Um podcast Tólfunnar

Podcast Tólfunnar fór í gang í febrúar 2018. Þetta er podcast fyrir og um stuðningsfólk íslensku fótboltalandsliðanna.

Við viljum endilega heyra í ykkur. Ef þið sendið okkur skilaboð í gegnum Facebooksíðu Tólfunnar eða Twittersíðu Tólfunnar þá berast þau skilaboð til okkar. Þið getið líka sent tölvupóst á [email protected]. Þið megið endilega koma með uppástungur, ábendingar, tillögur, skemmtisögur eða bara hvað sem ykkur dettur í hug. Aldrei að vita nema við lesum skilaboðin upp í þættinum.

Þið getið séð þættina sem eru komnir út hérna. Leiðbeiningar um hvar og hvernig er hægt að hlusta eru hér.

Við þökkum snillingunum í Tónastöðinni alveg sérstaklega mikið fyrir aðstoð og ráðgjöf í græjumálum. Trommusveit Tólfunnar hefur lengi keyrt á trommum úr Tónastöðinni og podcastið hljómar mun betur eftir heimsókn til þeirra. Ágætt að hafa í huga fyrir ykkur sem viljið stofna stuðningsmannasveitir og/eða byrja með podcast.

Ef það eru fyrirtæki þarna úti sem vilja auglýsa í þættinum þá má hafa samband í [email protected].

Umsjónarmenn

Við erum 3 sem sjáum um podcastið eins og er:

Halldór Marteinsson

Treyjunafn: Gameday

Twitter: @halldorm

Árni Þór Gunnarsson

Treyjunafn: Súperman

Twitter: @ArniThor8

Óskar Elías Ólafsson, betur þekktur sem Ósi kóngur

Treyjunafn: Ósi kóngur

Twitter: @osikongur1