Nýja treyjan og samstarf við Errea

Nýja landsliðstreyja íslensku fótboltalandsliðanna var kynnt í dag. Við sama tilefni var opinberað samstarf hjá Tólfunni og Errea. Tólfum stendur til boða að kaupa sér landsliðstreyju í gegnum vefverslun Errea og láta merkja hana með nafni án aukakostnaðar.

Við reiknum með að treyjurnar fari í sölu á vefversluninni á morgun.

Áfram Ísland!

Um mótið

Nú styttist svo sannarlega í það að EM í Hollandi hefjist. Þá lýkur ferðalagi sem hófst þann 4. apríl 2015 þegar fyrstu leikirnir fóru fram í forkeppni undankeppninnar fyrir lokamótið. Íslenska liðið hóf sína þátttöku í undankeppninni 22. september 2015. Góður 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi gaf tóninn fyrir frábæra undankeppni þar sem íslenska liðið vann sinn undanriðil. Á næstu dögum munu koma fleiri upphitunarpistlar hingað inn en við byrjum á að kíkja aðeins betur á mótið sjálft.

Continue reading “Um mótið”