Aðalfundur 2016

Fundarboð

Aðalfundur Tólfunnar verður haldinn fimmtudaginn 22.09.2016, kl. 17:00 í húsakynnum Ölgerðarinnar, Grjóthálsi 7-11.

Dagskrá Aðalfundar verður sem hér segir:

  1. Fundasetning.
  2. a) Kosinn fundarstjóri.
  3. b) Kosinn fundarritari.
  4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
  5. Formaður félagsins leggur fram skýslu um starfssemi og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  6. a) Gjaldkeri leggur fram og útskýrir reikning aðalstjórnar og félagsins í heild á liðnu starfsári.
  7. b) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
  8. Ávörp gesta.
  9. Lagðir fram reikningar til samþykktar.
  10. Lagabreytingar sbr. 7. gr og 10. gr.
  11. Kaffihlé.
  12. Kosinn formaður til einnar undankeppni.
  13. Kosnir 4 menn í stjórn til einnar undankeppni. (Varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi).
  14. Kosnir 2 menn í varastjórn til einnar undankeppni.
  15. Kosinn skoðunarmaður reikninga og einn til vara til einnar undankeppni.
  16. Kosning fastra nefnda er aðalfundur ákveður.
  17. Ákveðið félagsgjald.
  18. Önnur mál.
  19. Fundarslit.

Allir félagsmenn 20 ára og eldri hafa kjörgengi til stjórnarstarfa. Framboðsfrestur rennur út 08.09.2016 og skal tilkynna framboð með því að senda tölvupóst á [email protected]. Tillögum um breytingar á lögum félagsins skal skilað inn eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Vegna skipulagsmála er æskilegt að þeir sem sjá sér fært að mæta á fundinn sendi tölvupóst á [email protected]

 

Stjórn Tólfunnar.