3lfur \u00ed Reykjav\u00edk og n\u00e1grenni \u00e6tla a\u00f0 hittast \u00e1 Dubliner klukkan 12:00 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma. Klukkan 14:00 ver\u00f0ur svo haldi\u00f0 yfir \u00e1 EM-torgi\u00f0 \u00e1 Ing\u00f3lfstorgi og stu\u00f0i\u00f0 sett \u00ed gang \u00fear.<\/p>\n

\u00cdsland<\/h1>\n

\u00c1fram \u00cdsland!<\/p>\n

\u00cdslenska landsli\u00f0i\u00f0<\/strong><\/p>\n

\"\u00cdslenska<\/a>
\u00cdslenska li\u00f0i\u00f0 fyrir fyrsta leikinn \u00e1 EM 2016<\/figcaption><\/figure>\n

Stj\u00f3rar: Lars og Heimir
\nFyrirli\u00f0i: Aron Einar
\nLeikjah\u00e6stur: R\u00fanar Kristins
\nMarkah\u00e6stur: Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri<\/p>\n

Sta\u00f0a \u00e1 FIFA: 34
\nSta\u00f0a \u00e1 UEFA: 27
\nGengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10: T T S T T T S T S J
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10:<\/p>\n

\u00cdsland er m\u00e6tt \u00ed lokam\u00f3t EM hj\u00e1 A-landsli\u00f0um karla. \u00dev\u00edl\u00edk gle\u00f0i, \u00fev\u00edl\u00edk stemning!<\/p>\n

Setjum \u00feetta bara \u00ed samhengi:
\n\u00cd knattspyrnus\u00f6gunni hafa 33 \u00fej\u00f3\u00f0ir spila\u00f0 \u00ed lokakeppni \u00feessa m\u00f3ts. Af \u00f6llum \u00feeim \u00fej\u00f3\u00f0um er \u00cdsland eins og stendur eina \u00fej\u00f3\u00f0in sem hefur aldrei tapa\u00f0 leik \u00fear. Vi\u00f0 h\u00f6fum l\u00edka alveg tr\u00fa \u00e1 a\u00f0 \u00feeir geti haldi\u00f0 \u00feeirri t\u00f6lfr\u00e6\u00f0i eitthva\u00f0 lengur.<\/p>\n

Ungverjaland<\/h1>\n

\u00deeir sem vilja lesa sitthva\u00f0 um landi\u00f0 sem \u00cdsland m\u00e6tir \u00ed \u00feetta skipti\u00f0 geta lesi\u00f0 \u00feennan upphitunarpistil um Ungverjaland<\/a>.<\/p>\n

Ungverska landsli\u00f0i\u00f0<\/strong><\/p>\n

\"G\u00e1bor<\/a>
G\u00e1bor Kir\u00e1ly og f\u00e9lagar \u00ed Ungverjalandi (hv\u00edtu b\u00faningarnir)\u00a0\u00ed fyrsta leiknum \u00e1 \u00feessu EM<\/figcaption><\/figure>\n

Stj\u00f3ri: Bernd Storck
\nFyrirli\u00f0i: Bal\u00e1zs Dzsudzs\u00e1k
\nLeikjah\u00e6sti leikma\u00f0ur \u00ed s\u00f6gu li\u00f0sins: markv\u00f6r\u00f0urinn\u00a0G\u00e1bor Kir\u00e1ly, 104 leikir. Spila\u00f0i \u00ed s\u00ed\u00f0asta leik li\u00f0sins, gegn Austurr\u00edki \u00e1 EM.
\nMarkah\u00e6sti leikma\u00f0ur \u00ed s\u00f6gu li\u00f0sins: Ferenc Pusk\u00e1s, 84 m\u00f6rk \u00ed 85 landsleikjum \u00e1 \u00e1runum 1945-56. Enginn n\u00faverandi leikmanna n\u00e6r a\u00f0 komast inn \u00e1 topp 10 listann yfir markah\u00e6stu leikmenn ungverska landsli\u00f0sins \u00ed gegnum t\u00ed\u00f0ina. Markah\u00e6stur \u00ed n\u00faverandi h\u00f3p er Zolt\u00e1n Gera me\u00f0\u00a0 24 m\u00f6rk \u00ed 90 landsleikjum. Hann \u00fearf 6 m\u00f6rk \u00ed vi\u00f0b\u00f3t til a\u00f0 komast inn \u00e1 topp 10.<\/p>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 20. s\u00e6ti
\nSta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista UEFA: 20. s\u00e6ti
\nGengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu\u00a010 landsleikjum: J J S T S S J J T S
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu\u00a010 landsleikjum: 12-10<\/p>\n

