Framundan eru tveir risastórir leikir hjá kvennalandsliðinu okkar, gegn Þýskalandi og Tékklandi, sem skera úr um það hvort liðið tryggi sér farseðil á HM í Frakklandi næsta sumar. Við fengum landsliðsþjálfarann í spjall með okkur. Við spurðum hann aðeins út í nýja starfið hans með karlalandsliðinu og Hamrén en mest um kvennalandsliðið. Hann fór yfir stöðuna með okkur og sagði okkur líka hvað hann væri til í að sjá frá því stuðningsfólki sem mætir á völlinn.
Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Ósi kóngur, Halldór gameday og Freyr Alexandersson.
Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.
Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.
Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.