Dam-torgið verður okkar!

Fyrir nokkru síðan birtist frétt í norskum fjölmiðlum sem fjallaði um Íslendinga innan norskra liða. Greinahöfundur hafði farið yfir sögu þeirra liða sem snéru sér úr fallbaráttu yfir í toppbaráttu. Þegar hann fór að skoða hvað það væri sem liðin hefðu gert til þess að ná þessum árangri kom í ljós að umleið og keyptir eru Íslendingar inn í liðið þá virðist leikur liðsins snar batna. En þetta er ekki bara að gerast í norsku deildinni. Nýlega var „glugginn“ opnaður og margir af okkar bestu leikmönnum gerðu félagaskipti. Eftir það hefur internetið svoleiðis brunnið yfir af fallegum fyrirsögnum um velgengni okkar fólks út í heimi.


1

2

 

3

Ekki má gleyma hversu ómissandi útlendingunum þykir okkar fólk.

4

Við höfum enga trú á því að þetta komi einhverjum á óvart! Því að það er ekki bara það að við eigum frábært knattspyrnufólk sem kunna svo sannarlega sitt fag, heldur spilar rosalega stóran part samheldnin sem við Íslendingar búum yfir, sem er svo mikilvæg í hópíþróttum. Samheldni er einmitt orðið sem hægt er að nota yfir okkar frábæru Tólfu. Í Tólfunni koma saman fleiri hundruð manns úr öllum áttum. Öll eigum við okkar félagslið í íslenska boltanum, enska, þýska, norska o.s.frv. en þegar við komum saman þá er öll gremja sett til hliðar og við sameinumst í eitt lið, OKKAR lið!

Það er ekkert rosalega langt síðan þetta var meðalstór vinahópur sem stillti sér upp út í horni og gerði allt sem hann gat til þess að hvetja liðið okkar áfram. En þrátt fyrir að stutt sé síðan að Tólfan varð að því risa batterýi sem hún er í dag, má ekki gleyma að árið 2008 taldi hún nokkur hundruð, t.d. á leik Íslands gegn þáverandi heimsmeisturum Spánverjum. Fljótlega eftir það lagðist hún í dvala um stund áður en hún var síðan vakin á ný með mögulega mestu látum sem heyrst hafa í Laugardalnum. Í dag fjölgar meðlimum Tólfunar með hverjum leiknum, og auðvitað verðum við að hafa það með hversu ánægðar við erum með fjölgun kvenfólks innan Tólfunnar, virkilega jákvæð þróun!  #ÁFRAMstelpur!

Í kringum 700 snillingar lögðu leið sína til Tékklands fyrir tæpu ári síðan, og þrátt fyrir að við hefðum vilja sjá betri úrslit í þeim leik heppnaðist sú ferð virkilega vel og strákunum tókst enn og aftur að fylla hjarta okkar af stolti! Hins vegar styttist óðum í Hollandsferðina, sem mörg okkar hafa beðið eftir svo vikum skiptir! Flest okkar (allavega við vinkonurnar) gætum alveg eins sleppt því að mæta í vinnuna á þessum tíma, ofsaspenningurinn er svo einstaklega plássfrekur að höfuðið á okkur býður ekki uppá pláss fyrir einbeitingu! Þetta er klárlega stærsta ferð sem Tólfan hefur farið í, en aldrei hafa fleiri sótt útileik hjá Íslenska landsliðinu! Milli 3-4000 Íslendingar ætla sér að taka yfir Dam-torgið í Amsterdam þann 3. September og sýna Hollendingum að við erum ekki „litla“ liðið heldur svo langt frá því. Hollendingar eru þekktir fyrir að lita stúkur sínar appelsínugular og því nauðsynlegt að við sem leggjum leið okkar á Amsterdam ArenA mætum í BLÁU! Að vera partur af Tólfunni er upplifun útaf fyrir sig, stemningin sem skapast í kringum þennan hóp er einstök! Eins og áður hefur komið fram skín samheldnin í þessum hópi skærar en sólin og það er eitthvað sem önnur lið búa ekki yfir. Við munum mæta til Hollands og gera Amsterdam að okkar eigin gryfju, Dam-torgið mun verða okkar!

Látum vel í okkur heyra, stöndum þétt við bakið á strákunum okkar og sýnum þeim þann stuðning sem þeir eiga skilið!

Áfram Ísland

Andrea Kristjánsdóttir (The Talker) & Tinna Björt Karlsdóttir (Tiny&Bright)