Leikdagur: Belgía – Ísland

Það er komið að síðasta leik Íslands í þessari frumraun Þjóðadeildar UEFA. Og það er útileikur gegn sterkasta liðinu í riðlinum. Það er spennandi á sinn hátt, sérstaklega þar sem það er enn að einhverju að keppa. Ísland getur enn komið sér í hóp þeirra liða sem verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2020. Það verður erfitt, mikil áskorun, en þessir strákar okkar elska góðar áskoranir.

Continue reading “Leikdagur: Belgía – Ísland”

Leikdagur: Ísland – Sviss

Það eru skiptar skoðanir á Þjóðadeild Evrópu. Sumum finnst þessi keppni algjör óþarfi, tilgangslaus og bara til þess fallin að skapa óþarflega mikið álag á knattspyrnumenn á meðan aðrir sjá möguleikann í að þetta verði alvöru keppni sem gaman verði að vinna. Við verðum að sjá til hvernig þróunin verður á keppninni en hér erum við núna og það er komið að þriðja leik Íslands í keppninni. Fyrri tveir enduðu ekki vel svo það er í það minnsta tilefni fyrir leikmenn og stuðningsfólk að gera betur, sýna að við viljum halda áfram að ná góðum árangri inni á vellinum og í stúkunni. Komaso!

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Sviss”