012 – Benni Bongó og Heimir Hallgríms

Það eru stór tímamót í gangi hjá íslensku knattspyrnulandsliðunum og hjá Tólfunni. Af því tilefni settust Benni Bongó og Heimir Hallgríms niður og áttu gott spjall um lífið, fótboltann og þessi síðustu 7 ár hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og Tólfunni. Það er viðeigandi að þeir fái tólfta þáttinn af Tólfupodcastinu til að fara yfir málin og kveðja.

Þátttakendur í þessum þætti voru Heimir Hallgrímsson og Benjamín Hallbjörnsson (aka Benni Bongó). Tæknimaður var Halldór gameday Marteinsson.

Leiðbeiningar um hvar og hvernig hægt er að hlusta á podcast Tólfunnar má finna hér.

Eldri þætti af podcasti Tólfunnar má finna hér.

Við minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

011 – Landsliðsþjálfarapælingar og salsasósa

Við náðum ekki að fara í þjálfarapælingar í HM-uppgjörinu svo við mættum aftur á Ölver til að taka þá umræðu. Fórum yfir hvort við viljum frekar íslenskan eða erlendan þjálfara, hentum fram nokkrum mislíklegum nöfnum og ræddum þau, komum með okkar valkosti ef við fengjum að ráða og spurðum okkur hver gæti eiginlega fengið salsasósuna.

Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Björgvin Borat og Halldór gameday.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

010 – HM-uppgjör Tólfunnar

Eftir gott HM og gott sumarfrí eftir það ákváðum við að hittast á Ölveri og fara yfir HM. Við fórum yfir upplifun okkar af því að fara með vinnuhópum Tólfunnar á leiki, upplifun okkar af Rússlandi og HM, fórum yfir HM bæði út frá íslenska landsliðinu og bara út frá mótinu í heild. Við völdum það flottasta og besta af HM og í lokin sögðum við allir: Takk Heimir!

Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Benni bongó, Halldór gameday og í fyrsta skipti mætti Björgvin Borat í þáttinn. Hann kom vel undirbúinn með skemmtilega tölfræði og marga góða punkta.

Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar reynslusögur af HM sem þið viljið deila með okkur þá megið þið endilega henda þeim á okkur á [email protected]

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Að sjálfsögðu þökkum við líka vinum okkar í Tónastöðinni fyrir aðstoð og ráðgjöf í græju- og hljóðmálum.

009 – Strákarnir á HM og stelpurnar í efsta sætið

HM er byrjað! Hvílík gleði og þvílík frammistaða hjá liðinu í fyrsta leiknum. Árni og Birkir voru á staðnum og koma með sína upplifun á þessu og góðar ráðleggingar fyrir ferðalanga á leið til Rússlands.

Stelpurnar okkar náðu líka fyrsta sætinu í sínum riðli í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi. Við peppum þann leik því framundan er algjör partýstemning á kvennalandsleik 1. september.

Förum líka yfir hvernig okkur finnst HM hafa byrjað, VAR-pælingar og fleira.

Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman, Ósi Kóngur, Halldór Gameday og Birkir Viking Ólafsson sem fékk að vera fyrsti gesturinn sem mætir í annað skiptið í þáttinn.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Rússneska leigubílaappið sem við ræddum í þættinum heitir Yandex Taxi. Hér er hægt að sækja það fyrir Android síma og hér má ná í það í Apple síma.

 

Hér eru upplýsingar um Tólfupodcastið.

Hérna eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að hlusta.

008 – Gameday-stemningin gegn Noregi og Gana plús pepp fyrir kvennalandsliðið

Við tókum upp alls konar innslög í kringum leiki karlalandsliðsins við Noreg og Gana. Stemningin var heilt yfir mjög góð. Svo peppuðum við að sjálfsögðu kvennalandsliðið fyrir mjög mikilvægan leik gegn Slóveníu sem verður spilaður mánudaginn 11. júní 2018.

Umsjón: Árni Súperman, Halldór Gameday og Ósi Kóngur.
Viðmælendur: Alls konar skemmtilegt fólk sem mætti á landsleikina gegn Noreg og Gana.

Við minnum á miðasöluna fyrir leikinn á mánudaginn. Hvetjum ykkur öll til að mæta með kæti og læti og styðja stelpurnar okkar alla leið á HM!

Sömuleiðis viljum við minna á afskaplega gagnlegan og skemmtilegan þátt af podcasti Tólfunnar sem kom út núna síðast, þar sem við ræddum við Víði Reynisson, öryggisfulltrúa KSÍ.

Hér er svo mynd af okkar eigin Benna Bongó með kúrekahattinn sem rætt var um í þættinum. Hvílíkur eðalhattur!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.