{"id":896,"date":"2016-06-26T23:45:42","date_gmt":"2016-06-26T23:45:42","guid":{"rendered":"http:\/\/tolfan.is\/?p=896"},"modified":"2018-05-08T16:27:07","modified_gmt":"2018-05-08T16:27:07","slug":"leikdagur-island-england","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/tolfan.is\/leikdagur-island-england\/","title":{"rendered":"Leikdagur: \u00cdsland – England"},"content":{"rendered":"

16-li\u00f0a \u00farslit \u00ed lokakeppni EM. 16 bestu karlalandsli\u00f0 Evr\u00f3pu. S\u00ed\u00f0asti leikurinn \u00ed 16-li\u00f0a \u00farslitum, \u00fearna kemur \u00ed lj\u00f3s hva\u00f0a li\u00f0 ver\u00f0ur s\u00ed\u00f0ast til a\u00f0 tryggja sig inn \u00ed 8-li\u00f0a \u00farslitin. \u00cd bl\u00e1a horninu, v\u00edkingarnir fr\u00e1 \u00cdslandi. \u00cd hv\u00edta horninu, lj\u00f3nin fr\u00e1 Englandi. N\u00fa ver\u00f0ur allt gefi\u00f0 \u00ed \u00feetta. Okkar menn eru ekki saddir, \u00feeir vilja meira. \u00deeir eru enn hungra\u00f0ir. \u00de\u00e1 langar \u00ed lj\u00f3nasteik. Ver\u00f0i ykkur a\u00f0 g\u00f3\u00f0u!<\/p>\n

\"engisl01\"<\/a><\/p>\n

<\/p>\n

Evr\u00f3pukeppni karla \u00ed knattspyrnu 2016, \u00ed Frakklandi
\n16-li\u00f0a \u00farslit
\nM\u00e1nudagurinn 27. j\u00fan\u00ed
\nklukkan 19:00 a\u00f0 \u00edslenskum t\u00edma, 21:00 a\u00f0 sta\u00f0art\u00edma<\/p>\n

England – \u00cdsland<\/strong><\/p>\n

V\u00f6llur: Stade De Nice (Allianz Riviera) \u00ed Nice. Tekur 35.624 \u00e1horfendur.
\n
Sj\u00e1 upphitunarpistil um v\u00f6llinn h\u00e9rna.<\/a><\/p>\n


\n

D\u00f3mari: Damir Skomina, sl\u00f3venskur
\nA\u00f0sto\u00f0ard\u00f3marar: Jure Praprotnik og Robert Vukan, sl\u00f3venskir
\nSprotad\u00f3marar: Matej Jug og Slavko \u00a0Vin?i?, l\u00edka sl\u00f3venskir
\n4. d\u00f3mari: Carlos Velasco Carballo, fr\u00e1 Sp\u00e1ni<\/p>\n

Damir Skomina f\u00e6ddist 5. \u00e1g\u00fast 1976 \u00ed borginni Koper \u00ed su\u00f0vesturhluta Sl\u00f3ven\u00edu (sem \u00fe\u00e1 var hluti af J\u00fag\u00f3slav\u00edu). Hann h\u00f3f a\u00f0 d\u00e6ma \u00ed Sl\u00f3ven\u00edu r\u00e9tt eftir a\u00f0 landi\u00f0 sag\u00f0i sig \u00far J\u00fag\u00f3slav\u00edu, \u00e1ri\u00f0 1992. \u00c1ri\u00f0 2000 var hann farinn a\u00f0 d\u00e6ma leiki \u00ed efstu deild og \u00e1ri\u00f0 2003 var hann or\u00f0inn al\u00fej\u00f3\u00f0legur FIFA-d\u00f3mari.<\/p>\n

Skomina hefur d\u00e6mt \u00ed hinum \u00fdmsu st\u00f3rm\u00f3tum. Hann d\u00e6mdi til a\u00f0 mynda 3 leiki \u00ed lokakeppni EM 2012, d\u00e6mdi ofurbikarinn \u00ed Evr\u00f3pu \u00e1ri\u00f0 2012, var fj\u00f3r\u00f0i d\u00f3mari \u00ed \u00farslitaleik Meistaradeildar Evr\u00f3pu \u00e1ri\u00f0 2013 auk \u00feess a\u00f0 hafa d\u00e6mt \u00ed undankeppnum st\u00f3rm\u00f3ta landsli\u00f0a, d\u00e6mt \u00ed Evr\u00f3pukeppnum f\u00e9lagsli\u00f0a og m\u00f6rgum st\u00f3rm\u00f3tum yngri landsli\u00f0a.<\/p>\n