Ungverjaland er n\u00fana a\u00f0 senda sitt A-landsli\u00f0 karla \u00e1 lokam\u00f3t EM \u00ed \u00feri\u00f0ja skipti\u00f0. \u00c1ri\u00f0 1964 var Ungverjaland eitt fj\u00f6gurra li\u00f0a sem t\u00f3k \u00fe\u00e1tt \u00ed lokam\u00f3tinu. \u00dear tapa\u00f0i li\u00f0i\u00f0 fyrir Sp\u00e1nverjum og spila\u00f0i \u00fev\u00ed um 3. s\u00e6ti\u00f0 vi\u00f0 Danm\u00f6rk. Ungverjaland vann \u00feann leik, 3-1 eftir framlengingu. S\u00e1 leikur var spila\u00f0ur \u00e1 Camp Nou en a\u00f0eins 3.869 \u00e1horfendur horf\u00f0u \u00e1 leikinn. \u00c1ri\u00f0 1972 var Ungverjaland aftur eitt af 4 li\u00f0um \u00ed lokakeppninni. Aftur tapa\u00f0i li\u00f0i\u00f0 undan\u00farslitaleiknum, \u00ed \u00feetta skipti\u00f0 gegn Sov\u00e9tr\u00edkjunum. En n\u00fa n\u00e1\u00f0u \u00feeir ekki a\u00f0 vinna bronsi\u00f0 heldur t\u00f6pu\u00f0u leiknum um \u00feri\u00f0ja s\u00e6ti\u00f0 gegn Belg\u00edu. Ungverjaland byrja\u00f0i svo EM 2016 mj\u00f6g vel me\u00f0 flottum sigri \u00e1 n\u00e1gr\u00f6nnunum \u00ed Austurr\u00edki, 2-0.<\/p>\n

Ungverjaland hefur \u00fev\u00ed spila\u00f0 5 leiki samtals \u00e1 EM, unni\u00f0 2 en tapa\u00f0 3. Markatala li\u00f0sins \u00ed lokakeppni EM er 7-6. \u00de\u00e1 setti Ungverjaland eitt met \u00ed s\u00ed\u00f0asta leik \u00fev\u00ed markv\u00f6r\u00f0urinn skrautlegi, G\u00e1bor Kir\u00e1ly, var\u00f0 elsti leikma\u00f0urinn til a\u00f0 spila leik \u00ed lokam\u00f3ti EM. Hann var 40 \u00e1ra og 74 daga gamall \u00feegar hann spila\u00f0i gegn Austurr\u00edki. Vi\u00f0 reiknum fastlega me\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 hann sl\u00e1i meti\u00f0 um 4 daga \u00ed leiknum gegn okkar m\u00f6nnum.<\/p>\n

Vi\u00f0ureignin<\/h1>\n

Karlali\u00f0 \u00cdslands og Ungverjalands hafa m\u00e6st 10 sinnum \u00e1\u00f0ur \u00e1 knattspyrnuvellinum. Fyrsta vi\u00f0ureignin var 4. ma\u00ed 1988. \u00dea\u00f0 var vin\u00e1ttuleikur \u00ed Ungverjalandi sem enda\u00f0i 3-0 fyrir Ungverjana. Annar leikurinn var \u00ed september sama \u00e1r en \u00ed \u00fea\u00f0 skipti\u00f0 \u00e1 Laugardalsvellinum. 333 \u00e1horfendur m\u00e6ttu \u00e1 v\u00f6llinn og s\u00e1u Ungverjaland vinna annan 3-0 sigurinn \u00e1 \u00e1rinu gegn \u00edslenska li\u00f0inu.<\/p>\n

