Leikdagur: Ísland – Kósóvó

Nú er komið að síðasta leiknum í þessari undankeppni og Ísland er fyrir hann í efsta sæti riðilsins. Held það sé allt í lagi að endurtaka þetta. Í riðli þar sem fjögur lið tóku þátt á síðasta stórmóti þá er íslenska liðið í efsta sæti og með örlögin í eigin höndum. Liðið er þegar búið að tryggja sér a.m.k. sæti í umspilsviðureign en hvers vegna ekki bara að tryggja sig beint á HM í Rússlandi?

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Kósóvó”

Leikdagur: Tyrkland – Ísland

Nú eru aðeins tveir leikir eftir hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer næsta sumar. Ísland er í 2. sæti eins og er eftir marga flottar frammistöður. Eftir 180 mínútur af fótbolta (plús uppbótartíma) vitum við hvort Ísland sé á leið til Rússlands, fari í umspil um sæti á HM eða sé úr leik. Allt getur gert en það er algjörlega í höndum okkar manna að tryggja sér í það minnsta umspilsviðureign.

Continue reading “Leikdagur: Tyrkland – Ísland”

Leikdagur: Ísland – Úkraína

Ísland - England

Laugardagurinn í Finnlandi var ekki góður dagur fyrir karlalandsliðin okkar í fótbolta og körfubolta. Fótboltaliðið hafði komið sér í góða stöðu í riðlinum en slæmt tap gegn Finnlandi og sigur Úkraínu gegn Tyrkjum breytti þeirri stöðu töluvert. Ísland er núna í 3. sæti riðilsins. En það munar bara einu stigi á okkar strákum og liðinu sem kemur nú í heimsókn. Þetta er enn hægt, við trúum að strákarnir okkar geti þetta!

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Úkraína”