\u00deetta ver\u00f0ur 3. leikurinn sem hann d\u00e6mir hj\u00e1 \u00edslensku landsli\u00f0i. Fyrsti leikurinn sem hann d\u00e6mdi var sunnudaginn 28. september 2003 \u00feegar U17 li\u00f0 \u00cdslands m\u00e6tti R\u00fasslandi \u00ed lokaleiknum \u00ed undankeppni EM 2004. Me\u00f0al leikmanna \u00ed \u00edslenska li\u00f0inu \u00ed \u00feeim leik voru Ari Freyr Sk\u00falason og fyrirli\u00f0inn Theod\u00f3r Elmar Bjarnason. Theod\u00f3r var einn \u00feriggja leikmanna \u00cdslands sem f\u00e9kk gult spjald \u00ed leiknum en einn R\u00fassi f\u00e9kk hins vegar rautt spjald, \u00e1 49. m\u00edn\u00fatu. Leikurinn enda\u00f0i \u00fe\u00f3 0-0.<\/p>\n

N\u00e6sti leikur sem hann d\u00e6mdi hj\u00e1 \u00cdslandi var mi\u00f0vikudaginn 8. j\u00fan\u00ed 2005. \u00de\u00e1 m\u00e6tti A-landsli\u00f0 karla M\u00f6ltu \u00ed undankeppni HM 2006. S\u00e1 leikur var spila\u00f0ur fyrir framan 4.887 \u00e1horfendur \u00e1 Laugardalsvellinum. Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri Gu\u00f0johnsen var fyrirli\u00f0i \u00cdslands \u00ed leiknum en auk hans var K\u00e1ri \u00c1rnason \u00e1 mi\u00f0junni. \u00cdsland vann leikinn, 4-1. Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri skora\u00f0i anna\u00f0 mark \u00cdslands sem var hans 15. landsli\u00f0smark fyrir \u00cdsland, \u00fear me\u00f0 f\u00f3r hann uppfyrir f\u00f6\u00f0ur sinn, Arn\u00f3r, og R\u00edkhar\u00f0 Da\u00f0ason sem b\u00e1\u00f0ir skoru\u00f0u 14 m\u00f6rk fyrir \u00cdsland. \u00deetta var eini sigur \u00cdslands \u00ed \u00feessari undankeppni, eina stigi\u00f0 sem li\u00f0i\u00f0 n\u00e1\u00f0i s\u00e9r \u00ed til vi\u00f0b\u00f3tar var \u00far markalausu jafntefli gegn M\u00f6ltu \u00e1 \u00fativelli.<\/p>\n

\u00deetta er einnig \u00feri\u00f0ji leikurinn sem Skomina d\u00e6mir \u00e1 \u00feessu m\u00f3ti. Fyrsti leikurinn sem hann d\u00e6mdi var leikur R\u00fassa og Sl\u00f3vaka \u00ed 2. umfer\u00f0 B-ri\u00f0ils. S\u00e1 leikur enda\u00f0i 2-1 fyrir Sl\u00f3vaka. Sl\u00f3vakinn J\u00e1n\u00a0?urica<\/a>\u00a0f\u00e9kk eina gula spjald leiksins og Skomina f\u00e9kk heilt yfir g\u00f3\u00f0a d\u00f3ma<\/a> fyrir hans frammist\u00f6\u00f0u \u00ed leiknum. Annar leikur Skomina \u00e1 m\u00f3tinu var leikur Frakklands og Sviss \u00ed 3. umfer\u00f0 A-ri\u00f0ils, P\u00famatreyjuleikurinn mikli. Ekkert mark var skora\u00f0 \u00ed \u00feeim leik. Adil Rami og Laurent Koscielny hj\u00e1 Frakklandi fengu gulu spj\u00f6ld leiksins. Skomina f\u00e9kk ekki jafng\u00f3\u00f0a d\u00f3ma<\/a> fyrir \u00feennan leik. Helst var hann gagnr\u00fdndur fyrir a\u00f0 hafa ekki n\u00f3gu g\u00f3\u00f0 t\u00f6k \u00e1 leiknum, fyrir a\u00f0 veita leikm\u00f6nnum ekki tiltal og leyfa \u00feeim of miki\u00f0 a\u00f0 komast upp me\u00f0 peysutog og barning, til d\u00e6mis \u00ed f\u00f6stum leikatri\u00f0um.<\/p>\n