\u00cd undankeppninni fyrir HM ’94 lentu \u00cdsland\u00a0 og Ungverjaland saman \u00ed ri\u00f0li 5. \u00cd \u00feeim sama ri\u00f0li voru einnig Grikkland, R\u00fassland, L\u00faxemborg og J\u00fag\u00f3slav\u00eda. J\u00fag\u00f3slav\u00edu var \u00fe\u00f3 v\u00edsa\u00f0 \u00far keppni af FIFA svo eftir st\u00f3\u00f0 5 \u00fej\u00f3\u00f0a ri\u00f0ill. Fyrst spilu\u00f0u li\u00f0in \u00ed Ungverjalandi, 3. j\u00fan\u00ed 1992. \u00cdsland vann \u00feann leik, 2-1, me\u00f0 m\u00f6rkum fr\u00e1 \u00deorvaldi \u00d6rlygssyni og Her\u00f0i Magn\u00fassyni. Seinni leikur \u00feessara li\u00f0a f\u00f3r fram \u00ed j\u00fan\u00ed \u00e1ri s\u00ed\u00f0ar, n\u00e1nar tilteki\u00f0 16. j\u00fan\u00ed 1993. Aftur vann \u00cdsland, \u00ed \u00feetta skipti\u00f0 2-0 me\u00f0 m\u00f6rkum fr\u00e1 Eyj\u00f3lfi Sverrissyni og Arn\u00f3ri Gu\u00f0johnesen. \u00cdsland enda\u00f0i \u00ed 3. s\u00e6ti ri\u00f0ilsins, s\u00e6ti fyrir ofan Ungverjaland. Tv\u00e6r efstu \u00fej\u00f3\u00f0irnar f\u00f3ru \u00e1 HM.<\/p>\n

N\u00e6sta st\u00f3rm\u00f3t \u00e1 eftir \u00fev\u00ed var EM 1996.\u00a0\u00cd undankeppni fyrir \u00fea\u00f0 m\u00f3t lentu \u00feessar \u00fej\u00f3\u00f0ir aftur saman \u00ed ri\u00f0li, \u00ed ri\u00f0li 3 \u00e1samt Sviss, Tyrklandi og Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0. \u00cd 3 skipti\u00f0 \u00e1 4 \u00e1rum m\u00e6ttust li\u00f0in \u00ed f\u00f3tboltaleik \u00ed j\u00fan\u00ed \u00feegar \u00feau spilu\u00f0u 11. j\u00fan\u00ed 1995. 4.474 \u00e1horfendur m\u00e6ttu \u00e1 leikinn. Ungverjarnir komust yfir \u00ed fyrri h\u00e1lfleik en \u00ed seinni h\u00e1lfleik skoru\u00f0u Gu\u00f0ni Bergsson og Sigur\u00f0ur J\u00f3nsson me\u00f0 stuttu millibili og trygg\u00f0u sigurinn. \u00deetta reyndist \u00fe\u00f3 eini sigur \u00cdslands \u00ed \u00feessari undankeppni. \u00cdslenska li\u00f0i\u00f0 f\u00f3r til ungverjalands \u00ed n\u00f3vember 1995 og tapa\u00f0i \u00fear, 1-0. \u00dea\u00f0 n\u00e1\u00f0i 1 sigri, 2 jafnteflum og 5 t\u00f6pum \u00ed undankeppninni og hafna\u00f0i \u00ed ne\u00f0sta s\u00e6ti ri\u00f0ilsins. Ungverjar voru \u00ed n\u00e6stne\u00f0sta s\u00e6ti, 3 stigum \u00e1 undan \u00cdslandi.<\/p>\n

Li\u00f0in spilu\u00f0u vin\u00e1ttuleik \u00e1 Laugardalsvelli \u00ed september 2002. Ungverjar unnu \u00feann leik, 2-0.<\/p>\n

