Tilkynning frá Benna Bongó

Góðan daginn öllsömul.

Ég get ekki komið öllu frá mér sem ég vil í þessari yfirlýsingu og mun ég henda inn frekara uppgjöri mjög fljótlega.

Hafa ber í huga að hætta skal leik er hæst hann stendur og ekkert varir að eilífu. En þannig eru mál með vexti að ég hef ákveðið að hætta í Tólfunni núna og ætla ég að snúa mér að öðru í lífinu. Þetta er búið að vera geggjað ferðalag og rosalega mörg ógleymanleg augnablik sem maður hefur upplifað með ykkur öllum. En núna er minn tími kominn og kveð ég Tólfuna frá og með þessari stundu. Og óska ég þess heitt að Tólfuandinn og Tólfan haldi áfram að vera jákvætt og öflugt sameiningarafl sem hún er með nýjum straumum.

Takk kærlega fyrir mig.
Kær kveðja,

Benni Bongó