\u00de\u00e1 hafa a\u00f0sto\u00f0ard\u00f3marar Skomina, \u00feeir Jure Praprotnik og Robert Vukan, veri\u00f0 gagnr\u00fdndir \u00ed b\u00e1\u00f0um leikjunum fyrir a\u00f0 vera ekki alltaf me\u00f0 sta\u00f0setningar \u00e1 hreinu og missa af auglj\u00f3sum atvikum sem hef\u00f0i \u00e1tt a\u00f0 d\u00e6ma \u00e1.<\/p>\n

\"engislrefs\"<\/a><\/p>\n

Upphitanir, Frakkland og Reykjav\u00edk<\/h1>\n

Vi\u00f0 bendum \u00f6llum \u00cdslendingum \u00ed Nice, b\u00e6\u00f0i \u00feeim sem eru \u00e1 lei\u00f0 \u00e1 v\u00f6llinn og hinum sem eru staddir \u00fearna \u00ed n\u00e1grenninu, \u00a0\u00e1 Fanzone Nice borgar. \u00dea\u00f0 er sta\u00f0sett nokkurn sp\u00f6l fr\u00e1 vellinum svo \u00fea\u00f0 borgar sig a\u00f0 m\u00e6ta snemma \u00feanga\u00f0 og fara t\u00edmanlega \u00fea\u00f0an yfir \u00e1 v\u00f6llinn.<\/p>\n

\"engislFanzone\"<\/a><\/p>\n

EM torgi\u00f0 \u00e1 Ing\u00f3lfstorgi hefur veri\u00f0 samkomusta\u00f0ur \u00feeirra sem vilja almennilega h\u00f3pstemningu yfir leikjunum og eru \u00e1 h\u00f6fu\u00f0borgarsv\u00e6\u00f0inu. Ing\u00f3lfstorg er samt sprungi\u00f0 yfir leikjum \u00cdslands \u00e1 m\u00f3tinu svo EM torgi\u00f0 ver\u00f0ur flutt \u00e1 Arnarh\u00f3l fyrir \u00feennan leik. Hressar T\u00f3lfur \u00e6tla a\u00f0 hittast \u00e1 The Dubliner klukkan 15:00, hita vel upp \u00fear og halda svo yfir \u00e1 Arnarh\u00f3l um 17:30. Vi\u00f0 hvetjum alla sem eru \u00e1 sv\u00e6\u00f0inu til a\u00f0 m\u00e6ta og hafa gaman \u00ed g\u00f3\u00f0um f\u00e9lagsskap.<\/p>\n

\"Vi\u00f0<\/a>
Vi\u00f0 reiknum me\u00f0 svona fj\u00f6lda og enn meiri stemningu yfir \u00feessum leik<\/figcaption><\/figure>\n

England<\/h1>\n

And did those feet in ancient time
\nwalk upon England’s mountains green?<\/p><\/blockquote>\n

– \u00far lj\u00f3\u00f0inu\u00a0Jerusalem<\/em> eftir William Blake<\/p>\n

Enska landsli\u00f0i\u00f0<\/strong><\/p>\n

\"England\"<\/a>
Enska landsli\u00f0i\u00f0 fyrir fyrsta leik \u00e1 EM, gegn R\u00fassum<\/figcaption><\/figure>\n

Stj\u00f3ri: Roy Hodgson
\nFyrirli\u00f0i: Wayne Rooney
\nLeikjah\u00e6stur: Peter Shilton, 125 leikir (leikjah\u00e6stur n\u00faverandi leikmanna er Wayne Rooney. Hann spilar \u00ed \u00feessum leik sinn 115. landsleik og jafnar \u00fear me\u00f0 David Beckham \u00ed 2. s\u00e6ti yfir leikjah\u00e6stu leikmenn enska landsli\u00f0sins)
\nMarkah\u00e6stur: Wayne Rooney, 52 m\u00f6rk<\/p>\n

