Týnda tólfan

Heilt og sælt elsku tólfufólk, vonandi hafið þið öll það sem allra best.
Jóhann Ingi heiti ég og ætla ég að skrifa léttan pistil um dráttinn í lokakeppni EM í Frakklandi en það eru örfáir dagar í að við fáum að vita hvaða þjóðum við mætum á okkar fyrsta stórmóti A-landslið karla en drátturinn fer fram núna á laugardaginn þegar þessi pistill er skrifaður. Continue reading “Týnda tólfan”

Holland-Ísland

Heilir og sælir Tólfufélagar, nú styttist heldur betur í leik Hollands og Íslands í Amsterdam og fæ ég heldur betur fiðring í magann við tilhugsunina.

Síðasta verkefni, gegn Tékkum, gat bara ekki farið betur og er toppsætið í riðlinum okkar og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Ísland takist hið ótrúlega, komast á stórmót.

Undirritaður er í starfi hjá Fótbolta.net og var viðstaddur landsleikinn sem starfsmaður síðunnar. Sem betur fer fékk það það verkefni að taka púlsinn á Tólfum fyrir leik og fékk ég því stemninguna beint í æð og upplifði geðveikina. Ég stalst meira að segja í bjór eða tvo, allt í þágu Tólfunnar. Vinsamlegast ekki segja starfsmönnum Fótbolta.net frá því.
Continue reading “Holland-Ísland”