Tólfan og Ísland í dag

Vorið er komið, sumarið er á næsta leyti og ilmurinn af iðagrænum knattspyrnuvöllum er farinn að fylla loftið. Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi hjá okkur og okkar fólki þessa dagana, tilvalið að taka létta yfirferð yfir það helsta sem hefur verið að gerast síðustu daga.

Fyrst ber að nefna stórgóðan útisigur hjá kvennalandsliðinu okkar gegn Slóvenum í undankeppni HM. Gunnhildur Yrsa, sem hefur byrjað frábærlega með Utah Royals í Bandaríkjunum, kom liðinu á bragðið áður en reynsluboltinn Rakel Hönnudóttir kláraði dæmið. Ísland er þar með komið með 10 stig eftir 4 umferðir og á enn 3 heimaleiki eftir.

En það var fleira um að vera.

Continue reading “Tólfan og Ísland í dag”

Nýja treyjan og samstarf við Errea

Nýja landsliðstreyja íslensku fótboltalandsliðanna var kynnt í dag. Við sama tilefni var opinberað samstarf hjá Tólfunni og Errea. Tólfum stendur til boða að kaupa sér landsliðstreyju í gegnum vefverslun Errea og láta merkja hana með nafni án aukakostnaðar.

Við reiknum með að treyjurnar fari í sölu á vefversluninni á morgun.

Áfram Ísland!

Fjörugt haust framundan

Pistladeild Tólfunnar heilsar ykkur á ný, rétt búin að jafna sig eftir stórkostlegt sumar.  Röddin er kannski rám en hún er alveg að koma heim, hjartað slær í takt við víkingaklappið og gæsahúðin er líklega alfarið komin til að vera.

En það er nóg framundan! Þýðir ekkert að hætta bara núna. Við erum ekkert södd þótt við höfum fengið að upplifa þetta frábæra ævintýri úti í Frakklandi. Núna er sumarið búið og haustið gengið í garð með nýjum áskorunum. En hvað nákvæmlega er framundan hjá okkur?

Continue reading “Fjörugt haust framundan”

Takk!

Tólfan vill þakka fyrir þann gríðarlega stuðning sem við höfum fengið frá þjóðinni allri sem og fyrirtækjum. Við eru vægast sagt hrærð yfir þeim mikla meðbyr sem við höfum fengið og erum hálf orðlaus.

Continue reading “Takk!”