Sta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista FIFA: 11. s\u00e6ti
\nSta\u00f0a \u00e1 styrkleikalista UEFA: 3. s\u00e6ti
\nGengi \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: T S S T S S S J S J
\nMarkatala \u00ed s\u00ed\u00f0ustu 10 leikjum: 14-10<\/p>\n

\"England<\/a>
Enska li\u00f0i\u00f0 fyrir 2. leikinn \u00e1 EM, gegn Wales<\/figcaption><\/figure>\n

Hva\u00f0 getur ma\u00f0ur sagt um enska karlalandsli\u00f0i\u00f0 \u00ed f\u00f3tbolta? Langflestir sem hafa einhvern \u00e1huga \u00e1 knattspyrnu \u00feekkja hvern einasta leikmann \u00ed \u00feessu li\u00f0i. \u00deetta eru leikmenn sem vi\u00f0 fylgjumst me\u00f0 reglulega og h\u00f6fum \u00fdmsar sko\u00f0anir \u00e1 \u00feeim.<\/p>\n

England er eina Evr\u00f3pu\u00fej\u00f3\u00f0in sem hefur unni\u00f0 Heimsmeistarakeppnina en ekki Evr\u00f3pukeppnina. Besti \u00e1rangur Englands \u00e1 EM eru undan\u00farslitin, \u00feanga\u00f0 komst li\u00f0i\u00f0 \u00e1ri\u00f0 1968 og aftur \u00e1ri\u00f0 1996.<\/p>\n

England er n\u00fana a\u00f0 taka \u00fe\u00e1tt \u00ed sinni 9. Evr\u00f3pukeppni. \u00cd 4 af hinum 8 komst li\u00f0i\u00f0 ekki upp \u00far ri\u00f0linum s\u00ednum. \u00cd hinum keppnunum hefur England alls spila\u00f0 5 leiki \u00ed \u00fatsl\u00e1ttarkeppninni og tapa\u00f0 4 \u00feeirra.<\/p>\n

Eini leikurinn sem England hefur unni\u00f0 \u00ed \u00fatsl\u00e1ttarkeppni \u00ed lokam\u00f3ti EM var gegn Sp\u00e1ni \u00ed 8-li\u00f0a \u00farslitum 1996, \u00feegar England spila\u00f0i \u00e1 heimavelli. Merkilegt nokk \u00fe\u00e1 kom s\u00e1 sigur \u00ed v\u00edtaspyrnukeppni eftir 0-0 leik \u00ed venjulegum leikt\u00edma pl\u00fas framlengingu. Englendingarnir Shearer, Platt, Pearce og Gascoigne n\u00fdttu allir s\u00ednar spyrnur en Hierro og Nadal kl\u00fa\u00f0ru\u00f0u spyrnum fyrir Sp\u00e1nverja.<\/p>\n

Leikirnir sem England hefur tapa\u00f0 \u00ed \u00fatsl\u00e1ttarkeppni EM eru:<\/p>\n

EM 1968 – gegn J\u00fag\u00f3slav\u00edu<\/strong>
\nEngland var eitt 4 li\u00f0a sem komst \u00ed \u00farslitakeppni EM en tapa\u00f0i \u00ed undan\u00farslitum fyrir J\u00fag\u00f3slav\u00edu. Dragan\u00a0D\u017eaji? skora\u00f0i eina mark leiksins, \u00e1 87. m\u00edn\u00fatu. England vann hins vegar Sov\u00e9tr\u00edkin \u00ed leiknum um 3. s\u00e6ti\u00f0 me\u00f0 m\u00f6rkum fr\u00e1 Bobby Charlton og Geoff Hurst.<\/p>\n

