Hvar get ég hlustað?

Hvar og hvernig get ég hlustað?

Það er hægt að hlusta á podcast í tölvum eða farsímum, auk þess sem hægt er að hlaða niður þættinum á mp3 formi til að setja inn í mp3 spilara.

Að hlusta í tölvu

Einfaldasta leiðin er að fara einfaldlega inn á heimasíðu Tólfunnar, finna færsluna með podcastþættinum og ýta á play á spilarann sem þar er að finna. Hér má sjá alla þættina á sama stað.

Það er líka hægt að hlusta með eftirfarandi leiðum:

 Á SoundCloud-síðu Tólfunnar. Það er hægt að búa sér til aðgang á Soundcloud til að fá skilaboð þegar nýir þættir koma inn. Það þarf þó ekki aðgang til að hlusta á þætti.

Á iTunes. Í iTunes store er hægt að finna podcast Tólfunnar, gerast áskrifandi og fá þar af leiðandi alla þættina inn í iTunes þegar þeir koma inn. Við viljum endilega hvetja hlustendur sem hafa aðgang að iTunes til að smella á okkur áskrift og helst gefa okkur stjörnugjöf og gagnrýni, það hjálpar til að gera þáttinn sýnilegri.

Á Stitcher. Þar er sömuleiðis hægt að búa sér til notendanafn og aðgang til að hlusta og gerast áskrifandi að þættinum. En það er líka hægt að fara inn á síðuna og hlusta án sérstaks aðgangs. Hvetjum þó endilega alla Stitchernotendur að gerast áskrifendur að þættinum. Kostar ekkert.

Á TuneIn. TuneIn er þjónusta þar sem hægt er að streyma netútvarpsstöðvar í rauntíma og einnig hlusta á hlaðvarpsþætti og jafnvel hljóðbækur. Grunnáskriftin kostar ekkert og það þarf ekki einu sinni hana til að hlusta beint af heimasíðunni.

Að hlusta í síma

Það eru margar leiðir til að hlusta á þáttinn í snjallsímum. Hin ýmsu símaöpp bjóða upp á að finna þáttinn og gerast áskrifandi að honum. Hér er smá upptalning á möguleikum en þó ekki tæmandi:

  • SoundCloud app. Það er hægt að sækja SoundCloud app bæði fyrir Apple og Android tæki.
  • Stitcher app. Sömuleiðis til fyrir bæði Apple og Android.
  • Í Apple tækjum ætti að vera innbyggt app sem heitir einfaldlega Podcast. Þar geturðu fundið þáttinn.
  • TuneIn app. TuneIn býður upp á margs konar leiðir til spilunar, til dæmis app fyrir ýmsar gerðir tækja.
  • Margs konar podcast öpp eru til fyrir hinar ýmsu gerðir síma. Í þeim ætti í raun að vera nóg að slá inn „Tólfan“  (eða mögulega „Tólfan podcast“ ef hitt gengur ekki) til að fá þáttinn upp.

Athugið að þau ykkar sem voruð búin að gerast áskrifendur að þættinum þegar fyrsti þátturinn kom þurfa að gera það aftur, þar sem við skiptum af MixCloud yfir á SoundCloud og fengum við það nýjan RSS-straum.

Meira um podcastið

Hér má sjá frekari upplýsingar um podcast Tólfunnar.