Fyrir HM 2006 lentu li\u00f0in aftur saman \u00ed ri\u00f0li \u00ed undankeppninni. Voru \u00fe\u00e1 \u00ed ri\u00f0li 8 \u00e1samt Kr\u00f3at\u00edu, Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0, B\u00falgar\u00edu og M\u00f6ltu. Fyrri leikurinn var \u00e1 \u00fativelli, 8. september 2004, og enda\u00f0i 3-2 fyrir Ungverjaland. Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri Gu\u00f0johnsen og Indri\u00f0i Sigur\u00f0sson skoru\u00f0u m\u00f6rk \u00cdslands \u00ed leiknum. Seinni leikurinn var 4. j\u00fan\u00ed 2005, fyrir framan 4.613 \u00e1horfendur \u00e1 Laugardalsvellinum. Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri Gu\u00f0johnsen kom \u00cdslandi yfir en Zolt\u00e1n Gera jafna\u00f0i \u00far v\u00edtaspyrnu. \u00cdsland missti svo mann af velli \u00e1 55. m\u00edn\u00fatu \u00feegar \u00d3lafur \u00d6rn Bjarnason f\u00e9kk sitt anna\u00f0 gula spjald og Gera skora\u00f0i anna\u00f0 mark \u00far v\u00edtaspyrnu. Kristj\u00e1n \u00d6rn Sigur\u00f0sson n\u00e1\u00f0i a\u00f0 jafna metin \u00e1 69. m\u00edn\u00fatu en Huszti skora\u00f0i sigurmark Ungverjanna \u00e1 74. m\u00edn\u00fatu.<\/p>\n

S\u00ed\u00f0asti leikur li\u00f0anna var vin\u00e1ttuleikur \u00e1 Pusk\u00e1s Ferenc vellinum \u00ed Ungverjalandi 10. \u00e1g\u00fast 2011. Ungverjarnir skoru\u00f0u 2 m\u00f6rk \u00ed hvorum h\u00e1lfleik og unnu \u00feann leik, 4-0. Einn af markaskorurum Ungverja \u00fe\u00e1 er n\u00faverandi fyrirli\u00f0i li\u00f0sins, Bal\u00e1zs Dzsudzs\u00e1k.<\/p>\n

Li\u00f0in hafa spila\u00f0 10 leiki, Ungverjaland unni\u00f0 7 og \u00cdsland 3. Ungverjaland hefur skora\u00f0 21 mark en \u00cdsland 10. Athyglisvert \u00fe\u00f3 a\u00f0 8 af 10 m\u00f6rkum \u00edslenska li\u00f0sins gegn Ungverjalandi hafa komi\u00f0 \u00ed j\u00fan\u00ed.<\/p>\n

Lars Lagerb\u00e4ck hefur tvisvar m\u00e6tt Ungverjalandi, \u00fea\u00f0 var me\u00f0 Sv\u00ed\u00fej\u00f3\u00f0 \u00ed undankeppninni fyrir HM 2010. Sv\u00edarnir unnu b\u00e1\u00f0a leikina 2-1.<\/p>\n

Mi\u00f0juma\u00f0urinn R\u00fanar M\u00e1r Sigurj\u00f3nsson \u00e1 afm\u00e6li \u00e1 leikdegi, 26 \u00e1ra gamall. B\u00e6\u00f0i Ragnar Sigur\u00f0sson (30) og \u00d6gmundur Kristinsson (27) eiga afm\u00e6li daginn eftir leik. Ungverski mi\u00f0juma\u00f0urinn \u00c1d\u00e1m Nagy var\u00f0 21 \u00e1rs daginn fyrir leik.<\/p>\n

Skemmtileg tilviljun a\u00f0 \u00e1 leikdegi eru akk\u00farat 5 \u00e1r fr\u00e1 \u00fev\u00ed \u00cdsland vann Danm\u00f6rk 3-1 \u00e1 EM U21-li\u00f0a \u00ed Danm\u00f6rku. Me\u00f0al markaskorara \u00cdslands \u00ed \u00feeim leik voru Kolbeinn Sig\u00fe\u00f3rsson og Birkir Bjarnason. Gylfi \u00de\u00f3r Sigur\u00f0sson, Aron Einar Gunnarsson og J\u00f3hann Berg Gu\u00f0mundsson voru einnig \u00ed byrjunarli\u00f0i \u00cdslands \u00ed leiknum og Alfre\u00f0 Finnbogason sat \u00e1 bekknum \u00e1samt fleiri g\u00f3\u00f0um.<\/p>\n

Peppmyndb\u00f6ndin<\/h1>\n

\u00c9g er kominn heim, \u00fev\u00edl\u00edk g\u00e6sah\u00fa\u00f0!<\/p>\n