Leikdagur: Ísland – Andorra

Íslenska liðið sýndi frábæran baráttuanda gegn heimsmeisturum Frakka í síðasta leik. Nú ríður á að halda því áfram og landa þremur stigum gegn Andorra. Við hvetjum fólk til að mæta jafn vel á þennan leik og þann síðasta og vera jafn duglegt að hvetja liðið og fólkið sem lagði leið sína á Laugardalsvöllinn á föstudagskvöldið. Við viljum sigur, við þurfum sigur. Áfram Ísland!

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Andorra”

Leikdagur: Lettland – Ísland

Íslenska kvennalandsliðið var í pásu frá undankeppninni fyrir helgina og spilaði þess í stað vináttuleik við Frakka. Á meðan nýtti sænska landsliðið tækifærið og komst upp fyrir það íslenska, reyndar bara á markatölu því liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Við viljum sjá okkar konur halda áfram á sömu braut og það er komið að næsta verkefni í leiðinni á EM í Englandi 2021.

Continue reading “Leikdagur: Lettland – Ísland”