Tólfan vill þakka fyrir þann gríðarlega stuðning sem við höfum fengið frá þjóðinni allri sem og fyrirtækjum. Við eru vægast sagt hrærð yfir þeim mikla meðbyr sem við höfum fengið og erum hálf orðlaus.
Leikdagur: Ísland – England
16-liða úrslit í lokakeppni EM. 16 bestu karlalandslið Evrópu. Síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum, þarna kemur í ljós hvaða lið verður síðast til að tryggja sig inn í 8-liða úrslitin. Í bláa horninu, víkingarnir frá Íslandi. Í hvíta horninu, ljónin frá Englandi. Nú verður allt gefið í þetta. Okkar menn eru ekki saddir, þeir vilja meira. Þeir eru enn hungraðir. Þá langar í ljónasteik. Verði ykkur að góðu!
Vellirnir: Stade de Nice (Allianz Riviera)
Íslenska karlalandsliðið lét sér ekki nægja að taka þátt í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti heldur bætir í það minnsta einum leik við til viðbótar. Og einum nýjum velli. En aðeins einum nýjum velli. Ef Ísland fer lengra í mótinu þá heimsækir liðið aftur velli sem það var búið að spila á. Fyrst Saint-Denis, þá Marseille og loks aftur Saint-Denis. En fyrst er það Allianz Riviera völlurinn í Nice.

Continue reading “Vellirnir: Stade de Nice (Allianz Riviera)”
Leikdagur: Ísland – Austurríki
Íslenska liðið hefur nú klárað 2 leiki á EM 2016. Það er enn taplaust, það er eina liðið af 33 sem tekið hefur þátt í lokamóti EM án þess að tapa leik. Báðir leikirnir enduðu 1-1. Nú er allt undir, lokaleikur riðlakeppninnar, eftir hann kemur í ljós í hvaða sæti Ísland lendir í F-riðlinum. Ísland getur lendað í 1.-4. sæti, það er allt í járnum. Hvílík spenna!
Tilkynning fyrir leikinn gegn Austurríki
Jæja, kæru Íslendingar, þá er komið að síðasta leiknum í riðlinum og nú er að duga eða drepast. Mætum tímanlega og syngjum þjóðsönginn fyrir strákana svo að íslenska baráttuvélin fari í gang og sigur gegn Austurríki verði staðreynd.