EM 1996 – gegn \u00de\u00fdskalandi<\/strong>
\nEngland var me\u00f0 fr\u00e1b\u00e6rt li\u00f0 \u00e1 \u00feessu m\u00f3ti, l\u00edklega eitt skemmtilegasta landsli\u00f0 sem England hefur \u00e1tt. Alan Shearer kom Englandi yfir strax \u00e1 3. m\u00edn\u00fatu en Stefan Kuntz jafna\u00f0i fyrir \u00dej\u00f3\u00f0verja \u00e1 16. m\u00edn\u00fatu. Svo f\u00f3ru li\u00f0in \u00ed gegnum venjulegan leikt\u00edma og framlengingu en ekkert meira var skora\u00f0. V\u00edtaspyrnukeppni, \u00ed anna\u00f0 skipti sem Englendingar f\u00f3ru \u00ed v\u00edt\u00f3 \u00ed keppninni. \u00dej\u00f3\u00f0verjar eru \u00fe\u00f3 ekki \u00feekktir fyrir a\u00f0 kl\u00fa\u00f0ra m\u00f6rgum v\u00edtaspyrnukeppnum, \u00feeir skoru\u00f0u \u00far fyrstu 6 spyrnum s\u00ednum. Shearer, Platt, Pearce, Gascoigne og Sheringham skoru\u00f0u \u00far fyrstu 5 spyrnum Englendinga en Gareth Southgate \u00a0var\u00f0 sk\u00farkur Englendinga \u00ed leiknum \u00feegar hann kl\u00fa\u00f0ra\u00f0i sinni spyrnu.<\/p>\n

EM 2004 – gegn Port\u00fagal<\/strong>
\nEngland m\u00e6tti Port\u00fagal \u00ed 8-li\u00f0a \u00farslitum \u00e1 EM 2004. Aftur komst England yfir \u00e1 3. m\u00edn\u00fatu leiksins, \u00ed \u00feetta skipti\u00f0 eftir mark fr\u00e1 Michael Owen. \u00dea\u00f0 stefndi allt \u00ed enskan sigur \u00feegar varama\u00f0urinn H\u00e9lder Postiga jafna\u00f0i leikinn \u00e1 83. m\u00edn\u00fatu. \u00cd framlengingu kom Rui Costa Port\u00fagal yfir en Frank Lampard jafna\u00f0i. Aftur v\u00edt\u00f3. David Beckham byrja\u00f0i \u00e1 a\u00f0 d\u00fandra sinni spyrnu yfir marki\u00f0 en hann anda\u00f0i t\u00edmabundi\u00f0 l\u00e9ttar stuttu s\u00ed\u00f0ar \u00feegar Rui Costa setti s\u00edna spyrnu l\u00edka yfir. B\u00e6\u00f0i li\u00f0 settu 5 af fyrstu 6 spyrnum \u00ed marki\u00f0, Englendingar settu flestir s\u00ednar spyrnur \u00e1 mitt marki\u00f0. Owen, Lampard, Terry, Hargreaves og Ashley Cole skoru\u00f0u fyrir England. \u00cd 2. umfer\u00f0 br\u00e1\u00f0abanans var\u00f0i Ricardo \u00ed marki Port\u00fagals spyrnu fr\u00e1 Darius Vassell. Ricardo t\u00f3k svo sj\u00e1lfur 6. spyrnu Port\u00fagals og skora\u00f0i. England \u00far leik.<\/p>\n

EM 2012 – gegn \u00cdtal\u00edu<\/strong>
\nEngland m\u00e6tti \u00cdtal\u00edu \u00ed 8-li\u00f0a \u00farslitum \u00e1 EM 2012. Ekkert mark var skora\u00f0 \u00ed venjulegum leikt\u00edma e\u00f0a \u00ed framlengingu svo enn einu sinni f\u00f3r England \u00ed v\u00edtaspyrnukeppni. Gerrard og Rooney skoru\u00f0u \u00far fyrstu 2 spyrnum Englands \u00e1 me\u00f0an Montolivo kl\u00fa\u00f0ra\u00f0i annarri spyrnu \u00cdtalana. En Englendingarnir h\u00f6ndlu\u00f0u ekki pressuna og Young og Cole kl\u00fa\u00f0ru\u00f0u n\u00e6stu 2 v\u00edtum Englands \u00e1 me\u00f0an Pirlo, Nocerino og Diamanti trygg\u00f0u \u00cdt\u00f6lum sigur.<\/p>\n

