Sjúkraþjálfarinn

Ég starfa sem sjúkraþjálfari hjá A-landsliði karla í fótbolta ásamt þeim Stefáni Stefánssyni og Rúnari Pálmarssyni. Ég hef unnið með A-landslið karla í rúm 10 ár, eða síðan í október 2005.
Hlutverk okkar er aðallega að sjá um endurhæfingu, forvarnir og fræðslu fyrir leikmenn liðsins. Það getur verið eitt og annað í gangi hjá atvinnumanni í fótbolta þó að hann sé að spila alla leiki. Álagið hjá þessum strákum er mikið og það myndast stífleiki víða í líkamanum við allt þetta álag, en auk þess geta verið minniháttar meiðsli í gangi sem þarf að sinna. Continue reading “Sjúkraþjálfarinn”