Nú styttist svo sannarlega í það að EM í Hollandi hefjist. Þá lýkur ferðalagi sem hófst þann 4. apríl 2015 þegar fyrstu leikirnir fóru fram í forkeppni undankeppninnar fyrir lokamótið. Íslenska liðið hóf sína þátttöku í undankeppninni 22. september 2015. Góður 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi gaf tóninn fyrir frábæra undankeppni þar sem íslenska liðið vann sinn undanriðil. Á næstu dögum munu koma fleiri upphitunarpistlar hingað inn en við byrjum á að kíkja aðeins betur á mótið sjálft.
Íslenski hópurinn sem fer á EM í Hollandi
Nú er búið að tilkynna hvaða knattspyrnukonur fara fyrir Íslands hönd á EM í Hollandi eftir tæpan mánuð. Freyr Alexandersson tilkynnti 23 leikmanna hóp í dag og nú er virkilega hægt að fara að peppa sig upp í þessa veislu. Við í Tólfunni látum ekki okkar eftir liggja, nú er upphitunartímabilið formlega hafið fyrir þetta stórmót og fram að móti munu birtast upphitunarpistlar um hitt og þetta varðandi mótið. Við byrjum á hópnum.
Continue reading “Íslenski hópurinn sem fer á EM í Hollandi”
A-landslið kvenna: leikur gegn Brasilíu og EM framundan
Það er aftur kominn leikdagur! Í þetta skipti er það vináttuleikur hjá kvennalandsliðinu gegn Brasilíu. Það er nóg framundan hjá þessu glæsilega liði, lokakeppni EM í Hollandi hefst í júlí og þetta er mikilvægur liður í undirbúningnum fyrir mótið. Auk þess er þetta tilvalið tækifæri fyrir okkur stuðningsfólkið að mæta á völlinn og kveðja þær með stæl. Sendum þær vel peppaðar á EM, komaso!
Continue reading “A-landslið kvenna: leikur gegn Brasilíu og EM framundan”
Leikdagur: Ísland – Skotland
Kæru Íslendingar,
til hamingju með daginn! Til hamingju með landsliðið. Til hamingju með EM. Til hamingju með afmælið. Til hamingju!
Leikdagur: Ísland – Slóvenía
Fyrsti leikurinn sem íslenska A-landslið kvenna spilaði í undankeppninni fyrir EM í Hollandi á næsta ári fór fram þriðjudaginn 22. september í fyrra. 3.013 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og sáu Ísland vinna 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. Undankeppnin byrjaði vel og núna, tæplega ári síðar, er liðið við það að tryggja sig inn á úrslitakeppni EM í þriðja skiptið í röð. Aðeins tveir leikir eru eftir til að klára verkefnið. Það hefst hér, gegn Slóvenum.