\u00dea\u00f0 er alveg lj\u00f3st a\u00f0 enska li\u00f0i\u00f0 hefur ekki g\u00f3\u00f0a reynslu af \u00fatsl\u00e1ttarkeppni \u00e1 EM og heldur ekki g\u00f3\u00f0a\u00a0reynslu af v\u00edtaspyrnukeppnum.<\/p>\n

\"England<\/a>
England fyrir 3. leikinn \u00e1 EM, gegn Sl\u00f3vak\u00edu<\/figcaption><\/figure>\n

England hefur ekki veri\u00f0 mj\u00f6g sannf\u00e6randi \u00ed \u00feessari keppni. Misstu fyrsta leikinn \u00e1 m\u00f3tinu, gegn frekar sl\u00f6ppu r\u00fassnesku li\u00f0i, ni\u00f0ur \u00ed jafntefli \u00ed lokin. \u00deurftu a\u00f0 koma til baka gegn Wales eftir a\u00f0 hafa lent undir og n\u00e1\u00f0u svo ekki a\u00f0 finna lausn \u00e1 st\u00edfum varnarleik fr\u00e1 Sl\u00f3vak\u00edu. En \u00feetta er j\u00fa alltaf England.<\/p>\n

\u00cdsland<\/h1>\n

\u00c1fram \u00cdsland!<\/p>\n

\u00cdslenska landsli\u00f0i\u00f0<\/strong><\/p>\n

\"\u00cdsland<\/a>
Fyrir leikinn gegn Port\u00fagal<\/figcaption><\/figure>\n

\u00dev\u00edl\u00edkir leikmenn! \u00dev\u00edl\u00edkt li\u00f0!<\/p>\n

\"\u00cdsland<\/a>
Fyrir leikinn gegn Ungverjalandi<\/figcaption><\/figure>\n

\u00deeir setja n\u00fd vi\u00f0mi\u00f0 \u00ed hverjum leik. \u00deeir standa saman og berjast. \u00deetta er bar\u00e1tta, gle\u00f0i, samheldni, h\u00e6fileikar og bl\u00fassandi \u00e1str\u00ed\u00f0a.<\/p>\n

\"\u00cdsland<\/a>
Fyrir leikinn gegn Austurr\u00edki<\/figcaption><\/figure>\n

\u00cdsland er\u00a0ekki<\/strong> of l\u00edti\u00f0 land. Verkefni\u00f0 er\u00a0ekki<\/strong> of st\u00f3rt. Draumurinn er\u00a0ekki<\/strong> of \u00f3rauns\u00e6r. \u00deeir geta \u00feetta alveg!<\/p>\n

Vi\u00f0ureignin<\/h1>\n
\"T\u00f6lfr\u00e6\u00f0in\"<\/a>
T\u00f6lfr\u00e6\u00f0in<\/figcaption><\/figure>\n

\u00cdsland spila\u00f0i sinn 15. landsleik gegn landsli\u00f0i Englands. En \u00fea\u00f0 var a\u00f0 v\u00edsu ekki \u00feeirra a\u00f0allandsli\u00f0 heldur landsli\u00f0 \u00e1hugamanna. Var leikurinn spila\u00f0ur fyrir framan 10.000 \u00e1horfendur \u00e1 Melavellinum og var \u00fea\u00f0 \u00ed fyrsta skipti\u00f0 sem enska \u00e1hugamannalandsli\u00f0i\u00f0 spila\u00f0i leik \u00e1 malarvelli. England komst yfir \u00ed leiknum en \u00a0\u00de\u00f3r\u00f0ur \u00de\u00f3r\u00f0aarson og R\u00edkhar\u00f0ur J\u00f3nsson komu \u00cdslandi yfir. En enskir voru betri \u00ed leiknum og h\u00f6f\u00f0u loks betur, 3-2.<\/p>\n

Fram til 1971 spila\u00f0i \u00edslenska karlalandsli\u00f0i\u00f0 5 landsleiki vi\u00f0 \u00e1hugamannalandsli\u00f0 Englands. Bestum \u00farslitum n\u00e1\u00f0i \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 \u00e1 Laugardalsvellinum 10. ma\u00ed 1970 \u00feegar Matth\u00edas Hallgr\u00edmsson trygg\u00f0i \u00edslenska li\u00f0inu 1-1 jafntefli me\u00f0 marki undir lok leiks. England vann hina 4 leikina.<\/p>\n

