Íslendingaveisla í Amsterdam-Dagskrá

carlsberg.150                                  henson.150                          GEMMA LOGO-01

Stærsta Íslendingaveisla sem haldin hefur verið á meginlandi Evrópu mun senn líta dagsins ljós og er eftirvænting ferðalanga svo sannarlega farin að gera vart við sig. Tólfan er búin að semja við glæsilega bari við Dam torg. Þar munu stuðningsmenn íslenska landsliðsins svala þorsta sínum fyrir landsleik Hollands og ÍSLANDS, koma saman, keyra upp stemninguna og mála Amsterdam BLÁA. Þetta verður veisla sem mun svo sannarlega kalla á Carlsberg.

Um þrjá staði verður að ræða og fá stuðningsmenn íslenska landsliðsins sérstök tilboð á mat og drykk frá miðvikudegi til föstudags. Mikilvægt er að allir mæti í Tólfutreyjum eða landsliðstreyjunni og það einfaldlega eiga allir að vera BLÁIR.  Dagskráin er sem hér segir.

Miðvikudagur 2. september:

 • Kl. 18:00: Partý á Europub. Íslendingar munu taka yfir staðinn. Í boði verður einstök Tólfugleði, söngur, trommusláttur og svaðaleg stemning. Ef þú ert í Amsterdam þennan daginn þá máttu ekki láta þig vanta.
 • Treyjuafhending verður á Europub frá kl 18 fyrir þá sem vildu fá treyjuna afhenta í Hollandi. Þá verða einnig til sölu Tólfutreyjur fyrir þá sem vija næla sér í eina slíka. Einnig verða glæsilegir Tólfupinnar til sölu.

Leikdagur 3. september:

 • Íslendingar taka yfir Amsterdam og Dam torgið. Gleðin mun standa yfir allan daginn
 • Fjórir barir í kringum Dam torg verða með tilboð á mat og drykk fyrir Íslendinga sem mæta í bláu. Eftirtaldir staðir verða Íslendingabarir þennan daginn:
 • Treyjuafhending verður á Europub frá kl. 13-16:30. Einnig verða nokkrar Tólfutreyjur til sölu meðan birgðir endast.
 • Brottför frá Dam torgi kl 18:30
  • Hollendingar verða með Fan Park fyrir utan Amsterdam Arena. Stuðningsmenn Íslands og Hollands geta þar komið saman fyrir framan leikvang. DJ verður á staðnum og bjórsala. Tilvalið að stoppa hér við og fá sér einn kaldann áður en haldið er í stúkuna. Andlitsmálning verður í boði. Þá er einnig ýmislegt boði fyrir þá sem mæta úr yngri kynslóðum.
 • Hátíð eftir leik. Þeir sem enn hafa nokkra orkudropa eftir í líkamanum mæta galvaskir á Europub sem verður opinn fram eftir nóttu fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins.

Föstudagur 4. september :

 • Eftirpartý á Europub frá kl 17-20 áður en haldið verður út í nóttina í Amsterdam. Gott tækifæri fyrir stuðningsmenn að koma saman og gera sér glaðan dag. Tekin verður smá upphitun fyrir leik Íslands gegn Kasakstan sem fer fram sunnudaginn 6. september

Kort og ferðaupplýsingar:

 • Frá lestarstöðinni að Dam torgi:

Damtorg

 • Að leikvangi:

Leikvangur1

Leikvangur2