Takk!

Tólfan vill þakka fyrir þann gríðarlega stuðning sem við höfum fengið frá þjóðinni allri sem og fyrirtækjum. Við eru vægast sagt hrærð yfir þeim mikla meðbyr sem við höfum fengið og erum hálf orðlaus.

Continue reading “Takk!”

Borgarpistill : París/Saint-Denis

Þá er það seinasti borgarpistillinn. Ég mun fjalla bæði um París og Saint-Denis í þessum pistli enda er Ísland að keppa við Austurríki þann 22. júní, klukkan 21:00 að staðartíma (19:00 á Íslandi), á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France. Völlurinn er í úthverfi norðan við París en það úthverfi heitir einmitt Saint-Denis. Það er ljóst að við í Tólfunni munum hita upp á leikdag í Fanzone borganna, það er öruggast í ljósi ástandsins í Frakklandi í augnablikinu og ætlum við í Tólfunni ekki að gera neitt sem getur hugsanlega ógnað öryggi fólks. Þess vegna er allt gert með samráði við lögregluyfirvöld ytra. Ég mun fjalla sérstaklega um Fanzone borganna seinna í pistlinum en takið þó eftir að það eru tvö Fanzone á þessu svæði, eitt hjá Eiffel turninum og hitt í Saint-Denis. Saint-Denis Fanzone-ið er sá staður sem við verðum á á leikdag, þann 22. júní.

Continue reading “Borgarpistill : París/Saint-Denis”