\u00c1ri\u00f0 1989 og 1991 spila\u00f0i \u00cdslenska A-landsli\u00f0 karla 2 leiki vi\u00f0 B-landsli\u00f0 Englands. 19. ma\u00ed 1989 var spila\u00f0 fyrir framan 775 \u00e1horfendur \u00ed roki, \u00farhelli og kulda \u00ed Laugardalnum. \u00der\u00e1tt fyrir a\u00f0 um B-landsli\u00f0 Englands v\u00e6ri a\u00f0 r\u00e6\u00f0a var \u00fea\u00f0 vel skipa\u00f0 en me\u00f0al leikmanna \u00feess voru til d\u00e6mis Gary Pallister, Paul Parker, Paul Gascoigne og David Platt. Enska li\u00f0i\u00f0 var betra og vann 2-0 sigur me\u00f0 m\u00f6rkum fr\u00e1 Terry Hurlock og Andy Mutch. B\u00e6\u00f0i m\u00f6rkin komu \u00e1 s\u00ed\u00f0ustu 20 m\u00edn\u00fatum leiksins.<\/p>\n

27. apr\u00edl 1991 spila\u00f0i \u00cdsland aftur gegn B-landsli\u00f0i Englands. \u00cd \u00feetta skipti\u00f0 var spila\u00f0 \u00e1 Vicarage Road \u00ed Watford, fyrir framan 3.760 \u00e1horfendur. L\u00edkt og \u00ed fyrri leiknum var Atli E\u00f0valdsson fyrirli\u00f0i \u00cdslands \u00ed leiknum. B-li\u00f0 Englands vann aftur, \u00ed \u00feetta skipti\u00f0 1-0. Nigel Clough skora\u00f0i eina mark leiksins.<\/p>\n

\u00cdslenska karlalandsli\u00f0i\u00f0 hefur a\u00f0eins spila\u00f0 2 leiki gegn A-landsli\u00f0i Englands. B\u00e1\u00f0ir \u00feeirra voru vin\u00e1ttuleikir.\u00a02. j\u00fan\u00ed 1982 spilu\u00f0u li\u00f0in \u00e1 Laugardalsvellinum. Arn\u00f3r Gu\u00f0johnsen kom \u00cdslandi yfir \u00ed leiknum og \u00edslenska li\u00f0i\u00f0 var sterkara li\u00f0i\u00f0 framan af en Paul Goddard jafna\u00f0i metin \u00ed s\u00ed\u00f0ari h\u00e1lfleik.<\/p>\n

22 \u00e1rum s\u00ed\u00f0ar, 5. j\u00fan\u00ed 2004, spilu\u00f0u \u00fej\u00f3\u00f0irnar annan A-landsleik. \u00cd \u00feetta skipti\u00f0 \u00e1 City of Manchester Stadium. Ei\u00f0ur Sm\u00e1ri Gu\u00f0johnsen var fyrirli\u00f0i \u00ed leiknum, sem var hluti af \u00feriggja \u00fej\u00f3\u00f0a \u00e6fingam\u00f3ti \u00fear sem Japan var \u00feri\u00f0ja \u00fej\u00f3\u00f0in. England spila\u00f0i 4-4-2 \u00ed leiknum \u00e1 me\u00f0an \u00cdsland var me\u00f0 3-5-2 uppstillingu. Wayne Rooney spila\u00f0i fyrri h\u00e1lfleikinn \u00ed leiknum, eini leikma\u00f0ur Englands \u00far \u00feeim leik sem enn spilar. Hann skora\u00f0i 2 m\u00f6rk \u00ed leiknum eftir a\u00f0 Frank Lampard haf\u00f0i skora\u00f0 fyrsta marki\u00f0. Hei\u00f0ar Helguson minnka\u00f0i muninn r\u00e9tt fyrir leikhl\u00e9. \u00cd s\u00ed\u00f0ari h\u00e1lfleik b\u00e6tti Darius Vassell vi\u00f0 2 m\u00f6rkum og Wayne Bridge einu til vi\u00f0b\u00f3tar.<\/p>\n