Það er komið að lokaleiknum hjá strákunum okkar í riðlakeppninni heimsmeistaramótsins. Eftir flotta byrjun gegn Argentínu kom skellur gegn Nígeríu. En við eigum en séns og við höfum enn trú. Framundan er úrslitaleikur gegn góðkunningjum okkar frá Króatíu.
Leikdagur: Ísland – Nígería
Þvílík byrjun á ferli Íslands sem þátttakandi í lokamóti HM! Enn einu sinni sýna strákarnir okkar seiglu, dugnað, hugrekki og góða fótboltaspilamennsku. Við erum samt rétt að byrja hérna, það eru allavega tveir leikir eftir í þessari keppni.
Við tókum upp podcast til að fara yfir málin og fá góðar ferðaráðleggingar frá vönum mönnum. Hér er hægt að hlusta á það.
Leikdagur: Ísland – Argentína
Það er komið að því. Ísland er að fara að spila sinn fyrsta leik í sögunni á lokakeppni HM. Biðin er senn á enda og framundan er glíma við einn besta knattspyrnumann allra tíma og lið sem er fullt af heimsþekktum knattspyrnustjörnum. En okkar lið er einnig orðið heimsþekkt fyrir það sem það getur gert. Bring it on!
Vellirnir: Rostov Arena
Nú er þetta að hefjast. HM byrjar á morgun og það eru aðeins 3 dagar í fyrsta leik Íslands á mótinu. Á morgun eru líka tvö ár frá því að karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á EM í Frakklandi.
Við höfum verið að taka upphitunarpistla fyrir þetta mót líkt og síðustu 2 ár. Fyrri upphitunarpistlar okkar í ár eru:
- Íslenski hópurinn
- Argentína
- Nígería
- Króatía
- Moskva
- Volgograd
- Rostov-on-Don
- Otkritie Arena/Spartak Stadium
- Volgograd Arena
Og nú er komið að þeim síðasta í röðinni, um Rostov Arena.
Höfundur: Ósi kóngur
Vellirnir: Volgograd Arena
Nú þegar þessi pistill birtist á Tólfusíðunni er aðeins vika í að Ísland spili sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu. Hvílík gargandi snilld að þetta sé bara að verða að veruleika!
Það er komið að næstsíðasta upphitunarpistlinum fyrir HM í Rússlandi, það er komið að vellinum þar sem Ísland spilar gegn Nígeríu. Við minnum hins vegar á að Ísland spilar á mánudaginn gegn Slóveníu í undankeppni kvennalandsliða fyrir HM í Frakklandi. Þær þurfa á góðum stuðningi að halda og við hvetjum ykkur öll til að mæta.
Höfundur: Árni Þór Súperman