HM er byrjað! Hvílík gleði og þvílík frammistaða hjá liðinu í fyrsta leiknum. Árni og Birkir voru á staðnum og koma með sína upplifun á þessu og góðar ráðleggingar fyrir ferðalanga á leið til Rússlands.
Stelpurnar okkar náðu líka fyrsta sætinu í sínum riðli í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi. Við peppum þann leik því framundan er algjör partýstemning á kvennalandsleik 1. september.
Förum líka yfir hvernig okkur finnst HM hafa byrjað, VAR-pælingar og fleira.
Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman, Ósi Kóngur, Halldór Gameday og Birkir Viking Ólafsson sem fékk að vera fyrsti gesturinn sem mætir í annað skiptið í þáttinn.
Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.
Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.
Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.
Rússneska leigubílaappið sem við ræddum í þættinum heitir Yandex Taxi. Hér er hægt að sækja það fyrir Android síma og hér má ná í það í Apple síma.
Hér eru upplýsingar um Tólfupodcastið.
Hérna eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að hlusta.