Leikdagur: Ísland – Færeyjar

Eftir erfitt en stemningsríkt lokamót EM hjá kvennalandsliðinu í sumar er nú að hefjast ný undankeppni. Undankeppnin fyrir EM var stórkostlegt, hvað sem lokamótinu líður, og nú viljum við sjá liðið ná upp sömu stemningu og sömu spilamennsku því við viljum alveg endilega skella okkur á HM í Frakklandi árið 2019. Tólfan kann vel við sig í Frakklandi, það höfum við alveg sýnt. Fyrsti leikurinn í þvi verkefni er heimaleikur gegn Færeyjum. Þann leik ætlum við að vinna!

Continue reading Leikdagur: Ísland – Færeyjar

Leikdagur: Ísland – Úkraína

Laugardagurinn í Finnlandi var ekki góður dagur fyrir karlalandsliðin okkar í fótbolta og körfubolta. Fótboltaliðið hafði komið sér í góða stöðu í riðlinum en slæmt tap gegn Finnlandi og sigur Úkraínu gegn Tyrkjum breytti þeirri stöðu töluvert. Ísland er núna í 3. sæti riðilsins. En það munar bara einu stigi á okkar strákum og liðinu sem kemur nú í heimsókn. Þetta er enn hægt, við trúum að strákarnir okkar geti þetta!

Continue reading Leikdagur: Ísland – Úkraína

Leikdagur: Ísland – Sviss

Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik og svekkjandi tap í lokin ætti íslenska liðið að mæta rækilega peppað í leik númer tvö. Mótherjinn í þessum leik er Sviss, sem einnig tapaði sínum fyrsta leik á mótinu. Það er mikið undir hjá báðum liðum og þetta ætti því að geta orðið spennandi viðureign.

Continue reading Leikdagur: Ísland – Sviss